Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 23. febrúar 1975 TÍMINN Stærsti fugl jarðar var sannkallað tröll hálfur fjórði metri á hæð .í^P^ HINIR svonefndu epjornisfuglar á Madagaskar eru stærstir fugla, sem skriðið hafa úr eggi á þessari jörö. Egg hans voru firnastór eins og fuglinn sjálfur, og eru nú fá- einar skurnleifar einar til merkis um það. Þó ao Markó Póló kæmi aldrei til Madagaskar á fer&um sinum hafði hann eigi a& siöur heyrt sögur um eylandiB mikla , þar sem til var fugl , sem var svo mikils vaxtar og sterkur, að hann gat lyft fil. í arabiskum sögnum er einnig getið fulgsins „rúks", sem reyndar bregður fyrir I sögunum um ferðir Sindbaðs. Fyrstu fregnir, sem reiður veröa hentar á um þennan fugl, komu frá Etinne de Flacourt, sem dvaldist árin 1648-1655 i Dauphin- vigi á suðausturströnd Madagaskar. 1 bók hans um eylandið mikla er talað um fugla, sem viða séu þar i skógum, og getur hann þar um afarstóran fugl, sem tiður hafi verið i Ampatres á eynni sunnanverðri, ekki ósvipaðan strútum og hagi varpi sinu eins og þeir. Fylgir það sögunni, að ekki sé unnt að fanga þennan fugl, þvi að hann haldi sig fjarri öllum byggðum manna. Þessi frásögn vakti ekki mikla athygli. Það var ekki fyrr en nær tvö hundruð árum siðar, að franskur skipstjóri Abadie kom til Parisar með þrjú griðarlega stór egg. Voru þau um þrjátiu sentimetrar á lengd og innihalds hvers sem næst 8 sinnum meiri en I strútseggjum. Skömmu slðar fundust I fenjum beina- grindur fugla, sem svipað hafði til strúts, nema hvað þeir höfðu sýnilega verið stærri. Þá loks fóru visindamenn að gefa frá- sögnum Flabourts gaum. Epjornisfuglinn, eins og hann hefur verið nefudur, reyndist hafa verið langstærstur fugla, sem kunnugt er um á jörðunni — um hálfur fjórði metri á hæð og sennilega um þúsund pund að fe^.^llS .<¦¦>¦.. > ^ ¦ ^jgmM Pául Mills með skurnbrotin, sem fundust I sandinum á árbakkanum við Marluhöfða, syðsta odda Madagaskar. þyngd. Hann hefur veriö ófleygur og vængjalaus að kalla, en fæturnir bæði langir og gildir. Jurtaæta hefur hann verið, og óllklegt er, að hann hafi verið góður hlaupari, en þó hefur það varla komið að sök fyrr en menn bárust til Madagaskar fyrir tvö þiisund árum. Veiðar þessara manna, sem settust að á Madagaskar hafa sjálfsagt valdið á fáum öldum, að þessum fuglum fækkaði mjög, jafnframt þvl sem leifar þeirra hróktust á staði, er fjarri voru mannabyggðum. Þegar Flabourt getur þessa stóra fugls, er svo að sjá sem allmikið hafi verið um hann, og verður ekki I efa dregið, aö eitthvað hafi þá að minnsta kosti verið af honum enn á Madagaskar, þótt ekki sé unnt að leiða rök að þvi, að neinn samtlðarmanna rithöfundarins hafi séð hann. Vlst má telja, að hinir torfæru skógar á suðurhluta Madagaskar hafi verið siðasta athvarf epjornisfuglanna. En að síðustu ddu þeir einnig út þar og hurfu með öllu. Nú fyrir skömmu hófu tveir menn, Gerald Cubitt og Paul Mills leit að minjum um þennan fugl á Madagaskar. Þeir dvöldust nokkra daga á Mariuhöfða, syðsta odda eyjarinnar, þvi að þeir höfðu haft spurnir af þvl, að leifar af gömlum eggjaskurni hefðu stundum fundizt þar um slóðir, bæði á sandöldum, sem þar eru, og I uppþornuðum árfar- vegum. Kvöld eitt voru þeir að kanna sandfláka á árbakka, tóku þeir eftir einhverju hvitu, sem llktist skeljum, og var þykktin um fimm millimetrar. Er skemmst af þvi að segja, að viö þyrnirunna einn grófu þeir upp tuttugu slik brot af ýmiss konar stærð og lögun. Þessi brot, sem reyndust vera eggja- skurn, skeyttu þeir slðan saman eftir beztu getu. Þeir héldu slðan leit sinni áfram, og fundu þeir fleiri skurn- brot, um það bil hálfan metra niðri I sandinum, voru þau greini- lega úr einu og sama egginu. Þegar þessi brot höfðu verið skeytt saman, höfðu þeir sem næst hálfan skurn I höndum. Skurnbrotin höfðu varveitzt vel. Engum getum verður að þvi leitt, hversu lengi þau hafa legið I sandinum, en liklegra er það, að þau hafi verið frá þeim timum, er epjornisfuglinn var að þvi kominn að hverfa með öllu úr sögunni, enda staðurinn á þeim slóöum,er mjög Htil mannabyggð var. Stærsti fugl jarðar, eins og menn hugsa sér, að hann hafi verið. Þrjú egg — yzt til vinstri, hænuegg, næst strútsegg og loks egg epjornisfugls, sem enn er varðveitt i safniI Höfbaborg. Skurnbrotin, sem getib er um i greininni, er þau höfOu veriO linul sam- an. Hjá þeim er skjaldbaka á striði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.