Fréttablaðið - 12.01.2005, Page 46

Fréttablaðið - 12.01.2005, Page 46
34 12. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Kvikmyndin Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson gengur nú frítt manna á milli á vefsvæðinu PirateBay.org. Á vefsvæðinu er hægt að nálgast svokallaðar sjó- ræningjaútgáfur, eða ólöglegar út- gáfur, af hinum ýmsu kvikmynd- um, þar á meðal Korpen flyger eða Hrafninn flýgur. „Mig óraði ekki fyrir því að myndin væri þetta eftirsóknar- verð. Það segir mér bara að ein- hver vill horfa á myndina og það er ánægjulegt að einhver hafi áhuga á henni,“ segir Hrafn. Notendur vefsvæðisins Pira- teBay.org eru mishrifnir af kvik- myndinni. Á spjallsvæði notenda segjast sumir hafa leitað lengi að myndinni og að hún sé „költ“ á meðan aðrir segjast ekki skilja hvernig fólk geti hrifist af henni; leikurinn, tónlistin, kvikmyndatak- an og fleira séu arfaslök. „Ég er skíthræddur að kvali- tetið og formið á myndinni fari til spillis í sjóræningjaútgáfunni. Það fer meðal annars úr köntunum á henni. Þetta er eins og með boot- leg-tökur af lögum, þú færð aldrei sömu gæðin,“ segir Hrafn. „Mynd- in virðist klassísk að því leyti að hún er alltaf að skjóta upp kollin- um á furðulegustu stöðum.“ Hrafn vinnur nú sjálfur að út- gáfu myndarinnar á DVD-disk fyrir alþjóðlegan markað. Á ensku ber myndin nafnið When the Raven Flies. „Ég ætla að semja um að hún komi út á sem flestum tungumálum. Ég er búinn að semja um að hún komi út með spænsku, ensku og frönsku tali, allt eftir vali áhorfenda, auk þess sem hægt verður að kalla fram texta á kín- versku, sænsku, þýsku og ara- bísku. Það er skemmtilegast þegar myndin er döbbuð (talsett). Hún var döbbuð á þýsku á sínum tíma en ég finn þá útgáfu því miður ekki.“ Á DVD-diskinum, sem er vænt- anlegur um páska, verður einnig að finna ýtarefni, þar á meðal upp- runalegu tónlistina og viðtöl við leikara um gerð myndarinnar. Hrafn óttast ekki samkeppnina við sjóræningjamarkaðinn: „Ég býst við að þeir sem tryggi sér sjó- ræningjaútgáfuna muni einnig fá sér DVD-diskinn þegar hann kem- ur út.“ kristjan@frettabladid.is Bandaríski leikarinn og uppistands- grínarinn Jamie Kennedy kemur við sögu í Ópinu í Sjónvarpinu í kvöld. Þóra Tómasdóttir tók á móti Kennedy daginn áður en hann flaug heim eftir vel heppnaða Íslands- heimsókn og leysti hann út með göf sem hitti heldur betur í mark hjá kappanum. „Við gáfum honum innrammað- an dóm sem sýningin hans á Broad- way fékk í Morgunblaðinu en dóm- urinn var vægast sagt neikvæður,“ segir Þóra sem hafði jafnframt látið snara því allra harkalegasta úr um- sögninni yfir á ensku svo það færi ekkert fyrir ofan garð og neðan hjá Kennedy hvað gagnrýnandanum fannst um sýninguna. „Honum fannst þetta mjög fyndið og fullyrti að hann myndi hengja hann upp á vegg heima hjá sér í Los Angeles.“ Ísleifur Þórhallsson, sem flutti Kennedy til landsins, var ekki jafn hress með Moggadóminn og hyggst svara honum á prenti, ekki síst þar sem upplifun gagnrýnandans virðist alveg á skjön við meirihluta áhorfenda sem hlóu dátt að Íslands- gríni Kennedys. Ísleifur staðfestir þó að Kennedy hafi þótt þetta uppá- tæki svo sniðugt að hann hafi ekki skilið rammann við sig og hafi haft hann undir hendinni þegar hann fór um borð í flugvélina sem flutti hann heim til Bandaríkjanna. ■ Jamie hló að vondum dómi JAMIE