Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Sunnudagur 23. febrúar 1975 Heimilisdýrin okkar heimilisdýrin okkar heimilisdýrin okkar heimilisd ÞRJÁR tegundir skjaldbaka eru mest á markaðinum. Það er í fyrsta lagi Terr- apin — sú með rauðu hlustirnar (pseudemys scripta elegans), sem er ætt- uð frá Suðausturrikj- um Bandarikjanna. í Skjaldbökurn skemmti- legir leik félagar, © n Do6 r eru ekki leikföng! öðru lagi er það svo máriska skjaldbak- an (Clemmys cas- pica), sem er ættuð frá Morokkó. Hún er rauðbrún með lang- an, mjóan húis. Að lokum er það svo evrópska skjaldbak- an (Emys orbicular- verið is) f rá Suður- Evrópu. Hún er svört, alsett ljósum blettum á höfði og útlimum. Meðferð þessara þriggja teg- unda er i samræmi við það, sem hér hefur verið sagt. ALLTAF AF og til hafa skjald- bökur veriö fluttar hingaö til landsins, en hin siðari ár hefur þó nær eingöngu verið um vatna- skjaldbökur að ræða en ekki land- skjaldbökur. Að ýmsu þarf að nyggja, ef fólk ætlar sér að ala skjaldbökur I heimahiisi, og upp- eldiðgengur misjafnlega vel, eins og gefur að skilja. Þeir, sem selja skjaldbökurnar, segja, að það sé svipað að kaupa skjaldböku og kappdrættismiða. Maður veit ekki fyrirfram, hvort vinningur fellur á miðann, og heldur ekki, hvort skjaldbakan lifir. Það kem- ur oft á tlðum ekki I Ijós fyrr en eftir einn til tvo mánuði, hvort hún hefur sætt sig við umhverfi sitt og lifir áfram góðu lifi, eða veslast upp og deyr. Telja sölu- mennirnir, að um 10% skjaldbak- anna spjari sig ekki og deyi fljót- lega. Kröfur til lifsins VatnaSkjaldbökur gera þrjár veigamiklar kröfur til lifsins. Þær þurfa að hafa aðstöðu til að synda, þær þurfa að hafa nægi- legan hita, og þær þurfa nægilega næringu. Ef þessum lifsskilyrð- um er fullriægt, geta eigendurnir verið vissir um, að þeir eiga eftir að hafa mikla ánægju af skjald- bökunum slnum, og það i fjölda- mörg ár. Þvl miður vill verða nokkur misbrestur á, að þessum skilyrðum sé fullnægt, og afleið- ingin er sú, að skjaídbökurnar veikjast, þjást og deyja svo að lokum. Skjaldbökurnar þurfa að hafa velinnréttað og hæfilega stórt biir. t verzlunum eru til sérstök skjaldbökubúr, en þau eru heldur lltil, og skjáldbakan „vex fljót- lega upp ur þeim". í upplýsinga- bæklingum um meðferð skjald- baka er taliðmun betra að skjald- bökurnar fái að vera i litlum fiskabúrum, og þau séu svo inn- réttuð á þann hátt, sem hentar skjaldbökunni. Skjaldbakan þarf að geta kom- izt á þurrt, þrátt fyrir það að hún sé dæmigert vatnadýr, og geti alls ekki þrifizt til^ lengdar á þurru. Til þess að gefa henni kost á að skriða á þurrt, þegar andinn blæs henni I brjóst, er gott að koma fyrir korkplötu, eða ein- angrunarplötu, á einni hlið búrs- ins. Platan verður að sjálfsögðu að ná niður i vatnið, og þá syndir skjaldbakan að plötunni og skrið- ur upp á hana annað slagið. Skjaldbökurnar stækka Annars má hafa skjaldbökurn- ar I hvaða íláti sem er, það verður aðeins að vera með nægilega há- um börmum, svo að hún komist ekki upp úr því. Skjaldbökurnar, Þetta skjaldbökubiír er hjá Helga Helgasyni, Hraunteigi 5. 1 búrinu hefur veriðkomiðfyrir frauðplastplötu sem skjaldbökurnar geta skriðiðuppá, og sjást tvær þeirra á niðurleið aftur, en sú þriöja er aö taka sundtökin fremst á brúninni. Eitthvað þessu Hkt er hægt að útbúa I fiskábúrum, ef fólk vill reyna aö hafa skjaldbökurnar slnar i þeim, en ekki I plastkerjum. Heimilisdýrin okkar heimilisdýrin okkar heimilsdýrin okkar heimilisd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.