Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 27

Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 27
Sunnudagur 23. febrúar 1975 TÍMINN 27 FÓtr bolta bros „Maggi P. hefur náð hinu langþráða takmarki. Þetta var hans 500. bókun". Viö hornfánann Erlendir punktar * BELGIA: Brunaverðir gabbaðir BRUNAVERÐIR veröa ávallt að vera viðbúnir, þegar kallað er á þá. Áhorfendur að knattspyrnuleik i Belgiu fengu að verða vitni að þvi fyrir stuttu, þegar FC Bracken og Coningen leiddu saman hesta slna. Rétt áður en leikurinn átti að hefjast, þá glumdi brunabjallan við. t>ar sem nokkrir leikmenn FC Brack- en voru brunaverðir I heimabæ slnum, en þar fór leikurinn fram, þurftu þeir að klæða sig úr knatt- spyrnubúningnum og klæðast brunastökkum slnum. Hvað gerðist svo? Jú, leiknum var ekki frestað, og lauk, honum með því að lið brunavarðanna tapaði 0:5 fyrir Coningen. Brunaverðirnir uröu illilega argir, þegar þeir komust að þvi, að brunaiitkallið var bara gabb, og það voru engir aðrir en áhangendur Coningen, sem voru svo ósvifnir að hringja brunaboð- anum. * ENGLAND: „Þið talið ekki um annáð en Arsenal og Liverpool. Hvernig væri að tala um trlfana?" Pele-ost- hleifar komnir á markaðinn í Brasilíu OSTAGERÐARMAÐUR I Brasiliu hefur nú hafiö fram- leiðslu á osthleifum, sem hann hefurgefið nafnið „Pele", en ost- hleifarnir eru með stóru gati I miðjunni. Þegar ostagerðarmað- urinn var spurður að þvi, hvers vegna hann hefði gatið I miðjunni, sagði hann: — Það er til að sýna gatið, sem hinn snjalli knatt- spyrnusnillingur Pele, hefur skil- ið eftir sig i brasillska landslið- inu. ENGLANP: Æfa knattspyrnu á einum skó! LIÐ FYRIRTÆKIS eins i Englandi, Heating Bradshaw, hefur vakið mikla athygli i leikjum sinum I firmakeppni. Astæðan fyrir þvl er sú, að allir leikmenn liðsins eru jafnvigir á báðar fætur, og er alveg sama hvort þeir spyrna meðhægri-eða vinstri fæti. Þegar þjálfari liðsins, Lowell, var spurður að þvi, hvernig á þessu stæði, sagði hann: —Ég haga æfingum liðsins þannig, að leikmennirnir fá aðeins að leika i skó á öðrum fætinum á æfingum. Ég skipti þvi þannig, að á einni æfingunni leika þeir með skó á Jiægri fæti en á næstu æfingu skipti ég yfir og læt þá leika með skó á vinstri fæti. Þannig æfast þeir i þvi að lcika og skjóta með þeim fætinum sem skæddur er hverju sinni. Hvernig væri að islenzkir þjálfarar tækju þetta upp eftir Lowell? • GRIKKLAND: Fjögurra mánaða fangelsisdómur GRfSKI knatt&pyrnukappinn og iandsliðsmaðurinn Angelis, sem leikur með Aþenuliðinu Olympiakos, var fyrir stuttu dæmdur I fjögurra mánaða fangelsi, fyrir að mótmæla dómi hjá dómara. Angelis var ekkiánægður meðdóm.sem var dæmdur á lið hans á þýðingarmiklu augnabliki. Hann mótmælti dómn- um harðlega við dómarann, og þegar það dugði ekki, sneri hann sér við, girti niður um sig buxurnar og sýndidómaranum óæðri endannásér Imótmælaskyni. Fyrir þetta fékkhann fangelsisdóminn. Mörgum fannst þetta strangur dómur. eða hvað finnst ykkur? „Tækjfæri sem ég ætla að notfæra" ,,í<:G VAR mjög undrandi þegar ég frétti að Tottenham vildi fá mig til sin", sagði hinn snjalli miðvöðrur Don McAIIister, sem Tottenham keypti frá Bolton Wanderers á 80 þús. pund. — ísg bjóst ekki við að Lundúnaliðið, myndi kaupa mig, þvi að ég vissi að menn frá Liverpool, Everton, Manchester Cityog United, hafa verið að fylgjast meö mér upp á slðkastið. Það er ánægjulegt að vera kominn til Tottenham og ég hef fengið stórt tækifæri sem ég ætla að notfæra mér. Ég vona að ég getihjálpað Tottenham upp úr þeim öldudal, sem liðið hefur ver- ið i. Don McAlister er aðeins 21 árs en samt hefur hann leikið yf- ir 150 leiki með Bolton. Hann byrjabi aðeins 16 ára gamall að * sagði Don McAllister, sem vor mjög undrandi, þegar Tottenham keypti hann frá Bolton ' „ÚTLENDINGA- HERDEILDIN" LEIKMENN Manchester United eru nú kallaðir „Ct- lendingaherdeildin" á Old Trafford. Ástæðan fyrir þessu er sú, að þetta fræga enska lið er nær eingöngu skipað Skot- um, Ulsterbúum og trum. 11 Skotar leika með liðinu, 4 Ulsterbúar, 3 Irar, einn Walesmaður og einn Kanada- maður. Framkvæmdastjóri United, Tommy Docherty, og aðstoðarmaður hans, Paddy Crerand, eru báðir Skotar. TOMMY DOCHERTY. leika með Bolton-liðinu og s.l. þrjú keppnistimabil hefur hann leikiðstöðumiðvarðar við hliðina á Paul Jones, sem Leeds hefur sýnt áhuga á og er tilbúið til að greiða 200 þús. pund fyrir. Bolton er nú I miklum f járhags- erfiðleikum og tapar liðið um eitt þús. pund á viku, þrátt fyrir að liðið sé með efstu liðunum i 2. deild. Að meðaltali koma um 16. þús. áhorfendur til að sjá heima- Íeiki liðsins. Nú héfur liðið selt McAllister til að lifga upp á f jár- haginn og einnig lánað Garry Jones til Sheffield United i tvo mánuði. Þá mun félagið selja Paul Joneá til Leeds nu einhverja næstu daga. DON McAUister er talinn einn efnilegasti varnarmaður á Bret- landseyjum um þessar mundir. UMSJON: Sigmundur O. Steinarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.