KENNEDY Hafði gaman af því að láta sjá sig í þættinum Óp og fannst það vel við hæfi þegar honum var sagt hvað nafn þáttarins þýðir á ensku, ekki síst þar sem hann vakti á sínum tíma athygli fyrir leik sinn í Scream hryllingsmyndunum þannig að tengingar hans við óp og öskur eru sterkar. HRAFNINN FLÝGUR Helgi Skúlason í hlutverki sínu í myndinni Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson. Myndin er væntanleg um páska og verður þá talsett á spænsku, ensku og frönsku. Sigurður Kári Krist- jánsson alþingismaður. Ég er fyrst og fremst þeirrar skoðunar að ágóðinn eigi að fara í að greiða upp skuldir ríkis- sjóðs. Ég tel það vera mikilvægt til þess að tryggja að hér munum við búa áfram við gott efnahagslíf og hagsæld. Með því er búið í haginn fyrir enn frekari skatta- lækkanir á fólk og fyrir- tæki. Einnig tel ég skynsamlegt að leggja hluta upphæðarinnar til hliðar til að mæta auknum líf- eyrisskuldbindingum ríkisins vegna nýrra kjara- samninga. Vegna þess að kauphækkanir á opin- bera markaðinum auka lífeyrisskuldbindingar ríkis- ins og þeim verður að mæta með einhverjum hætti. Einnig er ég opinn fyrir því að hluti af ágóð- anum renni til brýnna og sérstakra verkefna sem gætu reynst landsmönnum vel. Katrín júlíusdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar. Það er nú svo margt sem þarf að gera og margar stofnanir sem þurfa peninga. Mér líst vel á það sem Kristján Möller lagði til um að peningarnir færu í sjúkrahúsin. Einnig myndi ég vilja sjá hluta fara í menntakerfið og þá framhalds- og háskólastigið. Það er staður sem þarf virkilega á peningum að halda og við stöndum nágrannaþjóðum langt að baki í framlagi til há- skólakerfisins. Ég gæti reyndar sett upp langan óskalista. Hjálmar Árnason, þingflokksmaður Framsóknarflokksins Svar mitt er mjög stutt. Í fyrsta lagi þarf að sjá hvert verðið verður. Í annan stað óttast ég ekki að skortur sé á samfélags- legum verkefnum sem hægt væri að verja fénu til. Gott væri að ljúka upp- byggingu dreifikerfisins, velferðarkerfið almennt gæti vel notað peninga. Auk þess þarf að styrkja stoðir ríkissjóðs. Það er sko alls enginn skortur á verkefnum. HVAÐ Á AÐ GERA VIÐ ÁGÓÐANN AF SÖLU LANDSSÍMANS? … fá sex nemendur við Viðskipta- háskólann á Bifröst sem hafa reiknað það út að hagkvæmara sé að notast við loftfar í stað Herjólfs til að ferja fólk og frakt yfir til Vestmannaeyja. HRÓSIÐ – hefur þú séð DV í dag? Flytur til Indlands með málsókn á bakinu Ásta í Eskimó Með Fréttablaðinu alla fimmtudaga Lárétt: 1 forlög, 5 húsdýr, 6 skóli, 7 í röð, 8 stúlka, 9 nöldur, 10 komast, 12 duft, 13 ending, 15 við- skeyti, 16 plat, 18 blaut. Lóðrétt: 1 innritun, 2 vel, 3 píla, 4 öryggi, 6 lista- maður, 8 þvaður, 11 stúlkunafn, 14 traust, 17 tveir eins Lausn. Lárétt: 1sköp,5kýr, 6mr,7rs,8mey, 9nagg,10 ná12sag,13ist,15si,16narr, 18úrug. Lóðrétt: 1 skráning,2kýs,3ör, 4trygging, 6me- gas,8mas,11ása,14trú,17rr. HRAFNINN FLÝGUR Á NOKKRUM TUNGUMÁLUM: Á þýsku Flugt des Rabens Á dönsku Ravnen flyver Á spænsku Ojo por ojo Á frönsku Vol du Corbeau Á norsku Ravnen flyr HRAFN GUNNLAUGSSON: VINNUR AÐ ALÞJÓÐLEGRI ÚTGÁFU DVD-DISKS Hrafninn flýgur í sjóræningjaútgáfu 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Guðjón Ólafur Jónsson. Tæpt kíló. The Filth eftir Grant Morrison og Chris Weston.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.