Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 4
4 14. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Landsvirkjun: 218 milljóna tap af fjarskiptum FJARSKIPTI Í bréfi sem Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkj- unar, sendi Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra fyrir viku kemur fram að Landsvirkj- un hefur tapað tæpum 218 millj- ónum á fjarskiptarekstri frá því Landsvirkjun fór að fjárfesta í slíkum fyrirtækjum. Mestu skiptir fjárfesting Landsvirkjunar í Stiklu hf, sem sameinað var tetrahluta Línu. Nets undir nafninu Tetra Ísland. Á árunum 2000 og 2001 lagði Landsvirkjun til hlutafé upp á 65 milljónir í Stiklu hf. Við stofnun Tetra Ísland var hlutafé aukið í 138 milljónir. Þetta hlutafé upp á 203 milljónir hefur nú verið af- skrifað. Eftir stendur 50 milljóna hlutur í Tetra Ísland sem greitt var á árinu 2004 við endurskipu- lagningu fyrirtækisins. Í maí í fyrra afskrifaði Orku- veita Reykjavíkur fjárfestingu sína í Tetra Ísland og nam tap Orkuveitunnar alls 428,2 milljón- um króna. Árið 2001 voru allar fjar- skiptaeignir Landsvirkjunar fluttar í sérstakt fyrirtæki, Fjarska ehf. Í upphafi var hluta- fé 250 milljónir. Samsafnað tap af rekstrinum eru tæpar 15 millj- ónir. - ss Tvöfalt morð: Myrti ófríska konu sína NOREGUR Norskur karlmaður hef- ur verið handtekinn fyrir morðið á ófrískri eiginkonu sinni og ófæddu barni sem hún hafði borið undir belti í nær níu mánuði. Maðurinn gaf sig sjálfur fram við lögregluna í Stafangri og til- kynnti um verknaðinn, að því er fram kemur á vef blaðsins Aften- posten. Þar segir að konan hafi fundist helsærð í íbúð þeirra skömmu síðar. Hún var flutt á Háskólasjúkrahúsið í Stafangri en starfsfólki þess tókst hvorki að bjarga lífi hennar né barnsins. Maðurinn verður ákærður fyrir tvöfalt morð. ■ ■ FLÓÐBYLGJAN BÖRN Í VÍGASVEITIR Uppreisnar- menn Tamíl-tígra hafa fengið börn sem misstu foreldra sína í flóð- bylgjunni til liðs við sig til að berj- ast gegn stjórnvöldum á Srí Lanka. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest dæmi um þrjú börn, ellefu, tólf og fimmtán ára, sem hafa gengið til liðs við þá og óttast að fleiri hafi verið þvinguð í víga- sveitir Tamíl-tígranna. FERÐALÖG HEFJAST Á NÝ Norræn- ar ferðaskrifstofur ætla að hefja ferðir til Phuket í Taílandi aftur snemma í næsta mánuði. Flogið verður með fyrstu farþegana 8. febrúar. Yfirvöld í Taílandi kepp- ast við að hreinsa til eftir flóð- bylgjuna og hvetja ferðamenn til að snúa fljótt aftur. BÍÐA MEÐ BROTTREKSTRA Hollenska útlendingaeftirlitið til- kynnti í gær að það myndi bíða með það fram í mars að vísa úr landi ríkisborgurum frá löndunum sem urðu fyrir barðinu á flóð- bylgjunni. Undanfarin ár hafa Hollendingar vísað þúsundum hælisleitenda frá ár hvert. ALÞJÓÐLEGT VIÐBRAGÐSKERFI Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði að ríki heims þyrftu að koma upp viðvörunar- kerfi á heimsvísu sem gæti varað við hættu á flóðbylgjum og öðrum náttúruhamförum. SÖFNUN MEÐAL FANGA Fangar í tékknesku fangelsi söfnuðu fé til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum í Asíu og Afríku. 41 fangi í fang- elsinu Bohunice í Brno gaf sam- tals 28 þúsund krónur, hver og einn frá tvennum mánaðarlaunum sem hægt er að vinna sér inn í fangelsinu upp í sexföld mánaðar- laun. Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 TILBOÐ Humar 1.290,- Marlinsteikur 1.990,- Ath: Opið laugardag frá 10.00 - 14.30 KAUP Gengisvísitala krónunnar 113,31 +0,14% Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 62,57 62,87 118,05 118,63 82,71 83,17 11,11 11,18 10,09 10,15 9,14 9,19 0,61 0,61 95,71 96,29 SALA GENGI GJALDMIÐLA 13.01.