Fréttablaðið - 12.01.2005, Side 34
Síðasta aftaka á Íslandi fór fram
við Þrístapa í Vatnsdalshólum í
Húnavatnssýslu 12. janúar 1830.
Þá voru tekin af lífi Agnes Magn-
úsdóttir vinnukona á Illugastöð-
um og Friðrik Sigurðsson frá
Katadal. Þau höfðu verið dæmd
til dauða fyrir morð á tveimur
mönnum aðfaranótt 14. mars
1828, Natans Ketilssonar bónda á
Illugastöðum og Péturs Jónsson-
ar frá Geitaskarði. Sá sem beitti
öxinni var bróðir Natans, Guð-
mundur. Næsta aftaka á undan
var 1790 en Bjarni og Steinunn
frá Sjöundá, sem dæmd voru fyr-
ir morð, voru ekki tekin af lífi á
Íslandi. Bjarni var tekinn af í
Noregi en Steinunn dó áður en til
aftöku kæmi í hegningarhúsinu í
Reykjavík. Hún var urðuð utan-
garðs á Skólavörðuholti og hét
þar Steinkudys. Hún mun hafa
verið skammt þar frá sem nú er
listasafn Einars Jónssonar, Hnit-
björg, en grjótið var tekið og nýtt
snemma á 20. öld og bein Stein-
unnar hlutu leg í kirkjugarði.
Friðrik Sigurðsson kom að Ill-
ugastöðum að kvöldi 13. mars
1828 og fékk tvær vinnukonur á
bænum, Agnesi og Sigríði Guð-
mundsdóttur, til að leyna sér úti
í fjósi þangað til karlmennirnir
væru sofnaðir, Natan og Pétur
Jónsson, sem var næturgestur.
Þá fóru Friðrik og Agnes inn í
baðstofu og drap Friðrik þá Nat-
an og Pétur með hnífi. Ekki kem-
ur fram í samtímafrásögnum að
Sigríður hafi tekið þátt í morð-
inu, en hún hirti það sem fémætt
var í baðstofunni, áður en Frið-
rik og Agnes kveiktu í henni.
Frásögn Agnesar og Sigríðar af
brunanum var ekki trúað og
komst glæpurinn upp. Málið
gekk sinn gang í héraðsdómi,
Landsyfirrétti í Reykjavík og
Hæstarétti í Kaupmannahöfn og
voru þau Agnes, Friðrik og Sig-
ríður öll dæmd til dauða. Kon-
ungur náðaði Sigríði en Agnes
og Friðrik voru hálshöggvin.
Þorgeir Þorgeirson skrifaði
skáldsögu, Yfirvaldið, um at-
burðinn. Kvikmyndin Agnes
sem Egill Eðvarðsson leikstýrði
(1996) er byggð á sömu atburð-
um en þar er vikið mjög frá stað-
reyndum. Fjórum árum eftir af-
tökuna í Vatnsdalshólum var síð-
asti Íslendingurinn tekinn af lífi
í Kaupmannahöfn. Það var Sig-
urður Gottsveinsson, einn
Kambránsmanna. Hann var
dæmdur til ævilangrar vistar í
fangelsi í Kaupmannahöfn. Þar
réðst hann á fangavörð með
hnífi og var líflátinn fyrir.
Eftir 1830 mun tugur Íslend-
inga hafa verið dæmdur til dauða
í Hæstarétti Dana. Konungur
mildaði refsingu allra svo að eng-
inn var tekinn af lífi samkvæmt
dómi. Dauðarefsing var síðar af-
numin í tveimur áföngum. Árið
1869 voru sett ný hegningarlög, í
aðalatriðum eins og ný dönsk lög,
og var þá felld úr lögum dauða-
refsing fyrir dulsmál og blóð-
skömm. Seinasti dauðadómurinn
á Íslandi var kveðinn upp í upp-
hafi 20. aldar yfir konu sem drap
bróður sinn á eitri í Dúkskoti í
Reykjavík. Hún var seinna náðuð.
