Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 23. febrúar 1975 „ÞARFUR FÉNAÐUR í PERU- AAANNA- LANDI" A þessari mynd eru alpakkadýr. Efri myndin er af bugaröinum, þar sem tilraunastarfsemin fer fram, en á neöri myndinni sést, hvernig bööun þeirra er framkvæmd. ARIÐ 1848 voru uppi þær raddir hér á landi, hvort ekki væri reyn- andi að flytja hingað alpakkadýr. Birtist um þetta grein I Reykja- vikurpóstinum, og var skírskotað til þess, að dýr þessi væru hinn þarfasti fénaður i „Perúmanna- íandi", og hefðu jafnvel Færey- ingar látið sér til hugar koma að fá nokkur dýr tii reynslu, ef unnt væri. Varla þarf að taka fram, að þessi innflutningur var aldrei reyndur. í greininni i Reykjavikurpóst- inum var sagt, að alpakkadýrið, sem heitið gæti villigeit á is- lenzku, væri „ein tegund af dýra- kyni því, sem heitir lama" Væri það „á lengd frá bóghnútu aftur á rófuenda fjögurra feta og sex þumlunga", og fullvaxið gæfi það af sex til átta pund ullar á ári, og væri sú ull mjög verðmæt. „Al- svarta ullin er hin bezta", seg- ir þar, „en hina, sem er jarpleit eða mórauð, verður að lita". Hefðu Perúmenn þetta dýr til klyfjaburðar, er það væri orðið þrevett, og „sumir hafa það fyrir reiðskjóta". Blaðið taldi ekki ólfklegt, að dýrin gætu þrifizt hérlendis eink- um á Norðurlandi, ,,af þvi veður- átt er þar oft hrein og vætulitið". Þetta voru þeir að bollaleggja árið 1848, þegar alda frelsishug- sjónanna reis hæst í Norðurálfu og hásæti kónga og keisara rið- uðu. Og þó að mikið vatn hafi sið- an runníð til sjávar, eru lamadýr- in enn i Andesfjöllum, og enn fæst hin ágæta ull af alpakkadýrunum og er mikilvæg útflutningsvara i Perii. Allra bezt er þó ullin af víkunadýrum, sem eru eitt af- brigði eða kynþáttur lamadýr- anna, þvi að hún er mýkri og fimm sinnum dýrari en jafnvel kasmirull. En síðan 1968 hefur vikúnadýr- um fækkað svo geypilega, að stofn, sem þá taldist fjögur hundruð þúsund dýr, er nú hrap- aður niður i tiu þúsund dýr vegna ofboðslegrar og tillitslausrar veiöi. Bretar og Bandarikjamenn hafa sem sé boðið fimmtiu sinn- um hærra verð fyrir vfkúnaull en sauðaull. Heimkynni hinna tömdu lama- dýrin og alpakkadýra, sem eru náskyld, er á trjávana og hrjóstrugri. hásl. i Bóliviu norð- anverðri og Perú sunnanverðu. Víktinadýrin, sem eru alveg villt, eru miklu hærra i fjöllum, rétt neðan við snjómörk. Boliviskir og perúskir Indiánar hafa lengi notað lamadýr eins og við notuðum áður klyfjahesta, og oft fæða og klæða þessi dýr fólkið. Þegar Spánverjar lögðu Inkarikið i rúst 1532, og afarstórar hjarðir lamadýra voru reknar suður til Bóliviu frá Perú til þess að nota þær við silfurflutninga landræn- ingjanna spænsku. L.staðinn var farið með alpakkadýr til Boliviu. Nu er talið, að niu hundruð þús- und alpakkadýra og tvær milljón- ir lamadýra séu i Perú, en aðeins fimmtiu þúsund alpakkadýr i Bóliviu. Á Inkatimunum er talið, að meira en ein milljón vikúnadýra hafi verið i Perú, og var þá einka- réttur konungsfjölskyldunnar að ganga i klæðum úr ull af þeim. Við tilkomu Spánverja voru þeg- ar hóggvin mikil skörð i dýra- hjarðirnar og hinar hrottalegustu veiðiaðferðir viðhafðar. Nú er svo komið, að menn eru mjög ugg- andi um afdrif þessara dýrateg- unda, einkum vikúnadýrsins. Þess vegna hefur verið gripið til þess ráðs að lýsa vikúnadýrið sjaldgæft, bæði i Perú og Bóliviu, friða þaðog banna sölu vfkúnaull- ar. Svo strangt hefur þessu verið fulgt fram, að ekki er kunnugt, að neinn hafi á síðustu misserum getað eignazt flík úr vikúnaull á löglegan hátt nema Fidel Kastró, er fékk slfka skikkju að gjöf frá rikisstjórninni i Perú. Perústjórn hefur lýst stórt landsvæði, þar sem enn eru vfkúnadýr, friðland. Þrátt fyrir þetta 'allt mun seint ganga að fjölga þeim, þvi að það tekur fimm ár, að tala þeirra tvöfaldist,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.