Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 23. febrúar 1975
IZHlfftTfTRnffli
Guðmundur Hjartarson
og Ingi R. Helgason
Furðulegar
getsakir
Furðulegt er að lesa skrif
stjórnarandstöðublaðanna um
gengisfellinguna. Af þeim mætti
helzt ráða, að hér færi með völd
rikisstjórn, sem vildi skapa sem
mestan stéttarmun og búa sem
verst að þeim, sem lakast eru
settir.
Ótrúlegt er, að þessi skrif
blekki marga. Hafi nokkurn tima
verið ljóst, að gengisfelling hafi
verið óhjákvæmileg, þá er það nii.
Á tæpu ári hefur kaupmáttur út-
flutningstekna þjóðarinnar rýrn-
að um 30%. Á sama tima hefur
viðskiptahallinn út á við numið
um 16 milljörðum króna. Gjald-
eyrisvarasjóður þjóðarinnar er
þurrausinn. Eftirspurnin eftir er-
lendum gjaldeyri hefur samt
haldizt áfram. Undir slíkum
kringumstæðum var óhjákvæm-
ilegt að gripa til skjótra og rót-
tækra aðgerða.
Að sjálfsögðu má segja, að
fleiri leiðir hefðu getað komið til
greina. Einkum má nefna I þvi
sambandi svokallaða niður-
færsluleið, þ.e. lækkun á kaup-
gjaldi og verölagi, og svokallaða
millifærsluleiö þ.e. skattaálögur
eða gjaldeyrisskatt, sem er not-
aður til uppbóta. Báðum þessum
leiðum fylgir sama kjaraskerð-
ingin fyrir launþega og gengis-
fellingu.
Gengislækkunin var valin nú
sökum þess, að hún var fljótvirk-
ust i framkvæmd. Hún var valin
sökum þess, að hún er likleg til að
koma i veg fyrir stöðvun útflutn-
ingsatvinnuveganna og til að
draga úr gjaldeyrishallanum. Ef
ekki hefði verið gripið til hennar,
myndi stórfellt atvinnuleysi hafa
komið til sögu, sem hvarvetna
hefur bitnað mest á þeim, sem
lökust hafa kjörin, og sizt mættu
við slikum skakkaföllum.
Engum mun það ljósara en
Framsóknarmönnum, að gengis-
lækkun ein getur aldrei orðið nein
varanleg lækning. Gengislækkun
er jafnan neyðarúrræði, sem
óhjákvæmilegt getur verið að
gripa til til að afstýra öðru verra.
Ef samfara gengisfellingu fylgja
hins vegar nauðsynlegar hliðar-
ráðstafanir, getur hún komið að
haldi. Nú veltur þvi mest á þvi, að
i framhaldi af gengisfellingunni
verði gerðar nauðsynlegar við-
bótarráðstafanir. Mikilyægasti
þáttur þeirra eru láglaunabæt-
urnar.
Áróðurinn um
hnefahöggið
Það er eitt dæmið um hinn
furðulega málflutning stjórnar-
andstöðublaðanna, að gengisfell-
ing sé hnefahögg i andlit verka-
lýðshreyfingarinnar. Þéssir
menn gleyma því, að það var ein-
mitt ósk verkalýðshreyfingarinn-
ar aö hun fengi vitneskju um
efnahagsaðgerðir rikisstjórnar-
innar áður en gengið væri til
endanlegra samninga við at-
vinnurekendur og rlkisvaldið.
Þetta var eðlileg ósk, þvi að til
Htils var að semja, ef gengisfell-
ing eöa önnur slfk aögerð fylgdi
strax á eftir. Við þessum óskum
hefur rikisstjórnin nú orðið og
lýst yfir jafnframt, aö hún telji
eðlilegt I framhaldi af gengis-
lækkuninni, að samið verði um
auknar bætur til láglaunastétt-
anna, ásamt auknum bótum til
lifseyrisþega. Það er nú næsti
þáttur þessara mála, að launþeg-
ar og atvinnurekendur reyni að
ná samkomulagi um þetta efni,
og að þvi leyti standa báðir þessir
aðilar nú betur að vigi, að þeir
vita um fyrirætlun rikisstjórnar-
innar.