Með breytingum á hegningarlög-
um árið 1928 var dauðarefsing af-
numin..
Ekki er vitað hve margir menn
voru líflátnir á Íslandi á fyrri öld-
um en talið er að þeir hafi verið
um eða innan við tvö hundruð.
Flestir voru drepnir á Þingvöllum
og þar eru örnefni sem vitna um
þetta: Drekkingarhylur, Brennu-
gjá og Gálgaklettar. Víða um land
eru líka örnefni sem benda til vá-
legrar sögu: Gálgaklettar eru á
Álftanesi og sögur fara af drekk-
ingum sekra í hyljum í Elliðaán-
um. ■
22 12. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
JACK LONDON (1876-1916)
fæddist þennan dag.
Síðasta aftakan á Íslandi
AGNES OG FRIÐRIK: HÁLSHÖGGVIN Í VATNSDALSHÓLUM
“Ég vil heldur vera aska en ryk.“
Þetta rættist. Hann var logandi umdeildur alla tíð og er enn.
timamot@frettabladid.is
AFMÆLI
Bent Scheving Thorsteinsson hagfræð-
ingur er 83 ára í dag.
Kristján Benediktsson, fyrrverandi
borgarfulltrúi, er 82 ára
Jón Rúnar Ragnarsson akstursíþrótta-
maður er sextugur í dag.
Heimir Ólafsson
pípulagningameist-
ari er fimmtugur í
dag.
Ingi Bogi Bogason cand. mag. er fimm-
tugur í dag.
Elísabet Þorgeirsdóttir rithöfundur er
fimmtug í dag.
Hlynur Halldórsson, tréskurðarmeistari
í Miðhúsum, er 55 ára.
Dorrit Moussaieff, hús-
móðir á Bessastöðum,
er 55 ára.
JARÐARFARIR
13.00 Eiríkur Bjarnason verður jarð-
sunginn frá Kópavogskirkju.
13.00 Þórður Jónsson, Norðurbrún 1,
verður jarðsunginn frá Grafar-
vogskirkju.
13.30 Ólafur Kristjánsson (Óli frá
Hraungerði), Bakkahlíð 39, Akur-
eyri, verður jarðsunginn frá Akur-
eyrarkirkju.
ANDLÁT
Jóhann Ásmundsson safnstjóri, Hnjóti,
Örlygshöfn, lést 31. desember.
Elinborg Sigurðardóttir frá Ísafirði, Unn-
arbraut 4, Seltjarnarnesi, lést föstudag-
inn 7. janúar.
Jóhann Magnússon bifreiðaskoðunar-
maður, Móholti 12, Ísafirði, lést föstu-
daginn 7. janúar.
Soffía Guðlaug Ásgrímsdóttir Kuczek,
Southampton, New Jersey, lést föstu-
daginn 7. janúar.
Auðun Auðunsson skipstjóri, Valhúsa-
braut 31, Seltjarnarnesi, andaðist laugar-
daginn 8. janúar.
Vilhjálmur Óskarsson frá Reiðholti, Lýt-
ingsstaðahreppi, andaðist laugardaginn
8. janúar.
Ólöf Björnsdóttir Garðvangi, Garði,
áður Hringbraut 76, Keflavík, lést laugar-
daginn 8. janúar.
Inga Jónasína Pálmadóttir, Vestursíðu
2a, Akureyri, lést laugardaginn 8. janúar.
HNITBJÖRG Á SKÓLAVÖRÐUHOLTI Var Steinkudys hér?
