Fréttablaðið - 12.01.2005, Síða 4

Fréttablaðið - 12.01.2005, Síða 4
4 12. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Impregilo: Ráðuneytisstjórar skoða gagnrýni KÁRAHNJÚKAR Ákveðið hefur verið í ríkisstjórn að láta alla ráðuneytis- stjórana í stjórnarráðinu fara yfir stöðu mála á Kárahnjúkum og gagnrýni verkalýðshreyfingar- innar og gera tillögur um það hvort og þá hvað mætti færa til betri vegar. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra lagði fram minnisblað á rík- isstjórnarfundi í gærmorgun og var þar með hugleiðingar um stöðu mála við Kárahnjúka. Hann segir að hvort sem ábendingar og ávirð- ingar séu réttar eða ekki þá snúi þetta að nánast öllum ráðuneytum. „Þarna vilja menn fara ofan í það hverju er verið að kvarta undan, á það rétt á sér og hvernig er rétt að bregðast við því,“ segir Árni. Ráðuneytisstjóri forsætisráðu- neytisins leiðir nefndina. Enginn tímarammi var settur en umræð- urnar í ríkisstjórninni voru þannig að búast má við að kraftur verði settur í málið. Niðurstöðu er hugs- anlega að vænta í lok vikunnar. Félagsmálaráðherra hefur fengið greinargerð frá ASÍ um Impregilo og tekur sér nokkra daga í að skoða það mál. - ghs VINNUMARKAÐUR Enginn vafi leikur á því að portúgalskir leigustarfs- menn Impregilo eigi að borga skatta á Íslandi. Indriði H. Þorláks- son ríkisskattstjóri segir að al- mennar reglur skattalaganna gildi og engin tvímæli séu um það. „Takmörkuð skattskylda gildir fyrir alla aðra en þá sem eru bú- settir hér á landi meirihluta ársins. Allir sem dvelja hér á landi og hljóta laun fyrir störf sín skulu greiða tekjuskatt, þar með taldir leigustarfsmenn sem eru hér í stuttan tíma,“ segir Indriði. „Þetta ákvæði laganna er býsna afdráttarlaust og maður skilur ekki hvernig nokkrum manni dettur í hug að halda að maður sem þiggur laun fyrir störf sem unnin eru hér á landi sé ekki skattskyldur,“ segir hann. Tvísköttunar- samningar við Portúgala koma ekki til framkvæmda fyrr en frá og með árinu í ár. Indriði segir að þeir hafi engin áhrif á skattskyldu leigustarfsmannanna nema í und- antekningartilvikum, þ.e. ef þeir vinna hér dag og dag. Sú regla gildi ekki um portúgölsku starfsmenn- ina. Skattayfirvöld hafa áætlað skatt á Impregilo og segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður fyrirtæk- isins, rangt að fyrirtækið skuldi skatta upp á hundruð milljóna. Hann segir að fyrirtækið hafi gert upp skuldir við skattyfirvöld að fjárhæð 130 milljónir króna. Greiðslan hafi átt sér stað í gegnum portúgölsku starfsmanna- leigurnar Nett, sem hafi greitt 70 milljónir, og Select, sem hafi greitt 60 milljónir til skattyfirvalda. Þær hafi síðan rukkað Impregilo um þessar upphæðir. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Impregilo hafi aðeins greitt skatt fyrir hluta starfsmann- anna. Impregilo er ósammála því að portúgalskir starfsmenn eigi að greiða skatt hér á landi og telur sig eiga endurkröfurétt á hendur skattyfirvöldum. Málinu hefur verið áfrýjað til Yfirskattanefndar og er von á úrskurði nefndarinnar síðar í þessum mánuði. ghs@frettabladid.is Forseti Sambíu: Ég brást þjóðinni SAMBÍA Levy Mwanawasa, forseti Afríkuríkisins Sambíu, sagðist í viðtali við BBC hafa brugðist þjóð sinni. Hann ætlar þó ekki að segja af sér. „Því miður gerðu Sambíu- menn mistök með því að kjósa mig forseta, þeir sitja uppi með mig,“ sagði hann í viðtalinu. Mwanawasa hét því í kosninga- baráttu sinni að berjast gegn fátækt. „Það hefur reynst ómögu- legt að draga úr fátækt og mér þykir það leitt,“ sagði Mwanawasa og bætti því við að það væri eitt af því sem hann hefði brugðist þjóð sinni í. Hann sagðist þó ætla að vinna að því að bæta hag almennings fram að kosningum á næsta ári. ■ KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Spænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,03 63,33 118,38 118,96 82,91 83,37 11,14 11,21 10,09 10,15 9,18 9,23 0,61 0,61 96,0296,60 SALA GENGI GJALDMIÐLA 11.01.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands 113,66 -0,14% Snjóflóð í Súðavík: Minnast þeirra sem fórust SNJÓFLÓÐ Næsta sunnudag verða liðin tíu ár frá því að fjórtán manns biðu bana í Súðavík þegar snjóflóð féll á bæinn. Af þessu tilefni verður haldin minningarguðsþjónusta í íþróttahúsinu í Súðavík og hefst hún klukkan tvö á sunnudaginn. Í tilkynningu Súðavíkurhrepps og sóknarnefndar Súðavíkur segir að viðstöddum verði boðið að tendra á kertum við athöfnina til minningar um hina látnu. Við athöfnina þjóna prestarnir Valdimar Hreiðarsson og Magnús Erlingsson. - óká VIÐ KÁRAHNJÚKA Talsmaður Impregilo segir að fyrirtækið hafi greitt 130 milljónir í skatta. Greiðslan hafi átt sér stað í gegnum portúgölsku starfsmannaleigurnar Nett og Select. INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON Ríkisskattstjóri segir að allir sem starfa á Íslandi eigi að greiða tekjuskatt. Afdráttarlaus skatt- skylda gildir fyrir alla Ríkisskattstjóri telur engan vafa á því að portúgalskir leigustarfsmenn eigi að borga skatta hér. Impregilo segist hafa borgað 130 milljónir í skatt vegna þessara starfsmanna og vill fá þá peninga til baka. Fyrirtækið hefur áfrýjað til Yfirskattanefndar. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BÍLL ÚT AF Í HÁLKU Lögreglan á Blönduósi aðstoðaði ökumann í gær eftir að bíll hans hafði farið út af veginum við brúna yfir Miðfjarðará rétt hjá Hvamms- tanga. Engin slys urðu á fólki, en bíllinn var mikið skemmdur. Mikil hálka var á vettvangi. ÖLVUNARAKSTUR Lögreglan á Dalvík stöðvaði ökumann í gær- kvöldi sem grunaður er um ölv- un við akstur. Að sögn lögreglu er afar óalgengt að menn séu gripnir við slíkt á mánudags- kvöldum. ÍKVEIKJA VIÐ SELJASKÓLA Kalla þurfti á slökkvilið í gær þegar eldur kviknaði í gám við Selja- skóla í Breiðholti. Að sögn slökkviliðsins var um íkveikju að ræða. UMFERÐARÓHÖPP Í KEFLAVÍK Tvö umferðaróhöpp urðu í Keflavík í gær. Einn aðili var fluttur á sjúkrahúsið til skoðun- ar, en fékk fljótlega að fara heim aftur. ÁRNI MAGNÚSSON Félagsmálaráðherra tekur sér nokkra daga í að fara yfir greinargerð ASÍ um Impregilo.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.