Fréttablaðið - 12.01.2005, Síða 14
DÝRALÍF Mikil vinátta hefur tekist
með barnungum flóðhesti og
hundrað ára gamalli risaskjald-
böku á dýraverndunarsvæði
nokkru í Keníu.
Ársgamall flóð-
hesturinn fannst á
dögunum aleinn á
reiki, ofþornaður
og illa á sig kom-
inn skammt frá
ströndum Indlands-
hafs. Honum var komið
í hendur skógarvarða á
dýraverndunarsvæði
nálægt Mombasa þar
sem honum var gefið
nafnið Owen.
Ekki leið á löngu þar til að
risaskjaldbakan Mzee, sem á
svahílí þýðir „gamall maður“,
tók að gefa sig að flóðhestinum
og síðan þá hafa þeir félagarnir
verið óaðskiljanlegir þrátt fyrir
um hundrað ára aldursmun.
Skógarvörður sagði í
samtali við BBC að skepn-
urnar eyddu öllum
stundum saman, í svefni
og vöku. „Flóðhesturinn
eltir skjaldbökuna um
allt og sleikir hana í
framan.“ Ef þessi 300
kílógramma snáði held-
ur áfram að braggast
verða vinirnir til sýnis í
einhvern tíma áður en
Owen verður komið í fé-
lagsskap annars flóðhests,
Cleo að nafni.
Vinátta dýra þvert á teg-
undir er langt í frá óþekkt á
þessum slóðum. Árið 2002
tók ljónynja í Keníu hóp ungra
antílópa að sér en algengara er
að slík klaufdýr endi í gini ljón-
anna en í faðmi þeirra.
- shg
14
VEGABRÉF
Vegabréf fyrir fullorðinn Íslending kostar
5.100 krónur. Börn, eldri borgarar og ör-
yrkjar greiða 1.900 krónur. Vegabréf barna
gilda í fimm ár, fullorðinna tvöfalt lengur.
HVAÐ KOSTAR ÞAÐ?
Verkalýðshreyfinguna og Impregilo
hefur greint harkalega á að undan-
förnu. Gunnlaugur Ástgeirsson segir, að
þarna séu Íslendingar í fyrsta sinn að
komast í kast við stórt, alþjóðlegt fyrir-
tæki, sem kæri sig kollótt um aðstæður
á Íslandi, þær hefðir og reglur sem hér
séu í gildi.
„Þegar rifjuð er upp sú umræða sem
átti sér stað þegar verið var að semja
við þetta fyrirtæki, þá voru þar uppi
ýmis varnaðarorð um að það hefði ekki
gott orð á sér, rökstudd með ýmsu sem
Landsvirkjun, sem samdi við þá, mætti
vel hafa vitað. Menn hljóta að spyrja
sig, þegar fyrirtæki býður lægst í verk,
hvort það reynist á endanum vera
lægsta boð, þegar allt kemur til alls. Í
þessu tilviki virðist Impregilo ekki geta
staðið við þá samninga sem það gerði
á þeim forsendum sem menn héldu að
þeir væru að ganga út frá. Ábyrgð
Landsvirkjunar er auðvitað mjög mikil í
þessu máli.“
Gunnlaugur sagði óhjákvæmilegt fyrir
íslensku verkalýðshreyfinguna að
standa mjög fast á því að þau réttindi
sem hér væru við lýði, bæði sem hluti
af íslenskri menningu og „vinnukúltúr“
væru virt. Þar mætti ekkert gefa eftir.
GUNNLAUGUR ÁSTGEIRSSON
Ábyrgð Lands-
virkjunar mikil
ÁREKSTRAR VERKALÝÐS-
HREYFINGAR OG IMPREGILO
SJÓNARHÓLL
Bygging stálpípuverksmiðju í Helguvík á
Reykjanesi hefur verið í burðarliðnum
síðan árið 2002 en dregist verulega. í maí
í fyrra sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ, að hann vonaðist til þess
að málin væru farin að skýrast í júní.
