Fréttablaðið - 14.01.2005, Side 1

Fréttablaðið - 14.01.2005, Side 1
SÍÐA 28 ● gæti endað í hryllingsmynd Auðunn Blöndal: ▲ SÍÐA 42 Hitti Eli Roth um áramótin MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR SAMSTARF Í SMEKKLEYSU Perculator, samstarfsverkefni þeirra Sig- tryggs Baldurssonar, Gísla Galdurs, Davíðs Þórs Jónssonar og Helga Svavars Helga- sonar, ætlar að spila í Smekkleysu Plötu- búð klukkan 17 í dag. DAGURINN Í DAG 14. janúar 2005 – 12. tölublað – 5. árgangur FRAMKVÆMDIR RASKAST EKKI Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um að Fjarðaál verði að gangast undir umhverfis- mat kemur forstjóra fyrirtækisins á óvart. Náttúruverndarsinnar segja dóminn stað- festa að umhverfisráðherra hafi farið offari við afgreiðslu málsins. Sjá síðu 2 KOSTNAÐARAUKI ÞAR SEM SÍST SKYLDI Húshitunarkostnaður eykst til muna á svæðum þar sem kynt hefur verið með rafmagni, eftir gildistöku nýrra raf- orkulaga um áramót. Þá óttast fiskeldisfyrir- tæki að kostnaður stóraukist. Sveitarfélög sem ekki njóta jarðhita sjá fram á stórauk- inn kostnað. Sjá síðu 4 IMPREGILO ÆTLAR AÐ SANNA SITT MÁL Forystumenn Impregilo útskýrðu sín sjónarmið á fundi með félagsmálaráð- herra í gær. Þeir telja sig fara fullkomlega eftir Virkjanasamningnum og ætla að leggja sann- anir sínar fyrir ráðherra. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 38 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 28 Sjónvarp 40 Sigurveig Káradóttir: ▲ Í miðju blaðsins Gaman að elda fyrir aðra ● matur ● tilboð Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 DAGAR EFTIR AF JANÚARTILBOÐI TOYOTA 18 Corolla Sedan, 1,4 l Tilboðsverð 1.709.000 kr. Me›allestur dagblaða Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004 MorgunblaðiðFréttablaðið 69% 49% VEÐRIÐ Í DAG ALLHVASST FYRIR AUSTAN Víða rigning eða skúrir síst þó á Norðausturlandi. Hiti 2-7 stig í dag. Sjá síðu 4 Á FER Ð O G FLU G I tónlist fólk tíska matur trend heilsa leikhús SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 14 . ja n – 20 . ja n Kristín Ólafs » skoðar heiminn Kona sem skoðar heiminn Kristín Ólafs: ▲ Fylgir Fréttablaðinu í dag ● dr. gillian ● skautar Hefur trú á sér og liðinu ● hvergi smeykur fyrir hm í túnis ▲ Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari: DÓMSMÁL Maður sem er þekktur af líkamsmeiðingum og hótun- um gengur nú laus vegna mis- taka lögreglu. Í janúar í fyrra var manninum gert að sæta nálgunarbanni og honum bannað að koma í námunda við heimili fólks sem hann hafði sýnt ógn- andi tilburði. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til klukkan tólf þann 3. janúar vegna brota á nálgunarbanninu. Embætti lög- reglunnar í Reykjavík fór fram á það að morgni þess dags að gæsluvarðhaldið yrði framlengt og var lögreglunni á Selfossi falið að sækja manninn á Litla- Hraun og færa hann fyrir hér- aðsdóm í Reykjavík. Hún tafðist hins vegar vegna færðar og fangaverðir á Litla-Hrauni höfðu ekki aðra úrkosti en að láta manninn lausan á hádegi þrátt fyrir að lögreglan væri ekki komin á staðinn. Skömmu síðar handtók lögreglan mann- inn þar sem hann var á gangi skammt frá Litla-Hrauni og færði hann fyrir héraðsdóm um klukkan hálf tvö þar sem hann var úrskurðaður í áframhald- andi gæsluvarðhald. Maðurinn kærði þessa niðurstöðu til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald hafi verið kynnt manninum eftir að eldri gæsluvarðhaldsúr- skurður var útrunninn. Því var málinu vísað frá dómi og maður- inn látinn laus. Egill Stephensen, saksóknari hjá lögreglustjóranum í Reykja- vík, segir að áhersla verði lögð á að flýta