Fréttablaðið - 12.01.2005, Page 21

Fréttablaðið - 12.01.2005, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 12. janúar 2005 Innritun fyrir vorönn 7. - 17. janúar á www.fa.is Fjarnám allt árið - þitt nám þegar þér hentar Skólameistari Sund er íþrótt fyrir alla aldurshópa – er bæði hóp- og einstaklingsíþrótt, styrkir sál og líkama, er góð leið til sjálfsaga og er síðast en ekki síst góður félagsskapur. Sunddeild Ármanns Sund fyrir byrjendur Sundnámskeið fyrir byrjendur 5 – 10 ára hefjast í Árbæjaskóla og Sundhöll Reykjavíkur. Upplýsingar eru gefnar upp í síma 847-2359 (Þórunn) Hægt er að skrá sig á thorunng@internet.is og fribbi@simnet.is Allar almennar upplýsingar eru á http://www.armenningar.is/sund Alfanámskeið hafa rutt sér til rúms innan kirkju og félaga- samtaka á síðustu árum. „Námskeiðin eru fyrir almenning og fjalla um ýmis grundvallar- atriði í kristindómnum. Þar er áhersla lögð á afslappað og þægi- legt andrúmsloft og eðlilegt málfar en guðfræðileg hugtök eru lögð til hliðar,“ segir Ragnar Snær Karls- son hjá KFUM og K þegar hann er spurður um hvað Alfanámskeið snúist en eitt slíkt hefst 17. janúar kl. 19 í húsakynnum KFUM og K við Holtaveg. Ragnar segir hvert kvöld byggjast upp á fyrirlestri en ávallt sé samt byrjað á að borða saman og spjalla. „Máltíðin hefur samfélagslegt gildi. Fólk kynnist þar og talar saman um daginn og veginn. Svo er fyrirlestur í 40 mín- útur og síðan kemur fólk saman í hópum til frjálsra umræðna. Þar er enginn knúinn til að tjá sig en menn mega varpa fram spurning- um og hugmyndum hvort sem er út frá fyrirlestrinum, kristindómnum eða almennum siðferðilegum hugs- unum. Ragnar segir námskeiðin mjög ódýr og telur þau nýtast öllum hvort sem þeir hafi mikla eða litla þekkingu á viðfangsefninu fyrir. Þau standa í 10 kvöld og eru einu sinni í viku. Eftir 5. til 6. skipti er farið í Vindáshlíð eina helgi og þar er talað um ýmislegt sem er ofar hversdagslegum hlutum. ■ Alfanámskeiðin hjá KFUM og K eru annars vegar fyrir 20 ára og eldri og hins vegar fyrir 16 til 20 ára. Þessi mynd var tekin á unglinganámskeiði. Gildi lífsins rædd í afslöppuðu andrúmslofti Tónlistarskóli Þorsteins Gauta Grensásvegi 5 Píanónám. Einkatímar eða hóptímar. Óskum eftir að ráða píanókennara og gítarkennara sem geta kennt í einkatímum og/eða hóptímum. Uppl. í símum 5516751 og 6916980 pianoskolinn@pianoskolinn.is Full ökuréttindi og vinnuvélaréttindi eru hagnýt fjárfesting fyrir marga. „Meiraprófið skapar mörgum atvinnu,“ segir Svavar Svavars- son hjá Nýja ökuskólanum og er bjartsýnn á nýja árið. Hann segir ávallt mikla aðsókn að skólanum, meðal annars svokölluðum meiraprófsnám- skeiðum en þau þarf að taka til að aka leigubíl og vörubíl svo dæmi sé tekið. „Flestir þeirra sem sækja um aukin ökuréttindi eru ekki með fram- haldsskólapróf en þeir eru líka til sem eru í háskólanámi og vinna fyrir sér á sumrin á vöru- bílum eða fólksflutningabílum. Þeir sem tóku bílpróf eftir 1992 eru með svo lítil ökuréttindi. Þeir mega til dæmis ekki aka amerískum pallbílum. Við sem tókum prófið fyrir þann tíma megum hins vegar keyra bíl með fimm smálesta burðar- getu þó bíllinn sjálfur sé 100 tonn.“ Að sögn Svavars kosta full ökuréttindi um 148 þúsund krónur. Hann segir öll ökupróf hafa hækkað um þúsund krónur í fyrradag og hafi það komið flatt upp á prófdómara og ökukennara. „Skýringin sem við fáum er sú að þetta sé gjald vegna Umferðarstofu,“ segir hann. Meiraprófið skapar mörgum atvinnu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.