Fréttablaðið - 14.01.2005, Page 23

Fréttablaðið - 14.01.2005, Page 23
Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 14. jan., 14. dagur ársins 2005. Reykjavík 10.56 13.37 16.18 Akureyri 11.02 13.22 15.42 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Sigurveig Káradóttir, einn eigenda Litla ljóta andarungans, er mikill matgæðingur sem finnst skemmtilegra að elda ofan í aðra en sjálfa sig. „Ég hugsa stundum um konurnar sem voru með kostgangara í gamla daga og gæti vel trúað að það hafi verið gam- an. Ég er ekki mikið að halda eiginleg matarboð en ég bý miðsvæðis og fæ oft óvænta gesti og svo hringi ég stundum í fólk þegar ég er búin að elda til að athuga hvort það vill ekki kíkja,“ segir hún hlæjandi. Sigurveigu þykir fiskur góður og eldar hann oft í viku handa. „Mér finnst þorskur miklu betri en ýsa og er ofsalega hrifin af rauðsprettu og smá- lúðu. Ég fer ekki eftir uppskriftum nú- orðið heldur prófa mig áfram, oft með skemmtilegum og óvæntum árangri.“ Sigurveig segist gjarnan borða kjöt þó fiskurinn verði oftar fyrir valinu. „Aðalatriðið er að hráefnið sé gott. Góður fiskur er betri en vont kjöt og öfugt,“ segir hún og hlær. Sigurveig gefur okkur uppskrift að þorskrétti sem hún segir að sé alveg kjörinn eftir alla kjötneysluna um há- tíðarnar. ■ Sigurveig Káradóttir hefur gaman af að elda og finnst það því skemmtilegra sem hún verður djarfari í matseldinni. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is KRÍLIN Það var svo fallegur regnbogapollur undir bílnum hans pabba en hann var ekkert glaður! Nýtt og gómsætt edik BLS. 4 ][ FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR Góður fiskur betri en vont kjöt – og öfugt Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 86 stk. Keypt & selt 26 stk. Þjónusta 33 stk. Heilsa 9 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 11 stk. Tómstundir & ferðir 4 stk. Húsnæði 18 stk. Atvinna 19 stk. Tilkynningar 7 stk. Heimilislegar vörur eins og bútasaumsbækur, jóla- útsaumur og bómull- ardress eru á janú- artilboði verslunar- innar Dizu í Ing- ólfsstræti 6. Dressin, sem samanstanda af jakka og buxum, eru meðal annars til í stórum stærð- um og nemur af- sláttur af þeim 35 prósentum frá upphaf- legu verði þannig að þau eru nú á innan við 5.000 krónur. Parkett, innihurðir og flísar á gólf og veggi fást nú með verulegum afslætti í versluninni Egill Árnason hf. sem er til húsa að Ármúla 8 í Reykjavík. Flísarnar eru seldar með 20-70% afslætti en náttúrusteinn og granít með 20-30% afslætti. Tilboð er líka á völdum vörum í hreinlætis- og blöndunar- tækjadeild og má sem dæmi nefna 60 cm vegghandlaug sem nú fæst á 3.700 krónur. Útsölur hjá Toppskónum á Suður- landsbraut 54, (bláu húsunum) eru jafnan vinsælar og mikill handagangur í öskjunni. Því er ekki úr vegi að benda á að ein slík hófst í gær og á henni eru skór af öllum stærðum og gerðum. Rita í Bæjarlind í Kópavogi og Eddufelli í Reykjavík er með útsölu og þar er hægt að gera reyfarakaup á kvenfatnaði. Kápur fást til dæmis á 6.900, úlpur á 5.900 og samkvæm- isbuxur sem áður kostuðu 11.900 eru nú á 5.900. Bolir, peysur og kjólar eru á útsöluslám og meðal þess sem í boði er eru fallegir jakkar utan yfir kjóla. Heimilistæki eru á góðu verði hjá Ormsson bæði í Lágmúla og Smára- lind þar sem svokallaðir sparidagar standa yfir til 20. janúar. Blásarar og blandarar, brauðristar og kaffivélar, leikjatölvur og leirvörur. Allt fæst á lækkuðum prís og pottar og pönnur af Tefal-gerð seljast nú á 25% afslætti. LIGGUR Í LOFTINU í tilboðum tilbod@frettabladid.is Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is Þorskur Sigurveigar 1 kg þorskflök 2-3 súraldin (lime), safinn kreistur og notaður 5-6 stór hvítlauksrif, kramin 4-5 msk. rifin engiferrót 1-2 rauð chilli, fræhreinsuð og mjög smátt skorin 2-3 msk. fiskisósa 3-4 tsk. sítrónugras (lemon grass paste) 3-5 tsk. grænt karrímauk (green curry paste) lítil dós af kókosmjólk 3 msk. taílensk sojasósa smjör og olía til að steikja upp úr hveiti til að velta fiskinum upp úr 4-5 stk. kaffi súraldinlauf (fást þurrkuð, má sleppa ef finnst ekki) Aðferð Fiskurinn skorinn í um það bil handarþykk stykki. Öllu öðru en hveiti og smjöri blandað saman. Fiskurinn settur út í löginn og látinn liggja í að minnsta kosti hálftíma. Ágætt að sjóða hrísgrjón á meðan. Ekki er verra að hafa brún hrísgrjón með þá passar að setja þau yfir strax og fiskurinn er kominn í löginn. Passa að fljóti yfir fiskinn þannig að hann marinerist allur. Síðan er hann tekinn upp úr og velt upp úr hveiti. Gott að leyfa sem mestu kryddi að vera á honum undir hveitihjúpnum. Smjör og olía sett á pönnu fiskurinn steiktur á báðum hliðum þar til kemur smá skorpa á hann. Þá er hitinn lækk- aður og leginum hellt yfir. Látið malla þangað til fiskurinn er tilbúinn. SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.