Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 23. febrúar 1975 Hér biöa Friörik og Petrosjan eftir þvi aö hefja skák. sókna á þvi, sem fram kemur I skákheiminum. Þar eru ávallt að koma fram nýjungar, sem nauð- synlegt er að kynna sér rækilega. Þetta á einkum við um byrjanir. Það getur oft skipt hreinlega sköpum um árangur, hvort mað- ur hefur fylgzt nægjanlega með gangi mála. Þetta á ekki aðeins við um mig, heldur alla skák- menn. Þessar nýjungar getur maður bæði notfært sér i tafli og eins várast þær hjá öðrum, sem kynnu að beita þeim. Enn fremur vinnur maðurað „heimabruggi", sem eru ýms afbrigði, sem maður hyggst beita, þvi að það er ekki nóg að fylgjast aðeins með þvi sem aðrir gera og leggja fram, maður verður einnig að vera skapandi á þessu sviði sjálfur. — Skákin nú á timum er sett saman af fræðimennsku, eða lær- dómi og frumlegri skapandi bar- áttu: Án þekkingar ná menn skammt og þekkingin ein dugar manni lika skammt. — Svo vikið sé að „heima- bruggi" þá eru þetta aðallega byrjanir. Minn veikleiki i skák hefur einkum verið á sviði byrj- ana, ég hefi ekki gert byrjunum skil sem skyldi, en bæti nú úr þvi. Rannsóknir eru timafrekar. Maður rannsakar ef til vill troðn- ar slóðir og reynir að finna út úr þeim eitthvað, sem siðár getur komið manni að gagni. And- stæðingurinn heldur að hér sé teflt á hefðbundinn hátt og þá fell- ur allt I einu skriðan og annar hvor verður undir. „Bókvitið" nauðsynlegt vegna skákklukkunnar — Hefur þú átt þátt i sköpun afbrigða, sem þekkt eru I skák- heiminum? — Já. Ég hefi átt þátt i þróun afbrigða, sem eru kunn, en þó ekki neinna sem kennd eru við nafn mitt. Má þar nefna Grun- felds-vörn og fleiri varnir. Þær þekkjæ margir skákmenn. — Svona varnar- og byrjanaaf- brigði verða menn að kynna sér ef Með Norðurlandabikarinn — árið 1971. KERRUR 5 TEG. 2 teg. fólksfcílakerrur. jeppakerrur, Weaponkerrur, kerrugrindur., Gott verð Gísli Jónsson & Co. hf. Sundaborg— Klettagöröum 11 — Sími 86644. þeir ætla sér að ná langt i skák. A ég þar ekki við afbrigði, sem eignuð eru mér, heldur verða menn að þekkja bókmenntir og fylgjast með nýjungum. Við ræddum áðan um að nauðsynlegt væri skákmanni annars vegar þekking á skáklistinni og skák- bókmenntunum en hins vegar frumleiki og baráttugeta. Bókvitið er sifellt að verða stærri þáttur i þessu, ekki vegria þess að skákin sem slik sé eingöngu að verða fræðimennska, heldur vegna hins, að þetta er lika barátta við tima. Barátta við klukku. Sá sem er vel að sér á bókina, hann þarf auðvitað minni tlma, en hinn, sem verður þá og nú að rannsaka alla skapaða hluti og vera fullur tortryggni, vegna þess að hann veit að hann er illa að sér um margt. — Nú hefur þú einmitt verið ásakaður fyrir að nota of mikinn tima. — Já það er rétt. Ég hefi notað tlmann illa stundum, hefi ekki til- einkað mér næga tækni gagnvart timanum og hættir til að gleyma mér hreinlega við flókin við- fangsefni. Það er útilokað að komast af á taflborðinu með þvi einu að hugsa, maður verður að þekkja. — Ef minn tlmaskortur er ræddur sérstaklega, þá var timanotkun mln oft bundin slakri þekkingu á byrjunum