málinu eins og mögu- legt sé þar sem maðurinn gangi laus þangað til að dómur gengur í málinu. Egill vonast til þess að það verði tekið fyrir í héraðs- dómi í dag. Hann telur þetta mál sýna vel fram á hversu óheppi- legt það sé að hafa gæsluvarð- haldsfangelsi austur á Litla- Hrauni. Ljóst er að maðurinn sem gengur nú laus er hættulegur og lögreglan taldi að það væri ein- dreginn ásetningur mannsins að skaða ákveðinn mann og jafnvel myrða hann. Til vitnis um geð- veilu mannsins eru tvö bréf sem hann sendi lögreglunni þar sem koma fram bollaleggingar um alvarlegan glæp. Í bréfunum segir meðal annars: „í hjarta mínu ber ég svo mikla reiði í garð ákveðins manns, að ég færi létt með að fremja glæp sem ylli því að ég fengi 16 ára fangelsis- dóm ... ég hef líf þessa manns í hendi mér.“ – ghg Klór áfram í Kópavogi Um þrír mánuðir eru eftir af klórframleiðslu Mjallar-Friggjar sem er nú án starfsleyfis. Heil- brigðiseftirlit Kópavogs taldi framleiðslu lokið. ATHAFNASVÆÐI MJALLAR-FRIGGJAR Mjöll-Frigg hefur framleitt klór frá árinu 1974. Fyrirtækið flutti úr Reykjavík í Kópavog í haust. Fram hefur komið að sleppi klórgas út í andrúmsloftið geti þurft að rýma íbúa- byggð á allt að 2,7 kílómetra svæði í kringum fyrirtækið. Lítil hætta sé talin á að gat geti komið á kútana innan fyrirtækisins. Hættan sé mest við flutning á þeim. Gengur laus fyrir mistök Hættulegur maður gengur laus því lögregla var of sein að færa manninn fyrir héraðsdóm. Annar maður er talinn vera í hættu vegna þessa. Verðbólga við þolmörk: Kjarasamn- ingum ógnað EFNAHAGSMÁL Verðbólgan síðustu tólf mánuði hefur ekki verið hærri síðan í júlí 2002. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0.08 milli desember og janúar, en búist var við lækkun. „Þetta er háalvarlegt,“ segir Ólafur Darri Andrason hagfræð- ingur ASÍ og telur yfirgnæfandi líkur á að forsendur kjarasamn- inga bresti. Verðbólgan nú er á þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans sem ber nú að skrifa ríkisstjórninni bréf og benda á ástæður verðbólg- unnar og leiðir til úrbóta. Ólafur Darri segir sérkennilegt að opin- berir aðilar hækki gjaldskrár sínar við núverandi kringumstæður. - hh / sjá síðu 26 KLÓRGAS Nægilegt klórgas er til framleiðslu klórs næstu tvo til þrjá mánuðina í húsi Mjallar- Friggjar að Vesturvör í Kópavogi. Eigandinn greindi frá því á fundi bæjarráðs í gær. Hansína Björgvinsdóttir, bæj- arstjóri Kópavogs, segir umhugs- unarvert að Heilbrigðiseftir- lit Hafnarfjarðar- og Kópavogs- svæðis hafi talið að búið væri að vinna úr klórgasbirgðum Mjallar- Friggjar. Umhverfisráðuneytið hefur óskað eftir því að Umhverfis- stofnun skoði málið vegna mis- vísandi upplýsinga sem borist hafi frá heilbrigðiseftirlitinu. Davíð Egilsson, forstjóri Um- hverfisstofnunar, segir stofnun- ina hafa vitað af málinu og kynni sér málavöxtu þess. Hansína segir upplýsingarnar um áframhaldandi framleiðslu klórs ekki breyta ákvörðun bæjar- yfirvalda um að fyrirtækið fái að klára klórgasbirgðirnar. Of áhættusamt sé að flytja þær burt af svæðinu. Á fundi bæjarráðs felldi meiri- hlutinn tillögu samfylkingar- mannsins Flosa Eiríkssonar um að framleiðslan yrði stöðvuð og leitað yrði annarrar lóðar og ör- uggari fyrir fyrirtækið. Hansína segir meirihlutann ekki hafa viljað vekja falskar vonir eiganda Mjallar-Friggjar. Fyrirtækið geti haldið annarri framleiðslu en klórs áfram á lóðinni. - gag EGILL STEPHENSEN Saksóknari hjá lögreglustjóranum í Reykjavík segir málið sýna hve óheppilegt það er að hafa gæsluvarðhald á Litla-Hrauni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.