Fréttablaðið - 12.01.2005, Page 22
Áhersla lögð á sjálfstyrkingu
Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir
opnar í Hafnarfirði fyrstu
Rope Yoga-stöðina á Íslandi
þar sem námskeiðin eru sér-
sniðin að þörfum einstakl-
inga.
„Í boði verða námskeið sem eru
5 vikna löng en fólk getur hagað
tíma sínum eins og það vill. Það
velur einfaldlega hversu oft það
vill vera í viku og á hvaða tím-
um það vill mæta og borgar svo
námskeiðsgjaldið samkvæmt
því, „ segir Guðbjörg Ósk eig-
andi nýja Rope Yoga-stúdíósins
og eini kennari þess. „Markmið
mitt er að leigja öðrum Rope
Yoga-kennurum aðstöðu hérna
þannig að fólk geta valið á milli
ólíkra tíma,“ segir Guðbjörg og
tekur fram að hver kennari sé
með mismunandi áherslur.
„Ég legg mikla áherslu á
sjálfstyrkingu og andlegan þátt
Rope Yoga í mínum tímum en
sjálf hef ég sótt mér fróðleik á
námskeið á þeim sviðum,“ segir
Guðbjörg Ósk sem mun gefa
nemendum sínum kost á að
spjalla við hana eftir hvern tíma
ef einhverjar spurningar vakna,
eða til að dýpka skilning þeirra
á Rope Yoga. Auk þess býður
Guðbjörg upp á aðstöðu í stöð-
inni þar sem fólk getur sest nið-
ur og gluggað í bækur og blöð
sem tengjast andlegum efnum.
„Ég mun einnig bjóða fólki
einkatíma og geta jafnvel hópar
keypt sérnámskeið sem er sér-
sniðið að þeirra þörfum,“ segir
Guðbjörg sem jafnframt ætlar
að bjóða upp á lokað 8 vikna
námskeið þar sem farið er sé-
staklega í kenningar Rope Yoga
og þau 7 þrep sem fólk getur
farið í gegnum. Rope Yoga-
stöðin hóf starfsemi sína um síð-
ustu helgi að Bæjarhrauni 22 og
hægt er að nálgast frekari upp-
lýsingar í síma 555 3536 eða 695
0089. ■
Með Fréttablaðinu
alla fimmtudaga
Vi› segjum fréttir
Einföld, mjúk og áhrifarík meðferð sem farið
hefur sigurför um Evrópu. Virkar vel á hverskonar
vandamál. Kennt á Íslandi 21. nóv - 24. nóv 2003
á AKUREYRI. Íslenskt námsefni og íslenskur kennari.
Námskeið í
Bowen Tækni
Upplýsingar og skráning:
Margeir s. 897-7469 og 421-4569
jmsig@simnet.is
www.thebowentechnique.com
Einföld, mjúk og áhrifarík meðferð
sem farið hefur sigurför um Evrópu.
Virkar vel á hverskonar vandamál.
Kennt í Reykjavík 25.-28. feb. 2005
Íslenskt námsefni og íslenskur kennari.
Uppl. og skráning • símar 421 4569 og 897 7469 • Margeir
www.bowentaekni.com • jmsig@simnet.is
HNETUOFNÆMI getur verið alvarlegt og er því nauðsynlegt að ganga úr skugga um
að engar hnetur séu í matnum ef von er á gesti með slíkt ofnæmi. Sumar súkkulaði-
tegundir geta innihaldið hnetur þó svo það sé hreint og því mikilvægt að lesa alltaf
innihaldslýsingar. Áhöld sem hnetur hafa snert má ekki heldur nota við matargerðina.[ ]
„Ég mun einnig bjóða fólki einkatíma og geta jafnvel hópar keypt sérnámskeið sem er sérsniðið að þeirra þörfum,“ segir
Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R