Tíminn - 23.02.1975, Page 8

Tíminn - 23.02.1975, Page 8
8 TÍMINN Sunnudagur 23. febrúar 1975 Heimilisdýrin okkar heimilisdýrin okkar heimilisdýrin okkar heimil ÞRJÁR tegundir skjaldbaka eru mest á markaðinum. Það er i fyrsta lagi Terr- apin— sú með rauðu hlustirnar (pseudemys scripta elegans), sem er ætt- uð frá Suðausturrikj- um Bandaríkjanna. í Skjaldbökurnar skemmti- legir leik félagar, en þær eru ekki leikföng! ALLTAF AF og til hafa skjald- bökur verið fiuttar hingað til landsins, en hin siðari ár hefur þó nær eingöngu verið um vatna- skjaldbökur að ræða en ekki land- skjaldbökur. Að ýmsu þarf að hyggja, ef fólk ætlar sér að ala skjaldbökur i heimahúsi, og upp- eldið gengur misjafnlega vel, eins og gefur að skilja. Þeir, sem selja skjaldbökurnar, segja, að þaö sé svipað að kaupa skjaldböku og kappdrættismiða. Maður veit ekki fyrirfram, hvort vinningur fellur á miðann, og heldur ekki, hvort skjaldbakan lifir. Þaö kem- ur oft á tíðum ekki i ljós fyrr en eftir einn til tvo mánuði, hvort hún hefur sætt sig við umhverfi sitt og lifir áfram góðu lifi, eða veslast upp og deyr. Telja sölu- mennirnir, að um 10% skjaldbak- anna spjari sig ekki og deyi fljót- lega. geta verið öðru lagi er það svo máriska skjaldbak- an (Clemmys cas- pica), sem er ættuð frá Morokkó. Hún er rauðbrún með lang- an, mjóan háls. Að lokum er það svo evrópska skjaldbak- an (Emys orbicular- is) frá Suður- Evrópu. Hún er svört, alsett ljósum blettum á höfði og útlimum. Meðferð þessara þriggja teg- unda er i samræmi við það, sem hér hefur verið sagt. Kröfur til lifsins Vatnaskjaldbökur gera þrjár veigamiklar kröfur til lifsins. Þær þurfa að hafa aðstöðu til að synda, þær þurfa að hafa nægi- legan hita, og þær þurfa nægilega næringu. Ef þessum lifsskilyrð- um er fullnægt, geta eigendurnir verið vissir um, að þeir eiga eftir að hafa mikla ánægju af skjald- bökunum sinum, og það i fjölda- mörg ár. Þvi miður vill verða nokkur misbrestur á, að þessum skilyrðum sé fullnægt, og afleið- ingin er sú, að skjaldbökurnar veikjast, þjást og deyja svo að lokum. Skjaldbökurnar þurfa að hafa velinnréttað og hæfilega stórt búr. 1 verzlunum eru til sérstök skjaldbökubúr, en þau eru heldur litil, og skjaldbakan „vex fljót- lega upp úr þeim”. 1 upplýsinga- bæklingum um meðferð skjald- baka er talið mun betra að skjald- bökurnar fái að vera i litlum fiskabúrum, og þau séu svo inn- réttuð á þann hátt, sem hentar skjaldbökunni. Skjaldbakan þarf að geta kom- izt á þurrt, þrátt fyrir það að hún sé dæmigert vatnadýr, og geti alls ekki þrifizt til lengdar á þurru. Til þess að gefá henni kost á aö skriða á þurrt, þegar andinn blæs henni I brjóst, er gott að koma fyrir korkplötu, eða ein- angrunarplötu, á einni hlið búrs- ins. Platan verður að sjálfsögðu að ná niður i vatnið, og þá syndir skjaldbakan að plötunni og skrið- ur upp á hana annað slagið. Skjaldbökurnar stækka Annars má hafa skjaldbökurn- ar i hvaða fláti sem er, það verður aöeins að vera með nægilega há- um börmum, svo að hún komist ekki upp úr þvi. Skjaldbökurnar, Þetta skjaldbökubúr er hjá Helga Helgasyni, Hraunteigi 5. í búrinu hefur verið komið fyrir frauðplastplötu sem skjaldbökurnar geta skriöið upp á, og sjást tvær þeirra á niðurleið aftur, en sú þriðja er aö taka sundtökin fremst á brúninni. Eitthvað þessu líkt er hægt aö útbúa f fiskabúrum, ef fólk vill reyna að hafa skjaldbökurnar sinar I þeim, en ekki i plastkerjum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.