Það mun velta mest á þessum
viöræöum milli launafólks og at-
vinnurekenda, hvort gengisfell-
ingin og tilheyrandi hliðarráð-
stafanir ná tilgangi sinum. Ef vel
á aö fara, þarf nú að nást sam-
staða um þau tvö höfuðverkefni,
að tryggja atvinnuöryggið og hlut
sitt. Þá hafði vinstri stjórn farið
með völd i rúm tvö ár. Sumarið
1958 höfðu sjálfstæðismenn fengið
hægri krata og Moskvu-kommún-
ista i lið með sér til að koma fram
óraunhæfri grunnkaupshækkun.
Um haustið varð þvl að gera
efnahagsráðstafanir. Þá skarst
Alþýðubandalagið úr leik og rauf
stjórnina. I kjölfar þess kom 12
ára timabil viðreisnarstjórnar-
innar svonefndu.
Nú i sumar lék Alþýðubanda
lagið þennan leik i þriðja sinn.
Rétt er að geta þess, að hinir
ábyrgari foringjar Alþýðubanda-
lagsins voru þessu andvigir og
sennilega hafa þeir Lúðvik
Jósefsson og Magnús Kjartans-
son verið i þeim hópi. En þeir létu
undan hinum ábyrgðarminni.
Óbreyttir liðsmenn Alþýðubanda-
lagsins voru hér ekki neitt spuröir
ráða, enda hefði þá farið á aðra
leið.
Gróttuviti
láglaunafólksins, eins vel og hægt
er við rikjandi kringumstæður.
Hvað vilja þeir?
A sama tima og áróðursmenn
stjórnarandstöðuflokkanna deila
á gengisfellinguna, forðast þeir
að benda á nokkur úrræði önnur,
sem hefðu getað komið i veg fyrir
stöðvun atvinnuveganna, og
hefðu haft minni kjaraskerðingu I
för með sér. Þetta forðast þeir,
eins og heitan eid.
Þjóðviljinn hefur allajafnan
haft forustuna I þessum ábyrgð-
arlausu skrifum, en seinustu dag-
ana virðist Alþýðublaðið sjá það
helzt til raða til að endurlifga Al-
þýöuflokkinn, að ganga jafnve.l
feti lengra en Þjóðviljinn i gifur-
yrðum. Þannig lætur Alþýðublað-
ið nu eins og Alþyðuflokkurinn sé
mikill talsmaður láglaunastétt-
anna. I þvi sambandi er þess þó
skemmzt að minnast, að þegar
gengið var fellt 1967 og 1968, voru
ekki neinar ráðstafanir gerðar til
að tryggja hlut láglaunastétt-
anna, öfugt við það, sem reynt er
að gera nú. Þá mundu þeir Bene-
dikt Gröndal og Gylfi Þ. Gislason
ekki eftir láglaunastéttunum.
Þvert á móti stóðu þeir að þvi i
sambandi við gengisfellinguna
1967 að afnema lög um visitölu-
bætur, jafnt hjá þeim láglaunuðu
sem hálaunuðu. Sú var afstaða
Alþýðuflokksins, þegar hann var i
rlkisstjórn.
En illa ferst stjórnarandstæö-
ingum að gagnrýna gengisfelling-
una meðan þeir treysta sér ekki
til að benda á aðra leið, sem fylgt
hefði minni kjaraskerðing og
hefði komið að svipuðum notum
til að tryggja afkomuöryggið.
