Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 37

Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 37
Sunnudagur 23. febrúar 1975 TÍMINN 37 Þörunga vinslan eykur skipakost sinn gébé—Reykjavik — Þörunga- vinnslan hf. er nú aö láta smiða fyrir sig þrjá 7-8 lesta báta, hjá Bátalóni hf. I Hafnarfirði. Bátana á aö nota til að aðstoðá við þang- öflun. Þá er búizt við að hægt verði að hefja uppsetningu véla i verksmiðjunni i Karlsey á Breiðafirði um miöjan næsta mánuð. Tvö hundruð og sjötiu lesta skip fékk Þörungavinnslan hf. rétt fyrir áramót, og nefnist það „Karlsey". Framkvæmdir við verksmiðj- una eru i fullum gangi, og nú er unnið að innréttingum þar. Vil- hjálmur Lúðviksson efnaverk- fræðingur tjáði blaðinu að einnig væri unnið af fullum krafti að jarðvarmaleiðslunni frá Reyk- hólum, en að hafnarfram- kvæmdirnar gengju ekki eins vel og búizt hefði verið við. — Ekki var gengið endanlega frá fjármagnsveitingu til hafnar- gerðarinnar fyrr en siðari hluta árs 1974, sagði Vilhjálmur, þannig að framkvæmdir hófust seint, og verður sennilega ekki lokið endanlega við hafnar- gerðina fyrr en á næsta ári. Astæðuna fyrir þvi, hve seint gekk að fá fjármagn til hafnar- gerðarinnar, kvað Vilhjálmur vera þá, að Hafnamálastofnunin hefði verið með mörg verkefni á sama tima, t.d. hafnarfram- kvæmdir i Þorlákshöfn, og ekki hefði unnizt timi til að sinna þessu fyrr. Eins og áður segir, er nú verið að smiða þrjá sjö til átta tonna báta fyrir þörungavinnsluna hjá skipasmiðastöðinni Bátalóni i Hafnarfirði. Bátarnir verða notaðir til að taka net frá prömm- unum og draga þau að legufærumigeymslu, og siðan að þangflutningaskipinu, eða jafnvel að bátarnir dragi netin sjálfir til verksmiðjunnar. Aætlað er, að bátarnir verði tilbúnir i april/mai. Hluti af vélunum i þörunga- vinnsluna er nú kominn til landsins, og afgangurinn er á leiðinni. Megnið af vélunum kemur frá Þýzkalandi, en einnig kemur nokkuð frá Bretlandi. Þangöflunartækin eru aftur á móti frá Bandarikjunum. Búizt er við að hægt verði að hefja uppsetningu vélanna um miðjan marzmánuð, en vonazt er til að starfsemi þörungavinnslunnar geti hafizt i mai. Danski leikarinn EBBE RODE hefur upplestrarkvöld i samkomusal Nor- ræna hússins miðvikudaginn 26. febrúar kl. 20:30. Aðgöngumiðar seldir i Norræna húsinu. Kaffistofan er opin. Dansk:islenska félagið. NORRÆNA HÚSIÐ Fyrirlestrar í Norræna húsinu Mánudag 24. febrúar kl. 20:30 ODD NORDLAND, dósent við Oslóarháskóla: Folkeminneforsking og samtids folkekultur. Masse- kommunikasjon og fuknsjonsanalyse. Fimmtudag 27. febrúar kl. 20:30 EVA NORDLAND, dósent við Oslóarháskóla: Váre samtidige norske ungdomsproblemer. Aktuell forsk- ing. Kaffistofan er opin Allir velkomnir. NORRÆNA HÚSIÐ Flutningaskipið Karlsey, sem Þörungavinnslan fékk til landsins rétt fyrir áramót, er 270 lestir að stærð. Þörungavinnslan er að láta smlða þrjá 7-8 tonna báta hjá Bátalóni i Hafnarfirði. A myndinni sjást tveir bátanna I smiðum. Tfmamyndir: Róbert. Vörubifreiðastjórar - Útgerðarmenn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.