Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 23. febrúar 1975 TÍMINN Þar kemst frostio yfir sjötíu stig FIMMTtU stiga frost er ekki neitt fátltt á vetrum i Jakútsi * Austur-Siberiu. Um þetta leyt* er sextlu stiga frost i- höfuðborg landsins.og stund- um þar, sem kaidaraer, hefur frostiö jafnvel orðið sjötfu stig. Mest frost hefur mælzt I Oimyakon, sjötiu og eitt stig. 1 Jakútsk lætur enginn sér annað til hugar koma en ganga til verka, þótt frostiö sé fimmtíu stig. Hver og einn er á sínum staö: Börnin fara i skóla og fóstrurnar á barna- heimilin. Lyfturnar eru i gangi I gull- og demants- námunum, flugvélar fara allra sinna ferða, og kranarnir sveifla löngum örmum, þar sem unnið er að nýbygging- um. 1 landi, þar sem frostið er svona hart, er margs að gæta við husbyggingar. Hús verða að vera sérstaklega vel einangruð og hitapipur eru i grunninum vegna þess, hve þeli nær djúpt i jörðu. 1 Jakutsk fara fram á vetrum margvislegar visinda- legar tilraunir, einkum i sam- bandi við nýjar gerðir véla, sem reyna þarf I miklu frosti. Gildir þetta jafnt um flug- vélar, gröfur og þung ökutæki. < ¦¦¦v&P**^ Á annarri myndinni halda börnin dúöuð loðkápum I skólann I sextiu stiga frosti. Hver einasti runni er hvitur af luimi, en á hinni hvilir hrimþoka yfir öllu, grá og bitur, og bflarnir eru tregir i gang, ef ekki er allrar varúðar gætt. Ennþá betra í annað sinn! Kvikmyndaleikararnir Natalie Wood og Robert Wagner giftu sig mjög ung og gekk á ýmsu i hjónabandinu hjá þeim, — og að lokum endaði þaö með skilnaði. Þau bjuggu sitt i hvoru lagi um tima, og voru bæði eftirsótt sem leikarar og ekki siður i einka- lifinu. Natalie þykir ein faliegasta leikkonan i Banda- rikiunum, og sótzt var mjög eftir henni i kvikmyndir, og að dáendur hennar voru fjöl- margir. Þau höfðu bæði bundið sig aftur — en voru hvorugt þeirra ánægð með lifið. Þau héldu mikið sambandi við gamla vini, svo að það var óhjá- kvæmilegt að þau hittust og fyrir tveim árum blossaði ástin upp aftur hjá þeim, og eftir ýmsa lagalega vafninga, þá skelltu þau sér i hjónabandið aftur, en nú gengur allt miklu betur, segja þau bæði! Þau voru nýlega kosin „Stjörnur mánaöaríns" i tima- riti, sem gefið er Ut i Hollywood. Sá mánuður, sem þau voru i heiðurssæti hjá þessu blaði var desember, og þá birtist þessi glæsilega mynd af þeim i „jóla- fötunum sinum", eftir þvi sem þau segja þarna i viðtali. Þetta er litmynd og Natalie er i skær- grænum kjól með samlitan fjaðra-„búa", eins og er vist mikið i tizku núna (Gatsbytizka) Þau eru nú aö selja aðsetur sitt, sem þau áttu i Palm Spring — þvi að við kunn- um bezt við okkur hér heima i Hollywood, segja þau bæði. Natalie hefur haft ótrú á að gefa nokkrar yfirlýsingar i sambandi við seinna hjónaband þeirra, þvi að eins og hiin sagði, þá þurftum við að byggja hjónaband okkar og heimilislif upp að nýju, og enginn gat sagt um það i fyrstu hvernig það tækist. En þetta er allt annað Hf hjá okkur núna, sagði hún, annað hvort höfum við þroskazt og breytzt, eða að við leggum okkur betur fram um að lifa saman i friði og sátt, þvi að nú vitum við hvað er i húfi. Ég sé alltaf betur og betur hvað við eigum i raun og veru vel saman. Okkur geðjast vel aö sama fólki, höfum gaman af sjó ferðum (við ætlum að fá okkur góðan bát fljótlega)-Við höfum áhuga á ferðalögum, sérstak- lega siðan börnin urðu það stór, að þau geta ferðazt með okkur og svo má lengi telja. Blaða- maðurinn hlustaði af athygli mjög hrifinn á upptalninguna og spurði svo, hvort hún gæti nefnt eitthvað, sem þau hefðu ekki sameiginlegan áhuga á. — Jú, sagði hún hálfvandræðaleg það er matreiðslan. Hann hefur gaman að þvi að búa til mat, og er snjall kokkur — en ég ekki!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.