Sama stefnan
Skrif Þjóöviljans eru ekki sízt
furðuleg af þeirri ástæðu, að
Alþýðubandalagið fylgdi þeim úr-
ræöum, sem nuv. ríkisstjórn
hefur beitt, meðan það tók þátt i
rikisstjórn. Núverandi ríkisstjórn
gllmir við sömu erfiðleikana og
vinstri stjórnin, að þvi breyttu
að þessir erfiðleikar hafa enn
magnazt, bæði af völdum er-
lendra verðbreytinga og grunn-
kauþshækkanarina á siðast liðn-
um vetri. Þetta var fyrirsjáanlegt
á siðastliðnu sumri, þegar rætt
var um endurreisn vinstri stjórn-
arinnar, og réðþað mestu um að
hinir ábyrgðarminni forustu-
menn Alþýðúbandalagsins létu
það skerast úr leik. Þeir óttuðust
að þvi gætu fylgt óvinsældir að
glíma við vandann. 1 höfuödrátt-
Timamynd Gunnar.
um hefur núverandi rfkisstjórn
beitt sömu úrræðum og vinstri
stjórnin gerði, eða var búin að
marka, áður en hún fór frá.
Núv. stjórn hefur skert vísitölu-
bætur, eins og vinstri stjórnin
gerði með bráðabirgðalögum á
siöast liðnu vori. Hún hefur lækk-
að gengið, eins og vinstri stjórnin
geröi haustið 1972, og siðar með
þvi að auðvelda aukið gengissig.
Núv. stjórn hefiir hækkað sölu-
skattinn nokkuð, hækkað nokkuð
bensinsk. og lagt verðjöfnunar
gjald á raforku til þess að tryggja
nægilegt fjármagn til aðkallandi
framkvæmda og kjarajöfnunar.
Allar þessar skattahækkanir var
Alþýðubandalagið búið að fallast
á i tið vinstri stjórnarinnar, þótt
þær næðu ekki fram að ganga
sökum stöðvunarvalds og þáver-
andi stjórnarandstöðu I neðri
deild. Þannig má rekja það, að
núverandi rikisstjórn hefur enn
ekki gert neitt það i efnahags-
málum, sem vinstri stjórnin og
flokkar hennar voru ekki búnir að
framkvæma eða leggja drög að á
einn eða annan hátt. Þvi er óhætt
að fullyrða, að svo að segja allt
það, sem núverandi rfkisstjórn
hefur aðhafzt I efnahagsmálum
til þessa, hefði verið gert, ef
vinstri stjórn hefði verið áfram
við völd. Þetta er hægt að fullyrða
vegna þeirra aðgerða, sem hún
var búin að framkvæma og vegna
þeirrar stefnu, sem flokkar henn-
ar voru búnir að móta i stjórnar-
myndunarviðræðunum á síðast
liðnu sumri.
Þess vegna er furðulegt að
hlusta nú á talsmenn Alþýðu-
bandalagsins og lesa stjórnmála-
skrif Þjóðviljans. Nær allur áróð-
ur þessara aðila beinist nú að þvi
að ófrægja þá stefnu, sem þeir
fylgdu á meðan þeir stóðu að
vinstri stjórninni.
Þrisvar sinnum
Það hefur nú gerzt þrisvar
sinnum, að Alþýðubandalagið
hefur skorazt undan stjórnarþátt-
töku, þegar erfiöleikar i efna-
hagsmálum hafa farið vaxandi.
Raunar hét það Sameiningar-
flokkur alþýðu — Sósialistaflokk-
urinn, þegar það lék þann leik i
fyrsta sinn. Það stóð aö nýsköp-
unarstjórninni svonefndu, sem
hér kom til valda 1944. Þá átti
þjóðin gildari gjaldeyrissjóði en
nokkru sinni fyrr og siðar. Eftir
tvö ár var hann farinn i súginn
vegna hóflausrar eyöslu. Þá hljóp
Alþýðubandalagiðúr stjórninni. í
annað sinn gerist þetta haustið
1958, þegar Alþýðubandalagiö
haföi tekið upp núverandi nafn
Guðmundur
Játningar
Sá háttur virðist nú aftur kom-
inn til sögu hjá Alþýðubandalag-
inu, að forystumenn þess séu
látnir afneita fyrri verkum sln-
um, ef þau stangast eitthvað á við
„linuna", sem búið er að ákveða.