Strandar á opnum samningum
„Forsvarsmenn stálpípuverksmiðjunnar
segjast vera í fullum gangi við fjármögnun
verkefnisins og það er ástæða til að trúa
því en þetta hefur dregist töluvert og við
erum svo sem ekkert að bíða eftir þessu
verkefni sérstaklega,“ segir Árni. Hann seg-
ist telja að fjármögnunin hafi strandað á
því að forsvarsmenn verksmiðjunnar hafa
ekki lagt fram sölusamninga, eins og gildir
á til dæmis álmarkaði heldur viljað hafa
samninga opna sem hafi gert að verkum
að fjármögnunarfyrirtæki hafi haldið að
sér höndum. „Ég þykist vita að þetta hafi
verið stærsta hindrunin í fjármögnun.“
Önnur verkefni
Árni segir að önnur verkefni séu í fullum
undirbúningi í Reykjanesbæ. Búið sé að
malbika og leggja vegi í Helguvík og
undirbúa svæðið fyrir ýmiskonar iðn-
svæði. Þá sjái hann fram á aukningu í
flugstarfsemi og flugþjónustu og bærinn
vilji taka þátt í því meðal annars í tengsl-
um við ferðaþjónustu.
Árni segist finna fyrir auknum áhuga sjáv-
arútvegsfyrirtækja á að skoða tengingar
við flugvöllinn og nokkur fyrirtæki séu að
festast betur í sessi en áður. „Hér er líka
allt á fullu við Reykjanesvirkjun sem verð-
ur í landi Reykjanesbæjar og kominn í
gagnið árið 2006. Ég veit að það eru
einnig önnur iðnfyrirtæki í undirbúningi.“
Einbeitum okkur að öðrum verkefnum
EFTIRMÁL: STÁLPÍPUVERKSMIÐJA Í HELGUVÍK
12. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
Mannlífið örvað
með íslensku móti
Sigrún Sumarliðadóttir, 24 ára nemi í arkitektúr, hannaði samkomumiðstöð í miðborg Rotterdam og sigraði
fyrir vikið í hollenskri verðlaunasamkeppni. Hún telur þó ólíklegt að byggingin verði reist í raun og veru.
„Byggingin er mjög fjölbreytileg.
Þar er bæði kaffihús og bar og á
efri hæðinni er veitingahús. Hægt
yrði að ganga í gegnum þetta á
daginn og þetta er mjög opið fyrir
alla,“ segir Sigrún Sumarliðadótt-
ir, 24 ára gamall arktitektúrnemi
við Technische Universiteit í
Delft í Hollandi. Hún gerði sér
lítið fyrir á dögunum og sigraði í
þarlendri verðlaunasamkeppni,
Café Cultur Prijs 2004. Þetta er í
þriðja sinn sem menningarsam-
tökin Felix Meritis halda keppn-
ina og tóku um 200 arkitektúr-
nemar og nýútskrifaðir arkitektar
þátt.
Markmið keppendanna var að
hanna samkomumiðstöð sem
örvað gæti mannlíf í miðborg
Rotterdam. „Það er svolítil óreiða
þarna í miðbænum og ekkert vel
skipulagt. Ég notaði því umhverf-
ið, þessi neðanjarðargöng, lestar-
kerfið og alla þessa óreiðu sem
þar er í kring og leysti hana með
þessari miðstöð“ segir Sigrún.
Dómnefndin komst svo að orði í
umsögn sinni að hönnun Sigrúnar
væri raunhæf en frumleg og byði
upp á raunverulega útfærslu.
Sjálf býst Sigrún síður við að hug-
myndin komist nokkurn tímann af
teikniborðinu. „Maður veit samt
aldrei,“ segir hún.
Sigrún býr í Rotterdam og
þekkir því svæðið vel . „Þetta þró-
aðist smám saman, ég leit á um-
hverfið og reyndi að meta hvað
mig langar sjálfri að hafa þarna
þegar ég fer út að skemmta mér
og svoleiðis.“ Síðan hugmyndin
kviknaði tók um sex vikur að
koma henni fullunninni á blað.
Í verðlaun fékk Sigrún tvö þús-
und evrur, um 160.000 krónur.
Vægi þess að geta sett slíka veg-
semd í ferilskrána verður hins
vegar ekki metið til fjár. „Ég held
að þegar maður fer að sækja um
vinnu eða skóla þá er þetta nátt-
úrlega mjög gott,“ segir Sigrún
sem hyggur á framhaldsnám í
arkitektúr næsta vetur, þá helst í
Lundúnum. Ekki er svo loku fyrir
það skotið að hún muni starfa
hérlendis í framtíðinni.
sveinng@frettabladid.is
SIGRÚN SUMARLIÐADÓTTIR
Sigrún er hrifin af Þingholtunum í Reykja-
vík en auk þess er Hnitbjörg, hús Einars
Jónssonar á Skólavörðuholti í sérstöku
uppáhaldi hjá henni.
VERÐLAUNA-
TILLAGAN
Flóðhestur og skjaldbaka:
Víkja ekki hvort frá öðru