Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 13
i.fsTnrfT Sunnudagur 23. febrúar 1975 TÍMINN 13 þtítt afföll séu ekki önnur en nátt- úrlegt er. Vopnaðir verðir eru til gæzlu, en það er hættulegt starf, þvl að veiðiþjófar eru á ferli, og er það ekki dæmalaust, að verð- irnir séu skotnir. Miklar ransóknir hafa verið hafnar á háttum alpakkadýra og víkúnadýra, og hefur verið stofn- aður búgarður með nokkur hundruð vikúnadýra og um sjö þúsund alpakkadýr. Þar fara meðal annars fram tilraunir, sem miða að þvi að eðla saman al- pakkadýr og vikúnadýr i þvi skyni, að kynblendingar fái ullar- gæði vikúnadýra, en stærð og ullarmagn alpakkadýra. Hingað til hefur þetta þó misheppnazt, þótt bæði hafi verið beitt nýjustu frjóvgunartækni, sem og þvi að græða egg úr annarri dýrateg- undinni i leg hinnar. Þarna er einnig leitazt við að vinna bug á sjúkdómum, sem hrjá þessi dýr, og sníkjudýrum ýmsum, er þeim fyigja- Villt vlkunadýr halda sig I smá- hópum hér og þar i samræmi við fátæklegan gróðurinn, sem þar er. Hver hafur safnar um sig sex til sjö kvendýrum, og helgar sér ákveðið svæði, sem afmarkað er með sparðahrúgum, og hver skepna, sem kemur inn yfir þessi landamörk, er rekin burtu af mikilli harðneskju. Ungviðið yfir- gefur hópinn, þegar það er átján mánaða til tveggja ára gamalt, þvi að þá tekur alvara lifsins við hjá þessari dýrategund. Full- orðnu dýrin reka hin ungu burt, hvort sem þeim likar betur eða verr. Harðskeyttustu karlmenn safna um sig nokkrum gimbrum og helga sér land á nýjum stað, en þeir hafrar, sem afgangs verða, slá sér saman I flokka og biða þess, að þeir verði stærri og feit- ari og aðgangsharðari, svo að einnig þeir geti verið gjaldgengir á hjúskaparmarkaðnum, þar sem harðfylgið sker úr um allt. Svo óheppilega vill til, að aðeins tvær gimbrar fæðast á . móti hverjum þremur karldýrum, og um helmingurinn kemst aldrei á spena vegna illviðra. Nokkuð ferst llka I skærum á milli karl- dýranna, þegar þeir eru að helga sér kvendýr og land, og dýr geta einnig fallið af harðrétti, ef vetr- arveður eru ströng eða þurrviðri ganga að vorlagi, svo að gróður- inn kemur of seint.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.