Þennan dag 1943 tókst Rauða hernum
loks að rjúfa umsátur Þjóðverja um
Leníngrad, sem staðið hafði órofið í
eitt og hálft ár. Þjóðverjar ákváðu fljót-
lega eftir að þeir réðust inn í Sovétríkin
að stefna til Leningrad, sem áður hét
St. Pétursborg og var höfuðborg Rúss-
lands. Þeir náðu ekki að hertaka borg-
ina en settust um hana og hugðust
jafna þetta djásn Péturs mikla við jörðu
og afhenda landið bandamönnum sín-
um Finnum, sem sóttu að borginni úr
norðri. Finnar létu sér hins vegar nægja
að leggja undir sig að nýju þau lönd í
Karelíu sem Rússar tóku af þeim í vetr-
arstríðinu. Með umsátri Þjóðverja var
allt samband íbúa Leníngrad við aðra
hluta Rússlands rofið. Íbúarnir liðu
mikinn skort og veturinn 1942 er talið
að 650.000 manns hafi látið lífið úr
hungri og farsóttum eða farist í linnu-
lausum loftárásum nasista á borgina.
Fjöldi barna og gamalmenna, um ein
milljón manns að talið er, var fluttur á
brott, með sleðum sem tókst að koma
yfir ísilagt Ladogavatnið eða stöku
pramma sem tókst að komast sömu
leið að sumarlagi. Dálítið af matvælum
barst um vatnið inn í borgina þar sem
tvær milljónir manna þraukuðu. Það
var þó ekki fyrr en 27. janúar 1944 sem
herjum Sovétmanna tóks loks að
hrekja Þjóðverja burt frá borginni og
rjúfa eitt mannskæðasta umsátur sög-
unnar. Leníngrad heitir nú aftur sínu
fornfræga nafni, St. Pétursborg. LENÍNGRAD 1942
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1268 Gissur Þorvaldsson jarl
deyr, um 60 ára gam-
all.Hann var einn voldug-
asti höfðingi 13. aldar á
Íslandi.
1583 Hollendingar taka upp
gregoríanska tímatalið.
1940 Einar Benediktsson skáld
deyr, 75 ára gamall.
1953 Níu læknar af gyðingaætt-
um handteknir í Moskvu
sakaðir um samsæri.
1970 Bíafrastríðinu lýkur með
uppgjöf Bíafra fyrir Níger-
íu.
1989 Idi Amin, fyrrverandi ein-
ræðisherra Úganda, rek-
inn frá Zaír.
1993 Samningurinn um aðild
Íslands að Evrópska efna-
hagssvæðinu samþykktur
á Alþingi.
1995 Réttarhöld hefjast yfir
ruðningshetjunni OJ
Simpson.
Umsátrið um Leníngrad rofið
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is
MOSAIK
af legsteinum
gegn staðgreiðslu
í janúar og febrúar
Sendum myndalista
15% afsláttur
Magnús Eiríksson
vörubílstjóri,
Elskaður faðir minn, afi okkar, langafi, bróðir og frændi,
lést að Hjúkrunarheimilinu Hverahlíð í Hveragerði
sunnudaginn 2. janúar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðný Edda Kristinsdóttir og aðrir ástvinir.
Ástkær móðir okkar, tengadamóðir, amma
og langamma
Sigríður Sæmundsdóttir
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 1. janúar 2005. Hún verður
jarðsungin frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 15. janúar kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Einar Karlsson, Birgir Thomsen Karlsson og Karl Þór Karlsson.
Óli Jóhannes Ragnarsson
frá Skálum á Langanesi, til heimilis að Gyðufelli 12,
Reykjavík,
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
andaðist á gjörgæsludeild Landspítala Háskólasjúkrahúss Fossvogi
6. janúar 2005. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudag-
inn 13. janúar kl. 13.
Reynir Ö. Ólason, Jóhanna Stígsdóttir,
Þórunn R. Óladóttir, Ernst Berndsen,
Anna G. Óladóttir, Gústaf A. Ólafsson,
Hörður H. Ólason, Hafdís Y. Ólason,
Laufey Óladóttir, Sigurjón Gunnarsson,
Hólmfríður Óladóttir, Randver Elísson,
Helgi S. Ólason, Guðrún R. Valgeirsdóttir,
Sölvi S. Ólason, Margrét Pálsdóttir,
Linda B. Óladóttir, Bryan Baker
og fjölskyldur þeirra.