Slíkar syndajátningar voru al-
gengar I kaþólskum sið áður fyrr,
og urðu einnig algengar I Sovét-
rikjunum á stjórnarárum Stalins.
Þannig er nú Ragnar Arnalds'
hvað eftir annað látinn ómerkja
fyrstu frásögu slna af slitum við-
ræðnanna um myndun nýrrar
vinstri stjórnar á siðastl. sumri.
Ragnar kenndi þá Alþýðuflokkn-
um fyrstog fremst um, að slitnaði
upp úr viðræðunum. Þjóðviljinn
birti þá fyrirsögn með stærsta
letri sinu til að staðfesta þennan
framburð Ragnars. Nú þykir það
hins vegar ekki lengur henta að
halda þessu fram. Nú er búið að
ákveða I æðsta ráði flokksins að
kenna Framsóknarflokknum um,
að viðræðurnar fóru út um þúfur.
Þess vegna verður Ragnar að
fara að skrifa söguna upp á ný og
ógilda það, sem hann hefur áður
sagt. I hinni nýju sögu Ragnars er
Alþýðuflokkurinn litið eða ekkert
nefndur, þótt hann væri áður tal-
inn sökudólgurinn. Nú snýst sag-
an orðið nær eingöngu um Fram-
sóknarflokkinn.
I tilefni af þessari nýju útgáfu
Ragnars skal aðeins visað til upp-
runalegrar frásagnar hans og
Gylfa Þ. Gislasonar. Þær bera
það ljóst með sér, að viðræðurnar
um vinstri stjórn strönduðu á
sameiginlegum óvilja þeirra afla,
sem mestu réðu i Alþýðubanda-
laginu og Alþýðuflokknum. Báð-
um var það sameiginlegt að vilja
ekki bera ábyrgð á stjórn á erfið-
um timum.
Grár leikur
En svo mjög sem æðsta ráð
Alþýðubandalagsins lætur nú
Ragnar Arnalds afneita fyrri frá-
sögnum og orðum, þá er þó
Magnús Kjartansson enn gráleg-
ar leikinn I sambandi við fyrir-
hugaða málmblendiverksmiöju i
Hvalfirði. Magnús Kjartansson á
ótvirætt þann heiður, að hafa haft
forustu um þetta mál og lagt
megingrundvöll að þvi samnings-
uppkasti, sem hefur verið gert við
ameriska málmblendihringinn. I
þessu uppkasti er að finna margt,
sem er til lofs Magnúsi og þeim,
sem hafa unnið að þessu máli
með honum. Það var llka vitan-
legt, að fyrir réttu ári voru allir
þingmenn Alþýðubandalagsins
þessu máli fylgjandi nema tveir.
Nú hefur hins vegar verið snúið
við blaðinu og ákveðið að Alþýðu-
bandalagið verði á móti málinu.
Magnúsi Kjartanssyni hafa þvi
verið settir þeir kostir að snúast
gegn þvi eða að hljóta bannfær-
ingu æðsta ráðsins. Magnús hefur
kosið sama kost og Ragnar Arn-
alds. Hann vitnar nú orðið gegn
þvi máli, sem hann er höfundur
að, en það má Magnús eiga, að
hann gerir það á þann hátt, að
augljóst er, að honum er það
óljtift. Sama verður vart sagt um
Ragnar. En báðir beygja þeir sig
undir flokksagann.
Innan Alþýðubandalagsins eru
hins vegar til sjálfstæðari menn,
sem ekki láta beygja sig undir
flokksagann, og eru nógu sterkir
til að liita ekki neinum fyrirmæl-
um. Einn þessara manna er Guð-
mundur Hjartarson, sem greiddi
atkvæði með gengisfellingunni I
stjórn Seðlabankans, þvi að hann
taldi það skásta úrræðið, eins og
komið var.
Guðmundur Hjartarson hefur
um langt skeið verið talinn af
flokksbræðrum sinum mestur
fjármálamaður þeirra og þvi
fengið það hlutverk að sjá öðrum
fremur um fjárreiður flokksins.
