Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 1
Sandersnnl lyftarinn kominn HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATLJNI 6 - SÍMI (91)19460 Aætlunarstaöir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 Skautaiþróttin hefur löngum átt miklum vinsældum aö fagna hér á landi, og á Melavcllinum og á Tjörninni hefur veriö ákjósanlegt skautasvell i marga daga á þessum vetri. Sjónvarpsþula I eltinga- leik á Melavelli gætum við kallað þessa mynd, en hún sýnir Sigur- borgu Kagnarsdóttur sjónvarpsþul i spennandi eltingaleik viö krakka á knattspyrnu- og skautavellinum, sem kenndur er viö Mel- ana. Þegar völlurinn er isi lagöur, er oft mikil kátina á honum, — og ungir sem aldnir leita þangað i vetrarbúningi meö skauta á fótum sér. Timamynd: Gunnar Hvað gera þau í tómstundunum? / Dr. Jakob DAG Benediktsson Tilraunir hafnar í Hveragerði: NELUKUR OG RÓSIR TIL ÚT- FLUTNINGS ? Heimilisdýrin okkar — Heimilisdýrin okkar OFT hefur verið minnzt á vanda þeirra barna og unglinga, sem alast upp í bæjum og hafa lítil sem engin kynni af dýralífi og óspilltri náttúru. Þetta hafa margir for- eldrar reynt að bæta börnum sínum upp með því að hafa á heimilinu einhver dýr, svo sem hunda, ketti, hamstra, skjaldbökur, fiska og fleira. En umgengni við dýr er aldrei vandalaus, þótt flestir finni í henni ánægju og lífsfyllingu. Timinn mun á næst- unni birta greinar um heimilisdýr ýmiss kon- ar, svo og um meðferð þeirra og umönnun. Það er von okkar, að lesendur blaðsins — og þá ekki sízt unga kyn- slóðin — kunni vel að meta þessa nýbreytni. Og fátt þroskar betur skapgerð unglinga en vinsamleg og skynsam- leg umgengni við skepnur. Það uppeldi svíkur engan. | DAG Skjaldbökur J o Nýr greinaflokkur í Tímanum gébé Reykjavík — Frumraunsóknir standa nú yfir i Hveragerði á rækt- un blóma i stórum stil og könnun á rekstri ylræktarvers með þvi aö jarðvarma frá gufuborholum, þar sem samtimis væri framleidd raf- orka. Það er Rannsóknaráð rikisins, sem að mestu leyti stendur að rannsóknum þessum. — Það var árið 1970, að Rann- sóknaráð rikisins efndi til hug- myndaráðstefnu um nýtingu jarðhita, sagði Grétar Unnsteins- son, skólastjóri Garðyrkjuskóla rikisins, i viðtali við Timánn. Til- gangurinn var að fá fram hug- myndir um, hvernig nota mætti jarðhita á ýmsan hátt, m.a. til yl- ræktar i stórum stll. Ahugavert þótti að kanna kosti jarðvarma i rekstri ylræktarvers, með þvi að nýta jarðvarma frá gufuborhol- um, þar sem samtimis væri framleidd raforka. Afgangsvarm inn yrði svo notaður til hitunar gróðurhúsanna og gervilýsingar þeirra yfir vetrarmánuðina, og þar með lengja vaxtartima, og e.t.v. auka vaxtarhraða þeirra plantna, sem ræktaðar yrðu. Með fullkominni stjórn á vaxtarskilyrðum, með aðstoð ódýrs varma og raforku, mætti væntanlega tryggja sliku veri góða samkeppnisaðstöðu á heimsmarkaði. Fyrst og fremst er höfð i huga nýting jarðhita til ræktunar i yl- ræktarveri, með útflutning i huga, og einnig að stuðla að upp- lýsingaöflun, sem kæmi ylrækt almennt til góða. Tilraunastarfsemi var sett á fót i Hveragerði, og starfshópur á vegum Rannsóknaráðs ríkisins kannaði betur hagkvæmni yl- ræktarvers. Þessi hópur skilaði skýrslu i ársbyrjun 1974 um frum- könnun á hagkvæmni ylræktar- vers og tilhögun framhaldsathug- ana eins og frá var sagt i Timan- um þá. Þar var m.a. lögð áherzla á að kanna betur hagkvæmni gervilýsingar (lýsa gróðurhúsin upp með raforku), sem koma á i stað sólarljóssins yfir vetrarmán- uðina. Það sem setur allri ylrækt skorður hér á landi, er birtuleysið yfir vetrarmánuðina,eða frá þvi i október fram i marz. Takmörkuð birta gerir það að verkum, að sáralitill eða enginn vöxtur á sér stað hjá plöntunum. Frumkönnunin gaf jákvæðari niðurstöður en menn höfðu þorað að vona. Upphitunarkostnaður getur verið margfalt lægri hér heldur en erlendis, þar sem upp- hitun fer fram með oliu. Könnun- in leiddi i ljós, að kostnaður I il- ræktarveri hér á landi yrði um þrjátiu kr. á fermetra, en annars staðar á Norðurlöndum er hann t.d. átta til niu hundruð kr. á fer- metra. Tölur þessar eru miðaðar við skvrsluna frá þvi i ársbyrjun 1974. 1 framhaldi af niðurstöðum starfshópsins fól Rannsóknaráð Framhald á bls. 23.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.