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands HÚSHITUN Kostnaður vegna hús- hitunar með rafmagni gæti aukist um 30 þúsund krónur á ári í þéttbýli og upp undir 40 þúsund krónur í dreifbýli eftir gildis- töku nýrra raforkulaga, að mati Tryggva Þórs Haraldssonar, f o r s t j ó r a RARIK. Þá telja fiskeldisstöðvar að aukinn raf- magnskostnaður geti numið tug- um prósenta. Elvar Árni Lund, sveitar- stjóri í Öxar- fjarðarhreppi , segist hafa þungar áhyggjur af því hvaða áhrif breytt rekstrarskilyrði Silfurstjörnunnar geti haft á sveit- arfélagið. „Þetta er stór vinnustað- ur og snertir okkur mikið,“ sagði hann. Þá telur Guðný Hrund Karls- dóttir, sveitarstjóri í Raufarhöfn, að ný raforkulög kunni að setja verulegt strik í rekstur sveitarfé- laga þar sem ekki sé hitaveita. „Mér sýnist hægt að búast við um 25 prósenta hækkun á rafmagns- kostnaði þar sem engrar niður- greiðslu nýtur,“ sagði hún en áréttaði að enn væri verið að skoða málið og útreikningar ekki endanlegir. „Þessir rekstrarörð- ugleikar virðast hins vegar engan endi ætla að taka,“ segir hún. Elvar Árni segir áhrif nýju raf- orkulaganna hafa verið rædd á fundi með þingmönnum kjördæm- isins í haust, en þá hafi hækkunin verið fyrirséð, sem og áhrif á af- komu fiskeldisins. „En það hefur ekkert svar borist frá þeim enn þá,“ sagði hann og taldi kostnaðar- auka vegna nýrra raforkulaga koma niður þar sem síst skyldi, á svæðum sem ekki hefðu notið þess að vera með hitaveitu. „En svo felast vonandi í þessu tækifæri líka,“ bætti hann við og sagði vonir standa til að virkja mætti lághita- svæði í sveitinni með sömu tækni og beitt hafi verið hjá Orkuveitu Húsavíkur. „Þannig gætum við selt rafmagn inn á Landsnetið.“ Forstjóri RARIK segir aukn- ingu húshitunarkostnaðar ráðast af því að ekki megi lengur færa á milli kostnað eftir notkun raf- magnsins og gefa þannig afslátt til húshitunar. „Ríkið hefur hins vegar greitt niður rafhitun og eru til þess um 900 milljónir á fjárlög- um,“ segir Tryggvi, en Orkustofn- un hefur umsjón með greiðslun- um. „Hækkunin er nokkuð mikil, en á móti kemur lækkun hjá al- mennum notendum og atvinnulíf- inu,“ sagði hann og benti á að stjórnvöld gætu einnig ákveðið auknar niðurgreiðslur og jafnað þannig kostnað. „En það er nokkuð sem við ráðum ekki við.“ olikr@frettabladid.is Kostnaðarauki þar sem síst skyldi Húshitunarkostnaður eykst til muna á svæðum þar sem kynt hefur verið með rafmagni eftir gildistöku nýrra raforkulaga um áramót. Þá óttast fiskeldisfyrirtæki að kostnaður stóraukist. Sveitarfélög sem ekki njóta jarðhita sjá fram á stóraukinn kostnað. HLUTI SVEITARFÉLAGA SEM EKKI BÚA VIÐ HITAVEITU: Kjósarhreppur Borgarfjarðarsveit Grundarfjarðarbær Snæfellsbær Skagafjörður (utan þéttbýlis) Blönduós Ólafsfjörður (utan þéttbýlis) Dalvíkurbyggð (utan þéttbýlis) Eyjafjarðarsveit (innan Hrafnagils) Skútustaðahreppur (utan þéttbýlis) Þingeyjarsveit (utan þéttbýlis við Lauga) Raufarhafnarhreppur Þórshafnarhreppur Seyðisfjörður Fjarðabyggð Reyðarfjörður Vopnafjarðarhreppur Fljótsdalshreppur Borgarfjarðarhreppur Mjóafjarðarhreppur Fáskrúðsfjarðarhreppur Breiðdalshreppur Djúpavogshreppur Austurbyggð Fljótsdalshérað (utan Egilsstaða) Hornafjörður Vestmannaeyjar Árborg (utan þéttbýlis) Mýrdalshreppur Rangárþing Gaulverjabæjarhreppur Sveitarfélagið Ölfus Bláskógabyggð Ísafjörður Bolungarvík Súðavík Suðureyri Flateyri Þingeyri Bíldudalur Patreksfjörður Árneshreppur GUÐNÝ HRUND KARLSDÓTTIR RAUFARHÖFN Orkustofnun heldur utan um niðurgreiðslur vegna rafhitunar íbúðarhúsnæðis, en hægt er að sækja um þær á svæðum þar sem ekki er hitaveita. Bróðurpartur rafhitunar húsnæðis er hjá RARIK og Orkubúi Vestfjarða. FRIÐRIK SOPHUSSON Forstjóri Landsvirkjunar segir tap fyrirtækisins vegna fjárfestingar í Tetra Ísland vera 203 milljónir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.