Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 4
TiMINN Sunnudagur 23. febrúar 1975 Ég safna kóngafólki Fyrir nokkru var Patrick nokk- ur Lichfield i Sviþjóð að gera kvikmynd fyrir brezka sjón- v^rpið um sænska konunginn. Patrich Lichfield er þekktastur fyrir myndatökur sinar i Eng- landi, en hann er auk þess frændi Elisabetar drottningar. Þar við bætist svo, að hann stundar annað slagið húsasölu, og svo er hann einnig meðeig- andi i ferðaskrifstofu, fatafyrir- tæki og hálsbindafyrirtæki, og þykir mörgum það heldur und- arlegt. Sænskir blaðamenn ræddu við Lichfield, þegar hann var i Sviþjóð, og spurðu hann, hvað hann hefðist að. Hann sagðist ekki eiga i neinum erfið- leikum með að finna sér verk- efni, og skyldi engan undra, þegar tekið er tillit til þess, að hann er meðeigandi i svo mörg- um fyrirtækjum, sem nefnd hafa verið. Hins vegar sagðist hann eiga töluvert erfitt með sig, þegar hann væri í sumar- frii. Hann sagðist hafa tvivegis gert tilraun til þess að taka sér fri frá störfum á siðustu tiu ár- um, en það hefði gengið heldur illa. Þar af leiðandi hefur hann valið þann kostinn að fara alls ekki i fri, þvi honum fellur svo dæmalaust vel að vinna. Þá skýrði Lichfield blaðamönnum frá þvi, að hann ynni frá klukk- an 9 á morgnana til klukkan 6—7 á kvöldin. Þegar venjulegu vinnunni er lokið, snýr hann sér að einhverju af hinum mörgu aukastörfum og sinnir þvi i nokkra tima. Um ellefuleytið borðar hann kvöldmatinn með einhverjum vina sinna, og svo fer hann gjarna út og dansar stundarkorn á einhverjum dansstaðnum. Sjaldnast sagðist hann fara i rúmið fyrr en undir fjögur á næturna. Þó sagðist hann aldrei sofa lengur en til klukkan hálf átta. Hamingja hans er að þurfa ekki meiri svefn en þetta, að hans eigin sögn. Þannig vinnur maðurinn fimm daga vikunnar, en um helgar stundar hann einhverjar iþróttir, eða reynir að minnsta kosti að halda sig utan dyra, þvi annars hefði hann ekki kraft til þessaðvinna svona alla vikuna. Hann bregður sér á hestbak, spil ar. tennis og fer i gönguferðir. Þessi mjög svo duglegi pipar- sveinn, sem er nú 35 ára gamall hefur hlotið svipað uppeldi og önnur ,,fin" börn i Englandi. Hann gekk i Harrow-skólann, og svo var hann i herþjónustu. Hann entist ekki nema þrjú ár i henni, en hlaut að sjálfsögðu strax liðsforingjatign. Ekki seg- ir Lichfield, að lávarðstignin sé honum fjötur um fót i ljósmynd- arastarfinu, en hann hefur frá þvi i æsku haft geipilegan áhuga á ljósmyndun. Reyndar var það svo, að i upphafi tók fólk hann ekki alvarlega, en i seinni tið hefur titillinn heldur verið hon- um til hjálpar en hitt, sérstak- lega varðandi myndatökur af • kóngafólki. Það vill nefnilega heldur fá lávarð til sin, og láta hann taka myndir af sér, heldur en venjulegan ljósmyndara. Erfiðasta verkefni lávarðarins var, þegar hann þurfti að fá leyfi til þess að mynda hertoga- hjónin af Kent. Reyndar varð myndatakan sjálf heilt ævin- týri. Þegar allt stóð sem hæst, reyndi aðstoðarmaðurinn að hvisla einhverju að ljósmyndar- anum, sem sagðist ekki mega vera að þvi að hlusta á hann, það gæti beðið betri tima. En aðstoðarmaðurinn kom sinu fram, og þá var það, sem hann vildi segja, hvorki meira né minna en það, að engin filma ' væri i myndavélinni. Þá greip Lichfield til þess óyndisúrræðis að segja, að ljósin væru svo slæm, að fresta yrði myndatök- unni og var það gert. Nú segist hann eiga eitt markmib i lifinu, og það er að ljósmynda allar konungafjölskyldur, sem enn eru við lýði. Hér eru svo tvær myndir frá þvi Lichfield var I Sviþjóð. Á annarri er hann að ræða við Karl konung og undir- búa myndatökuna, en á hinni ræðir hann við Christinu prins- essu. Þekktastur mun Lichfield vera af mynd, sem hann hefur tekið af önnu Bretaprinsessu. Þannig held ég mér ungum Ég drekk ósköpin öll af mjólk, hreyfi mig mikið og hef hreina samvizku, segir söngvarinn Pat Boon, og á þann hátt held ég mér ungum. Það éru ekki marg- ir, sem trúa þvi, að ég sé orðinn fertugur, bætir hann við, og það má greina stolt i röddinni. Ég hef hreina samvizku,' vegna þess að ég geri alltaf það, sem ég tel vera réttast og bezt hverju sinni. Þess vegna geri ég aldrei á hlut annarra. DENNI DÆAAALAUSI Je, minn, ég verð vist að spyrja einhvern, hvernig veturinn er i raun og veru, ef ég þarf að vera i öllum þessum fötum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.