Fréttablaðið - 12.01.2005, Qupperneq 10
MILTISBRANDUR Kýr frá bóndabæn-
um Sunnuhvoli í Reykjavík, sem
var á sinni tíð í hvilftinni þar
sem Austurbæjarapótek er nú,
veiktust af miltisbrandi og voru
flestar grafnar einhvers staðar í
námunda við býlið, að sögn Sig-
urðar Sigurðssonar, dýralæknis
sauðfjár- og nautgripasjúkdóma
hjá yfirdýralæknisembættinu.
„Það þótti alveg öruggt að
þarna hefðu 4-5 kýr sýkst af
miltisbrandi og
þær voru settar í
eina stóra gröf,“
sagði Sigurður.
„Ein kýrin liggur
undir Hlemmi
sjálfum.“
F o r n l e i f a -
fræðingar ræddu stöðu miltis-
brandsmála á aðalfundi sínum
nýverið. Stein-
unn J. Kristins-
dóttir fornleifa-
f r æ ð i n g u r
sagði að menn
teldu vitneskj-
una um stað-
setningu miltis-
brandssýktra
svæða afar
mikilvæga. Þá
væri afar brýnt
að fólk væri
meðvitað um að
miltisbrandur
væri til staðar hér á landi og úr-
ræði til að forðast hann.
Kristín Huld Sigurðardóttir,
forstöðumaður Fornleifaverndar
ríkisins, sagði að Fornleifavernd,
sem veitti leyfi til rannsókna og
væri stjórnsýslustofnun sem
gæti tekið afgerandi ákvarðanir,
væri í nánu samstarfi við yfir-
dýralækni og Sigurð Sigurðarson
varðandi umsóknir um rann-
sóknarstaði, svo og margþætta
upplýsingamiðlun.
„Samkvæmt þjóðminjalögum
getum við stöðvað framkvæmdir
ef eitthvað er að,“ sagði Kristín
Huld. „Hingað til hefur þessu
ákvæði verið beitt sé fólk að
grafa í óleyfi og jafnvel hætta á
því að fornminjum sé spillt. Telj-
um við að grunur sé um miltis-
brandsmengun getum við stöðv-
að framkvæmir á því svæði,
samkvæmt ákvæði laganna.“
Sigurður Sigurðarson sagði að
tilkynnt hefði verið um grunuð
miltisbrandssýkt svæði allt frá
Hafnarfirði, til Reykjavíkur og
út á Seltjarnarnes.
„Það er margsinnis sagt frá
tilfellum veikinnar sjálfrar í
Reykjavík,“ sagði Sigurður, „en
það þarf að
fara betur
ofan í þau
gögn. Ég hef
hug á að leita
til Umhverfis-
n e f n d a r
Reykjavíkur
til að athuga
hvort þeir geti
ekki komið inn
í þá vinnu.“
Spurður um
grunuð miltisbrandssvæði í
Reykjavík kvaðst Sigurður ekki
hafa heyrt um nema tvö til þrjú,
þótt vafalaust væru þau miklu
fleiri.
jss@frettabladid.is
10 12. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
SKÍÐAKAPPI TEKST Á LOFT
Ferð Bandaríkjamannsins niður svigbraut-
ina í Adelboden í Sviss lauk öðruvísi en
hann hafði hugsað sér þegar hann missti
jafnvægið, tókst á loft og lenti harkalega.
Hann slapp vel frá óhappinu, stóð upp og
gekk í mark. Óhappið átti sér stað á
Heimsmeistaramótinu í risasvigi.
LANDBÚNAÐUR Síðustu fimm mán-
uði hefur meðalverð á mjólkur-
lítra í kvótaviðskiptum bænda
hækkað um rúm 17 prósent.
Fyrsta janúar síðastliðinn var
meðalverð á lítra 308 krónur, en
var í byrjun september 263 krón-
ur.
Verð í einstökum kaupum á
kvóta getur þó verið töluvert
hærra en meðalverðið segir til
um. Í nóvember þótti kvótaverð
hafa náð nýjum hæðum þegar
greiddar voru 360 krónur fyrir
kvóta, en í síðasta mánuði heyrð-
ust þó enn hærri tölur, eða allt upp
í 400 krónur á lítrann. „Ég er nú
ekki farinn að sjá svoleiðis tölur
á neinum pappírum,“ sagði Erna
Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá
Bændasamtökunum, en hún held-
ur utan um birtingu meðalverðs á
greiðslumarki mjólkur á vef sam-
takanna. Hún bendir á að ákveð-
inn fyrirvara verði að setja við
tölurnar því mismunandi geti
verið til hvaða tímabils greiðslu-
markið nái og hvort það sé full-
nýtt eða ekki. Þannig gerir hún
síður ráð fyrir að verð haldi
áfram að hækka nú þegar líður á
vorið.
