Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 23. febrúar 1975
TÍMINN
19
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson <ábm). Jón Helgason. Auglýsinga-
stjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i
Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif-
stofur I Aöalstræti 7, slmi 26500 — afgreiöslusimi 12323 —
auglýsingaslmi 19523.
Verð i lausasölu kr. 35.00.
Askriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f.
v______________________,---------------:---------<
Furðulegar tölur
Þriðjudaginn i siðustu viku seldi'st áfengi i
þremur búðum i Reykjavik fyrir 6.223.790 krónur.
Samsvarandi þriðjudag i fyrra nam áfengissalan i
þessum sömu búðum 2.854.310 krónum. Viðskipta-
menn þessara þriggja búða hafa með öðrum
orðum ekki látið sig muna um að leggja á borðið
meira en tvöfalda þá fjárhæð, er þeir skiluðu á
sama stað i fyrra.
Þessar tölur hljóta að vekja talsverða athygli.
Þetta gerist samtimis og allir segjast vera að tapa
og allir telja sig hafa of litið fyrir sig að leggja.
Hvernig verður þvi komið heim og saman?
Þetta segir þó ekki alla söguna um það, hversu
miklum fjármunum er varið til drykkjuskapar.
Sumt af þessu áfengi hafa veitingahús trúlega
keypt, og þar kaupir fólk það aftur miklu hærra
verði en i búðunum. Flest kvöld eru langar
biðraðir við dyr slikra húsa, og ekki er að sjá, að
þær styttist neitt, þrátt fyrir efnahagsástandið i
landinu.
Af þessu verður aðeins ein ályktun dregin: Að
iskyggilega mikill hluti þjóðarinnar sé andvara-
litið fólk, sem lætur sig einu gilda, hvað snýr upp
og hvað niður i f jármálum. Kveinandi yfir dýrtið,
þröngum f járhag og kröppum kjörum skilar þetta
fólk meira en sex milljónum króna i þrjár áfengis-
búðir á einum degi i fyrri hluta viku i miðjum
mánuði, þegar nýbúið er að hækka áfengisverð til
muna.
í kjölfarið koma svo bakreikningarnir, sem
læknarnir og löggæzlumennirnir þekkja, vinnu-
tapið i verkstöðvum og skólum og margvisleg önn-
ur eftirköst.
Vatnsvæðing
Þótt viða spretti upp tærar lindir og lækir falli
um hliðar og dali, hafa margir orðið að búa við lé-
legvatnsból. >;Kaupstaðir og þorp hafa ráðið
fram úr þessum málum fyrir löngu, þótt enn sé
vatnsgæðum sums staðar áfátt. í sveitum hefur
mönnum viða verið örðugra um vik, einkum þar
sem láglent er og flatlent. Þar hafa vatnsból meira
að segja stórversnað sums staðar á seinni árum
vegna aukinnar framræslu og lækkaðrar stöðu
grunnvatns af þeim sökum.
En nú er farið að hregðast við slikum
vandkvæðum á nýjan hátt. Þar kemur ekki aðeins
til, að bora má eftir vatni, þar sem áður náðist
ekki til þess, heldur einnig hitt, að heilar sveitir
eru nú teknar að sækja vatn á fjarlæga staði til
sameiginlegrar vatnsvæðingar.
Þannig efndu Landeyingar til vatnsvæðingar hjá
sér i samvinnu við Vestmannaeyinga, og Skeiða-
menn siðar. Og nú er að hef jast allsherjar vatns-
væðing allra lágsveita Árnessýslu.
Þessar framkvæmdir allar eru i senn menning-
armál og heilbrigðismál, auk þeirra þæginda, sem
vatnsvæðingunni fylgir. Þetta er framtak, sem
vert er að halda á loft. Og hér þarf stórhug til, þvi
að sjálfsögðu er vatnsveitukerfi, sem nær til allra
bæja i heilum sveitum, harla dýrt. Og enn eitt, sem
ekki sizt er vert að gefa gaum: Hér birtist
samhugur og samheldni, sem mikils er um vert.
