Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 23. febrúar 1975
TÍMINN
23
i ****!%,¦
Nellikur
rlkisins Garðyrkjuskóla rikisins
og Rannsóknastofnun land-
búnaðarins að vinna áfram að
þessu máli I samráði við Rann-
sóknaráð.
Sótt var um styrk frá þróunar-
aðstoð Sameinuðu þjóðanna, og
fékkst hann til framhaldsathug-
ana á þessu sviði. I október 1974
komu erlendir sérfræðingar á
vegum Sþ hingað, og þá þegar var
hafin, í einu af gróðurhúsum
Garðyrkjuskólans, frumathugun
á gjörlýsingu nokkurra blóma-
tegunda, og má þar nefna rósir,
nellikur, chrysantemum móður-
plöntur til gærðlingaframleiðslu,
flamingó-blóm og grænt aspar-
sem notað er I blómvendi.
Lýsingarútbúnað þennan sá
Daöi Ágústsson rafmagnstækni-
fræðingur um, og var fyrst kveikt
á ljósunum i nóvemberbyrjun, I
samráði við sérfræðinga Rann-
sóknaráðs og Garðyrkjuskólans.
Niðurstöður þessarar frumat-
hugunarhafa orðið jákvæðar: t.d.
blómstruðu rósirnar hið fegursta
um jólaleytið, nellikurnar eru I
þann veginn að blómstra, og hin-
ar tegundirnar hafa vaxið mjög
vel. í raun hefur þetta farið fram
úr allra björtustu vonum þeirra,
sem að athugununum standa.
í janúarbyrjun i ár voru sett
upp ljós i garðyrkjustöðinni
Fagrahvammi hjá Ingimar
Sigurðssyni, til að kanna betur
áhrif lýsingar á rósir. í lok
febrúar eru svo væntanlegir til
landsins sérfræðingar á vegum
Sþ til þess að gera úttekt á niður-
stöðum þessarar frumkönnunar,
ásamt heimamönnum, og leggja
á ráðin um framhaldsathuganir á
þessu sviði.
Ætlunin er að setja upp gjör-
lýsingu i heilt gróðurhús I Garð-
yrkjuskólanum næsta haust.
LEIKFONG
Stignir traktorar, stignir bil-
ar, hjólbörur, brúðuvagnar,
brúðukerrur, rugguhestar,
skiðasleðar, magasleðar,
snjóþotur, boltar m.g.,
brúðuhús, Barbie dúkkur,
Big Jim dúkkukarlar, bangs-
ar, módel, búgarðar, kast-
spil, bobbspil, Tonka gröfur /
Ýtur, ámokstursskóflur,
Brunaboðar.
Póstsendum
Leikfangahúsið
Skólavörðustlg 10, simi
14806.
Tilraunir þessar koma til með
að standa i a.m.k. tvö til þrjú ár,
áður en hægt er að segja til um,
hvort svona gjörlýsing er fjár-
hagslega hagkvæm. Þá þurfa
ýmsar framhaldstilraunir að
koma til, áður en hægt verður að
byggja stórt ylræktarver, svo að
erfitter aðsegja um, hvenær slikt
ver myndi væntanlega komast I
gagnið.
I starfshópnum, sem sá um
fyrstu frumkönnun, voru Vil-
hjálmur Lúðviksson frá Rann-
sóknaráði rikisins, sem leiddi
könnunina, Axel Magnússon frá
Búnaðarféíagi íslands, Grétar
Unnsteinsson frá Garðyrkjuskóla
rikisins, Óli V. Hansson frá
Garðyrkjumennirnir Sævar Jó-
hannsson og Armann Axelsson
(t.h.) huga hér að plöntunum I
gróðurhúsinu I Hveragerði. Þvl
miður er myndin ekki I litum, en
litadýrð plantnanna er mikil.
Lamparnir, gjörlýsingin s.k., sést
greinilega á myndinni.
Ljóms. Páll Þorláksson.
Búnaðarfél. Isl., Ottar Halldórs-
son frá Rannsóknarstofnun bygg-
ingariðnaðarins og Sveinbjörn
Björnsson frá Orkustofnun. Auk
þeirra tóku þatt I fundum hópsins
ýmsir aðrir aðilar.
Trésmiðjan K-14
Innréttingar, sólbekkir, baðskápar,
gluggar, útihurðir.
Sögum og heflum efni i innveggi og fleira.
Trésmiðjan K-14
Mosfellssveit,
Simi 6-64-30 á daginn og 6-63-77 eftir kl. 19.
Tilkynning um
lögtaksúrskurð
Þann 28. janúar s.l. var úrskurðað, að lög-
tök geti farið fram vegna gjaldfallins en
ógreidds söluskatts fyrir mánuðina októ-
ber, nóvember og desember 1974, ný-
álögðum hækkunum vegna eldri timabila
svo og nýálögðum hækkunum þinggjalda,
allt ásamt kostnaði og dráttarvöxtum.
Lögtök fyrir gjöldum þessum fara fram að
liðnum átta dögum frá birtingu auglýsing-
ar þessarar, ef ekki verða gerð skil fyrir
þann tima.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
Oí Seltjarnarnesi.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Rafmagnsveitur rikisins óska að ráða
byggingaverkfræðing
eða byggingatæknifræðing vegna starfa
við hönnun á háspennulinu.
Rafmagnsveitur rikisins
Laugavegi 116, Reykjavik.
FRAMSÓKNARVIST OG DANS
Þriggja kvölda framsóknarvistin
að Hótel Sögu, Súlnasal hefst miðvikudaginn 26. febrúar kl. 20,30
Heildarverðlaun fyrir 3 kvöld:
Spánarferð
Auk þess verða veitt góð
verðlaun fyrir hvert kvöld
Baldur Hólmgeirsson stjórnar
Ánægjuleg kvöldskemmtun
fyrir alla fjölskylduna
Framsóknarfélag Reykjavikur
Húsið opnað kl. 20,00