Fréttablaðið - 12.01.2005, Side 33

Fréttablaðið - 12.01.2005, Side 33
Við áramót doka menn gjarna við og líta um öxl jafnframt því að horfa til framtíðar. Hvernig er staðan í efna- hagsmálunum hjá okkur almennt? Við erum stödd í miðri uppsveiflu í efnahagslífinu og það veltur mjög á hagstjórn hvort það tekst að hafa stjórn á þessari miklu uppsveiflu eða hvort við förum yfir strikið og brot- lendum við hinn endann á uppsveifl- unni. Hagvöxtur á nýliðnu ári er áætlaður um 50%. Slíkur vöxtur er nokkuð umfram framleiðslugetu þjóðarbús- ins sem sést best á því að verðbólga fór vaxandi í fyrra, og fór úr 2% í yfir 3% á sama tíma og viðskiptahalli jókst úr 5% í 6Ω% af landsfram- leiðslu. Þessar tölur fyrir árið 2004 eru byggðar á spá Seðlabankans. Á þessu ári spáir Seðlabankinn að sama þróun haldi áfram. Spáð er hagvexti töluvert umfram fram- leiðslugetu þjóðarbúsins, eða 6%. Þetta þýðir að það ójafnvægi sem þegar er í þjóðarbúinu mun aukast enn meira á þessu ári. Sést það ekki síst í því að spáð er viðskiptahalla upp á yfir 10% af landsframleiðslu og búist er við 3Ω% verðbólgu. Hvernig er rétt að bregðast við þessari stöðu? Seðlabankinn leggur sitt af mörkum til að draga úr þensl- unni með því að hækka stýrivexti og hækkaði þá nýverið um 1% í 8,25%. Ríkisstjórnin ákvað hins vegar að í stað þess að vinna gegn þenslunni skyldi hún gera sitt til að bæta á þensluna með því að lækka tekju- skatta. Í fjárlögum ársins 2005 eru reyndar áform um aðhald í ríkisfjár- málum, en eftir er að sjá hverjar efndir verða á þessum áformum. Ljóst er að á einhverjum tímapunkti þarf að leiðrétta það ójafnvægi sem hefur verið að myndast í þjóðarbú- skapnum og aukast mun á þessu ári. Eftir síðustu uppsveiflu leiðréttist ójafnvægið í þjóðarbúinu að mestu með því að gengið veiktist mjög hratt í byrjun árs 2001. Því fylgdi verð- bólguskot og dró hratt úr innflutn- ingi. Leiðréttingin varð tiltölulega sársaukalaus í það sinnið og gekk fljótt yfir. Ekki er ljóst hvenær eða hvernig leiðrétting myndi eiga sér stað eftir þessa uppsveiflu. Hvað þá að það sé vitað hversu sársaukafull sú leiðrétting verður. Á þessari stundu verðum við að vona það besta. Að hagstjórnaraðilar, ríkis- stjórn og Seðlabanki, geri sitt besta til að tryggja að leiðréttingin gangi vel fyrir sig og við verðum ekki fyrir kollsteypu þegar núverandi upp- sveiflu lýkur. ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR Í upphafi árs 21MIÐVIKUDAGUR 12. janúar 2005 Átt þú ungling sem þarf … ... að vera einbeittari í námi?... að geta staðið sig vel í vinnu?... að vera jákvæðari? ... að eiga auðveldara með að eignast vini?... að vera sáttari við sjálfan sig? Dale Carnegie þjálfun fyrir ung linga Næsta kynslóð er þjálfun sem er ætluð öllum unglingum sem hafa áhuga á að ná langt í lí finu. Fjóla Dögg Blo msterberg 17 á ra www.naestakyn slod.is næsta kynslóð Kynningarfund ir: Miðvikudag 12 . jan. (18-22 ára ) Mánudag 17. ja n. (18-22 ára) Þriðjudag 18. ja n. (14-17 ára, æ skilegt að fore ldrar mæti með ) kl.20.00 í Þrótta raheimilinu í La ugardal (við hl iðina á gervigr asinu) Kíktu á www .naest akyns lod.is og sjá ðu hv að þáttta kendu r höfð u að s egja u m þjá lfunin a. Það er margt ó metanlegt sem ég hef fengið út úr námskeið inu. Getu til að koma fram og tala, meira sjálf straust og tæk ni til að komas t áfram í lífinu. É g setti mér til d æmis markmið í skólanum og hækkaði eink unnirnar mínar . Svona námske ið ættu allir að fara á, sem hafa áhuga á a ð lifa góðu lífi. Hafðu samban d við skrifstofu Dale Carnegie í síma 555 708 0 eða 661 0998 o g fáðu nánari upplýsingar um Næstu kynsló ð. KRISTJÁN AÐALSTEINSSON FRAM- KVÆMDASTJÓRI NÝJA FÉLAGSINS Áður var hann framkvæmdastjóri Harbour Grace CS á Nýfundnalandi og þar áður sölu- og markaðsstjóri Útgerðarfélags Akureyringa og framkvæmdastjóri Sæplasts á Dalvík. Norræn samvinna VIÐSKIPTI Sæplast á Dalvík og dönsku fyrirtækin Neptun Plast og Atlantic Trawl Floats hafa ákveðið að sameina framleiðslu sína á trollkúlum í eitt fyrirtæki. Fyrirtækin þrjú eiga jafnan hlut í nýja félaginu en það heitir Atl- antic Floats og er skráð á Íslandi. Ástæður sameiningarinnar má rekja til mikillar hækkunar á hrá- efnismörkuðum á síðasta ári og óviðunandi afkomu í framleiðslu trollkúla hjá öllum fyrirtækj- unum þremur. - kk Samskip opna í Úkraínu Ný þjónustuskrifstofa Samskipa tók til starfa í Úkraínu um áramót- in og heyrir rekstur hennar undir dótturfyrirtæki félagsins í Þýska- landi. Úkraínuskrifstofan er staðsett í höfuðborginni Kiev og er henni ætlað að sinna ört vaxandi starf- semi félagsins á þessu markaðs- svæði, sérstaklega ýmiss konar stórflutningum frá höfnum í Vestur- og Norður-Evrópu til Úkraínu og hafna við Kaspíahaf og Svartahaf, að sögn Haralds Dönselmanns, framkvæmdastjóra Samskipa í Þýskalandi. Einnig skapist fjölmörg ný viðskiptatækifæri með tilkomu Úkraínuskrifstofunnar því mikill uppgangur sé í landinu, sem sjá- ist best á því að verg landsfram- leiðsla jókst um 9,4% árið 2003 og áætlaður vöxtur í fyrra var 12,4%. ■ Á þessari stundu verðum við að vona það besta. Að hagstjórnaraðilar, ríkisstjórn og Seðlabanki, geri sitt besta til að tryggja að leiðréttingin gangi vel fyrir sig og við verðum ekki fyrir kollsteypu þegar núverandi uppsveiflu lýkur. Ný höfn í Hollandi Skip Atlantsskipa munu gera Vlissingen í Hollandi að áfanga- stað frá og með 15. janúar nk. Í frétt frá félaginu segir að ástæður breytinganna séu þær að í Vlissingen fái félagið betri þjón- ustu við skipakost, siglingaleið sé skemmri og afgreiðslutími við losun og lestun sé styttri. Þá segir félagið að nýja höfnin bjóði upp á betri tengingu við flutningaleiðir inn á meginland Evrópu en áður hafi staðið viðskiptavinum til boða. - þk

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.