Það var þvf ekki neitt undarlegt
þótt Lúðvik Jósefsson skipaði
hann bankastjóra Seðlabankans.
Eftir vandlega athugun sá Lúðvik
ekki annan innan flokksins, hæf-
ari til að gegna þessari stöðu,
sakir gáfna og reynslu.
Guðmundur brást ekki þvl mati
Lúðviks, að hann væri glöggur
fjármálamaður, þegar hann
greiddi atkvæði með gengisfell-
ingunni á dögunum. Að sjálfsögðu
gerði hann það ekki ánægður
frekar en aörir, en sem reyndur
fjáraflamaður gerði hann sér
þess grein, að ekki var um annan
skárri kost að ræða.
Hjáseta Inga R.
Það er ótvirættt, að næst Guð-
mundi Hjartarsyni hefur Ingi R.
Helgason verið mesti fjármála-
sérfræðingur Alþýðubandalags-
ins. Hann hefur átt þátt I flestum
eða öllum fjármálafyrirtækjum,
sem tengd hafa verið Alþýðu-
bandalaginu á einhvern hátt, en
þegar rætt er hér um Alþýðu-
bandalagið, er jöfnum höndum
átt við Sameiningarflokk alþýðu
— Sósialistaflokkinn. Traust sitt á
fjármálahyggindi Inga R. Helga-
sonar hefur svo Alþýðubandalag-
ið sýnt með þvi að gera hann að
fulltnia slnum i bankaráði Seðla-
bankans. Þar tók Ingi R. þá af-
stöðu, þegar fjallað var um
gengisfellinguna, að hann lét
skjalfesta bókun, sem fól I sér
allskonar vangaveltur um að
gengisfelling gæti verið varasöm.
Bókunin var lesin upp I útvarpi og
birt i Þjóðviljanum. Af henni
kunna ýmsir að hafa dregið þá
ályktun, að Ingi R. hafi greitt at-
kvæði gegn gengisfellingunni. En
svo var ekki. Ingi R. sat hjá við
atkvæðagreiðsluna. Hann vildi
ekki taka á sig þá ábyrgð að vera
á móti gengisfellingunni, þótt
hann teldi hana varasama.
Staða Alþýðubandalagsins er
nú þannig, að tveir mestu fjár-
málamenn þess, Guðmundur
Hjartarson og Ingi R. Helgason,
hafa neitað að fylgja þeirri
flokkslinu að vera á móti gengis-
fellingunni. Þeir fylgja al'rarn
sömu stefnu og Lúðvik Jósefsson
og Magmis Kjartansson höfðu i
vinstri stjórninni og höfðu enn I
sambandi við stjórnarmyndunar-
viðræðurnar á siðastl. sumri,
þegar þeir viðurkenndu að nokk-
ur gengisfelling væri óhjákvæmi-
leg. Efnahagsvandinn var þó ekki
orðinn eins hrikalegur þá og nú.
Óróaliðið i Alþýðubandalaginu,
sem hefur knúið fram játningar
þeirra Ragnars og Magniisar,
vilja nú beita þá Guðmund og
Inga R. sömu tökum, en þeir
munu neita öllum slikum synda-
játningum, enda telja sig ekki
hafa gert annað en að fylgja fram
sömu stefnunni og Alþýðubanda-
lagið hafði meðan það tók þátt i
vinstri stjórninni.
Tveir mestu fjármálamenn
Alþýðubandalagsins hafa þannig
sniiizt gegn hinni nýju stefnú. þess
i gengisfellingarmálinu. Hvernig
vill Þjóðviljinn skýra það? Er af-
staða þeirra Guðmundar og Inga
R. sprottin af þeim illa ásetningi,
að þeir vilji auka stéttaskiptingu
eða skerða kjör láglaunafólks,
eins og Þjóðviljinn ætlar ráðherr-
unum, eða byggist afstaða þeirra
einfaldlega á þvi að þeir telja
þetta,þrátt fyrir allt, beztu leiðina
til að tryggja áfram öryggið?
Þ.Þ.