Auðvelt væri að gera svo viðtæka framkvæmd að
deilumáli og þrætuepli, ef samstarf væri ekki sett
ofar skæklatogi og reipdrætti. Það ber því ótvirætt
vitni um mikinn félagsþroska, að vatnsvæðingu
heilla sveita er hrundið i framkvæmd án sviptinga
og sundurþykkju. Og það er einmitt þannig, sem
stórvirki eru unnin: Með samstöðu og
sameiginlegu átaki þeirra, sem saman búa og
saman eiga að starfa.— JH
ERLENT YFIRLIT
Thatcher dregur úr
ferðinni til hægri
Skuggaráðuneyti hennar líkar frekar vel
SIGUR Margaret Thatchers i
formannskjörinu hjá brezka
Ihaldsflokknum hefur nokkuð
almennt verið tUlkaður sem
hægri sveifla, þvi aö hUn hefur
veriö talin standa frekar til
hægri i flokknum, og naut
stuðnings hægri manna við
formannskjörið, þótt hUn væri
ekki frambjóðandi þeirra.
Annars er ákaflega erfitt að
tala um hægri eða vinstri i
brezka Ihaldsflokknum, eða
t.d. að telja Thatcher meira til
hægri en Heath. Einn blaða-
maður gerði sér það t.d. til
gamans og fróðleiks að rifja
upp ræðurnar, sem Heath hélt
fyrir þingkosningarnar 1970 og
eftir að hann tók við stjórnar-
forustunni að þeim loknum.
Heath beitti þá nákvæmlega
sömu vigorðunum og That-
cher við formannskjörið nú.
Takmark okkar, sagði Heath
þá, er algerlega frjálst þjóðfé-
lag, laust við opinber afskipti,
þar sem hver og einn veröur
að standa á eigin fótum. Þann-
ig byggjum við nýtt öflugt
þjóðfélag laust við sósialisma.
Við stöndum á timamótum.
Hér er að hefjast nýr timi
frjálsræöis og ábyrgöar, sem
mun setja nýtt svipmót á þjóð-
ina, og breyting, sem fylgir
honum, mun na inn i hvern af-
kima Stóra-Bretlands.
Þannig t'alaði Heath, þegar
hann varð forsætisráöherra
Bretlands sumarið 1970. 1
þessum anda reyndi hann aö
stjórna tvö fyrstu árin. M.a.
lagði hann til atlögu við verka-
lýðshreyfinguna og setti nyja
vinnulöggjöf i andstööu viö
hana. Þessi stefna aflaði
stjórn hans svo mikilla óvin-
sælda og gaf Frjálslynda
flokknum svo mikinn byr i
seglin, aö hann reyndi aö
sveigja örlitið i aðra átt. En
gamla stefnan kom aftur til
sögunnar, þegar hann lenti i
deilu við kolanámumennina.
Heath reyndist þá svo þver og
óklókur foringi, aö hann rétti
Verkamannaflokknum raun-
verulega kosningasigurinn á
silfurbakka, en Verkamanna-
flokkurinn var svo klofinn og
sundurþykkur á þessum tima,
að fariö var að tala um, að
hann yröi i stjórnarandstöðu
til aldamóta. Eftir þennan ó-
sigur Ihaldsflokksins var ljóst,
að hann myndi losa sig við
Heath við fyrsta tækifæri,
þrátt fyrir það, þótt hann ætti
ekkert álitlegt foringjaefni.
MARGARET Thatcher notaði
i sambandi við formannskjör-
iðnákvæmlega sömu vigorðin
og Heath 1970. Þeir, sem
mundu eftir ræðum Heath frá
þeim tima, voru lika i gamni
farnir að kalla hana Mrs.
Heath. En þótt Thatcher þætti
koma vel fyrir og halda vel á
máli sinu, voru það ekki þessi
vigorð, sem tryggðu henni sig-
urinn. HUn sigraði eingöngu
vegna þess, að flokkurinn vildi
losna við Heath sem foringja
af persónulegum ástæöum.
Sigur flokksins var talinn von-
laus undir forustu hans.
Strax eftir formannskjörið
var Thatcher vöruð viö þvi að
draga ekki fána hægri stefnu
að hun. Alveg sérstaklega var
hUn vöruö við því að gera
helzta leiðtoga hægri stefn-
unnar Keith Joseph, að fjar-
málaráðherra i skuggaráðu-
neytinu. HUn var jafnframt
hvött til þess að mynda ráöu-
neyti sitt á sem breiðustum
grundvelli.