- óká
Miltisbrandur undir Hlemmi
Nautgripur sem drapst af miltisbrandi er grafinn undir Hlemmi í Reykjavík. Hann var frá bóndabýlinu
Sunnuhvoli í Reykjavík. Fornleifavernd ríkisins hyggst styðjast við gildandi lög um að stöðva fram-
kvæmdir ef grunur leikur á miltisbrandsmengun.
Skoda Fabia sameinar sportlegt útlit og einstakt notagildi.
Bíllinn er búinn ríkulegum staðalbúnaði en fæst
nú með veglegum aukahlutapakka á frábæru verði.
Meðal aukabúnaðar má nefna rafmagn í framrúðu,
geislaspilara, þokuljós í stuðara, leður á stýri, gírstöng og
handbremsu. Síðast en ekki síst er bíllinn með sóllúgu og
14” álfelgum, sem gera hann enn glæsilegri.
Svona búinn kostar Skoda Fabia Terno aðeins 1.490.000 kr.
Það er vit í því.
SkodaFabia
1.490.000 kr.Fabia Terno
Fæst nú einnig sjálfskiptur í Combi–útgáfu
Afborgun á mánuði er aðeins 14.615 kr.*
Í FJÓSINU AÐ MIKLAHOLTI
Í bændastétt finnast þeir sem óttast verðþróun mjólkurlítra í kvótaviðskiptum þar sem
hátt lítraverð þýði skuldsettari bú í fjármagnsfrekum rekstri. Mikil eftirspurn er eftir mjólk-
urkvóta og framboð lítið, vegna mikillar sölu undangenginna ára.VERÐÞRÓUN MJÓLKURKVÓTA:
Dagsetning Lítraverð
1. september 263 kr.
1. október 268 kr.
1. nóvember 265 kr.
1. desember 295 kr.
1. janúar 308 kr.
Heimild: Bændasamtök Íslands
Heilbrigðisútgjöld:
Aldrei meiri
vestanhafs
BANDARÍKIN Bandaríkjamenn hafa
aldrei varið hærra hlutfalli af þjóð-
artekjum í heilbrigðismál en árið
2003. Alls vörðu þeir 1,7 billjónum
dollara, andvirði um 108 billjóna
(með tólf núllum) króna. Þetta
nemur 15,3 prósentum af vergri
þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna
og er það í fyrsta skipti sem út-
gjöld til heilbrigðismála fara yfir
fimmtán prósent af vergri þjóðar-
framleiðslu.
Dagblaðið New York Times
greinir frá þessu í gær, en þar kem-
ur jafnframt fram að dregið hefur
úr útgjaldaaukningu til heilbrigðis-
mála þrátt fyrir að hún sé meiri en
vöxtur efnahagslífsins í heild. ■
GEORGE W. BUSH
Fleiri eru ánægðir með frammistöðu for-
setans nú en fyrir mánuði.
Skoðanakönnun vestra:
Helftin sátt
við Bush
BANDARÍKIN Naumur meirihluti
Bandaríkjamanna er sáttur við
frammistöðu George W. Bush
Bandaríkjaforseta samkvæmt nýrri
skoðanakönnun sem Gallup gerði
fyrir CNN og dagblaðið USA Today.
52 prósent eru ánægð með frammi-
stöðu hans en 44 prósent óánægð.
Svarendur lýstu mestri ánægju
með hvernig hann hefði brugðist
við náttúruhamförunum í Asíu (75
prósent ánægð) en minnstri ánægju
með áform hans um að breyta
almannatryggingakerfinu (41 pró-
sent). ■
HLEMMUR
Fullvíst þykir að nautgripur frá þáverandi bóndabýlinu Sunnuhvoli í Reykjavík hafi drepist
úr miltisbrandi og verið huslaður á Hlemmi.
,,Ein kýrin
liggur undir
Hlemmi
sjálfum.“
Áhyggjur kúabænda:
Mjólkurdropinn að
verða æ dýrari
SIGÐURÐUR
SIGURÐARSON
Safnar upplýsingum
um miltisbrands-
sýkt svæði á Íslandi.
SUNNUHVOLL
Var býli suðvestan í Rauðarárholti, stofnað 1891, að því er segir í bók Páls Líndal,
Reykjavík, sögustaður við Sund. Á myndinni sem tekin var 1912 er Sunnuhvoll, sem stóð
á sömu slóðum og Austurbæjarapótek er nú.
Grunuð milt-
isbrands-
svæði í
Reykjavík eru
tvö til þrjú,
þótt vafalaust
séu þau
miklu fleiri.