i skákinni, en segja má að siöan hafi þetta orðið mér ávani. Ég hugleiði nú timasparnað meðal annars. Hafa sumir skákmeist- arar „starfslið" í bið- skákir? Svo vikio sé að öðru. Nú ferð þú á mót þar sem Rússar verða með sterka skáksveit. Við vitum nöfn- in. Þú verður hins vegar einn á ferð. Hafa þjóðir sem senda fleiri en o i n ii m a iiii ekki meiri möguleika, t.d. ef biðskákir eru. Að hugsanlegt sé að ÖU rússneska skáksveitin beini sér að þvi að ráða i biðskák fyrir samlanda? Stendur einn maður þannig ekki verr að vlgi en sá, sem er með fleiri mönnum. Ég vil þó ekki miða þetta við Rússa einvörð- ungu? — Samkvæmt reglum FIDE, alþjóðaskáksambandsins er það regla að skák sé einkamál tveggja aðila, sem sé keppend- anna, sem stýra skákmönnunum. Þessar reglur hafa þó veriö þver- brotnar. Margra þjóða skákmenn eru erlendis við fjölda aðstoðar- manna, og unnt er að beita vinnu- hagræðingu við biðskák þannig að menn tefli upp hinar hugsanlegu leiðir, sem skákin fer. Það er allavega óllk aðstaða ef annar keppandinn getur ráðfært sig við Eru biðskákir tefldar með „starfsliði"? Nota stórþjóðirnar „sérfræðinga" í hópvinnu við að meta biðskákir á mótum? Ég hefi skyldur við skáklífið á íslandi jafningja I biðstöðinni en hinn ekki. A þetta hefur mikið verið deilt, þótt ekki hafi verið gripið til sérstakra aðgerða, og þetta á ekki við um Sovétmenn eina. Má m.a. minna á gagnrýni Fischers á sinum tlma, sem var óvægin, sem kunnugt er og knúði fram ákveðn- ar breytingar. — Hvernig er það. Verður þú að fylgjast með skákmótum og bjóð- ast til þátttöku, eða er þér boðin þátttaka? — Mér er ávallt boðin þátttaka. Svo mörg eru þessi'boð, að ég hefði aldrei undan að sækja þau öll. Það er ekki talin góð regla að tefla á of mörgum mótum á ári 4-5 mót er alveg nóg fyrir flesta, að minu áliti. Stórmeistarar eru stór fjölskylda — Ert þú vel þekktur I skák- heiminum meðal hinna fremstu? — Já það held ég að ég megi fullyrða. Ég hefi verið stöðugur gestur á alþjóðamótum siðan ég var 17 ára. Þetta verður allt meira og minna ein stór fjöl- skylda, menn koma með kveðjur til manns frá þeim sem ekki Alþjóðlegur stigareikningur staðfestir djúp milli sterkra skákmanna og þeirra er minni árangri ná og kemur í veg fyrir-að skákmeistarar geti keppt á ,,venjulegum skákmótum" koma og flytja slikar til baka, og suma menn hittir maður með reglulegu millibili og heyrir frá þeim. Þetta er ekki svo stór hóp- ur. Jafntefli við áskorand- ann Karpov - — Nú verður heimsmeistara- einvigi itnian skamms. Hefur Karpov möguleika að þinu áliti? Er hann sterkari én Spasski? — Karpov er 23 ára held ég og hann er búinn að ná mjög langt á stuttum tima. Hann er vafalaust hæfasti áskorandinn að þessu sinni. Hvort hann er sterkari en Spasski varivil ég ekki fullyrða. en hann er allavega sterkari en Spasski er núna. fog er ekki kom- inn til með að segja að honum gangi betur en Spasski á slnum tima, en hann er sá liklegasti til þess að hafa roð við Fischer. — Hefur'þú teflt við Karpov? — Já. Einu sinni. — Hvernig fór? — Það var ein skák og segir nú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.