Eftir þessum leiöbeiningum
hefur hUn bersýnilega fariö,
þótt ef til vill megi segja, að
Þessi mynd var tekin af Margaret Thatcher fyrir tveimur árum,
en þá sat hún enn I stjdrn Heath's og fór vel á meö þeim.
Margir lita nú á þessa mynd sem fyrirboða.
skuggaráöuneyti hennar beri
að vissu leyti meiri hægri svip
en skuggaráðuneyti Heaths,
hefur hUn bersýnilega dregið
eins mikiö Ur ferðinni til hægri
og henni var unnt eftir aö vera
komin til valda meö stuðningi
hægri manna.
Ráðuneyti Thatchers er
þannig skipað, að hUn ætlar
bersýnilega tveimur mönnum
að ganga næst sér að völdum,
þeim William Whitelaw, sem
var aðalkeppinautur hennar
við siðari umferö formanns-
kjörsins, og Keith Joseph.
Whitelaw veröur varaformað-
ur og næstur henni að völdum,
en Joseph mun fjalla sérstak-
lega um stefnumótun og rann-
sdknir i þvi sambandi. Næst
þeim Whitelaw og Joseph
kemur svo Reginald Maud-
Hng, sem verður utanrikisráð-
herra skuggaráðuneytisins.
Hann keppti á sinum tima við
Heath um formannsstöðuna
og margir telja nU, aö flokkn-
um myndi hafa farnazt betur
undir forustu hans. Maudling
sagði af sér sem innanrikis-
ráðherra 1972 vegna þess, aö
hann var riöinn við fyrirtæki
fjárbrallsmanns, sem varð
gjaldþrota, en engar sakir
hafa þó sannazt á Maudling og
almennt viröist álitið, aö
Maudling hafi hér þurft að
greiða smávægilega yfirsjön
of dyru veröi. Margt bendir til,
að það sé sterkur leikur hjá
Thatcher að tefla nU Maudling
fram og hann þykir ólikt álit-
legra utanrikisráðherraefni
en Rippon, sem gegndi þvi
starfi i skuggaráðuneyti
Heaths, en hann neitaði að
taka sæti i ráðuneyti That-
chers, en Rippon er þó til
hægri i flokknum. Maudling
hefur hins vegar verið talinn i
frjálslyndari armi flokksins.
Sæti fjármálaráöherra i
ráðuneyti Thatchers skipar
Geoffrey Howe, sem var einn
af keppinautum hennar viö
formannskjörið. Hann er tal-
inn ihaldssamur i fjármálum,
en frjálslyndur i félags-
málum, og hefur þvi veriö tal-
inn til frjálslyndari arms
flokksins. Annar keppinautur
Thatchers við formannskjör-
ið, James Prior, er atvinnu-
málaráðherra, en þvi starfi
fylgir m.a. að stuðla að nægri
atvinnu. Ian Gilmour, sem var
einn af stuðningsmönnum
Heaths, er innanrikisráð-
herra. Hann hefur veriö talinn
i frjálslyndari armi flokksins.
Varnarmálaráöherra er
George Younger, sem hefur
þótt liklegur til mikils frama.
Irlandsmálaráðherra er Airey
Neave, en hann skipulagði
kosningabaráttuna fyrir That-
cher I sambandi viö for-
mannskjörið. Heath hafnaöi
aö taka sæti i skuggaráöu-
neytinu.
Þaö viröist ljóst af þvi, sem
hér er rakið, aö Thatcher
hefur leitazt við að mynda
ráðuneyti sitt á sem breiöust-
um grundvelli og forðazt aö
hafa a þvi neinn sérstakan
hægri svip. Það hefur gilt um
marga formenn brezka
Ihaldsflokksins, að þeir hafa
byrjaö alllangt til hægri, en
færzt i hina áttina. Astæöan er
sU, að Bretland býr við
tveggja flokka kerfiö, og þvi
eru þaö oftast óháðu kjósend-
urnir, sem hvorki skipa sér
langt til hægri eða vinstri, sem
ráða Urslitum. Skipan skugga-
ráðuneytis Margaret That-
chers gæti bent til þess, að hUn
hafi gert sér þetta ljóst, hvað
sem öllum stefnuyfirlýsingum
liöur.
Þ.Þ.