Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 36

Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 36
36 TiMINN Sunnudagur 23. febrúar 1975 90 þús. verkefni frá um- ferðar- skólanum Ungir veg farendur Um þessar mundir er 7. starfs- ár umferðarskólans Ungir Veg- farendur að hefjast. Umferðar- skólinn er bréfaskóli fyrir börn undir skólaskyldualdri, eða á aldrinum 3ja—6 ára. Tilgangur með starfi umferðar- skólans er að kynna foreldrum þau vandamál, sem barnið á við að striða í nútima umferð, og að- stoða þá við kennslu barna sinna i undirstöðureglum umferðarinn- ar, og leggja þar með grundvöll- inn að betri hegðun þeirra sem vegfarendur. A fjögurra ára timabili, sem börnin eru i umferðarskólanum, fá þau send 25 verkefni. Verkefn- in eiga börnin að vinna með að- stoð foreldra eða einhverra ann- arra fullorðinna. Lögð er áherzla Á það, að verkefnunum sé haldið saman þessi 4 ár og séu tekin fram öðru hverju til þess að rifja efni þeirra upp. Kostnaður við skólann er greiddur sameiginlega af þeim 45 sveitarfélögum, sem aðild eiga að skólanum, og Umferðarráði. Samtals eru 17.122 börn á skrá skólans þetta starfsár, og eru út- send verkefni um 90 þúsund. Um siðustu áramót kom út i Noregi bók, er ber nafnið BARN, TRAFIKK OG TRAFIKKOP- LÆRING eftir Per Schioldborg. Bókin er gefin lit af sálfræðistofn- un háskólans i Osló. í bókinni er greint frá ýtarlegum rannsókn- um, sem gerðar voru á eftirtöld- um þremur atriðum varðandi börn i umferð: Hæfni barna i um- ferð, hegðun barna i umferð og slysahættu barna i umferð. í rannsóknunum var gerður sam- anburður á börnum á forskóla- aldri, sem höfðu hlotið umferðar- fræðslu i „Barnets Trafikklubb" i Noregi og þeim, sem ekki höfðu hlotið þá fræðslu. Rannsóknirnar leiddu m.a. i ljós, að stiilkur, sem voru nemendur i umferðarskól- anum, voru hæfari en þær, sem ekki voru i skólanum. Aftur á móti var Htill munur hjá drengj- um. Hvað hegðun barna i umferð snerti, þá var ekki mikill munur hvort um var að ræða börn i skól- anum eða utan hans, þegar þau voru mörg saman á ferð. Aftur á un'iii, þegar börn voru ein á ferð, þá var hegðun þeirra, sem voru nemendur I skólanum, 45% ná- kvæmari en þeirra, sem voru ut- an hans. Þegar rannsökuð var slysahætta barna, var gerð könn- un á slysum, sem börn fædd 1966 og 1967 höfðu orðið fyrir árið 1972. Kom þá i ljós, að ef tekið var mið af öllu landinu, var slysahætta barna, sem voru nemendur i um- ferðarskólanum, 20% minni en þeirra, sem voru utan hans. Sams konar niðurstöður fyrir Oslóborg sýndu, að 40% minni hætta var hjá þeim börnum, sem voru i skólanum, en þeim, sem voru ut- an hans, Þá kom einnig i ljós að á landsmælikvarða var slysa- hætta meðal stúlkna 40% minni, ef þær voru i umferðarskólanum, og drengja 10%. 1 Osló voru sams konar niðurstöður 25% og 50%. Þá var gerð könnun meðal foreldra barnanna. Niðurstöður þeirrar könnunar voru i aöalatriðum á þá leið, að foreldrar barna, sem voru nemendur I umferðarskól- anum, voru sér meira meðvitandi um stöðu barnsins i umferð, og i viðhorfi sinu til umferðarskólans voru 89% á þeirri skoðun, að með þeirri umferðarfræðslu, sem börnin fengu i skólanum, væru þau vökulli I umferðinni, sýndu meiri varúð og væru meira um- ferðarlega sinnuð. SVALU yman Young ^Verb að koma honum^fl í rúmið. Hann er niðþungur, og án efa mjög sterkur. 'en hann er veikur núna, i þyrfti að komast til læknis fljótlega annars verður það OUT FOR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.