Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 23. febrúar 1975
TÍMINN
17
Guðmundur G. Þórarinsson afhendir Friörik Ólafssyni verðlaunin á
Skákþingi 1971.
litið. Það varð jafntefli. Það var
fyrir fjórum árum i Moskvu.
— Bendir það ekki til styrkleika
að hann náði jafntefli?
— Það segir sitt. En án gamans,
Karpov hefur náð sinum styrk-
leika aðallega á siðustu þremur
árum og er nú geysisterkur skák-
maður.
— Larsen. Hvar er hann?
— Hann er vist að tefla i
Sviþjóð. Það gengu sögur um að
hann væri orðinn spænskur rikis-
borgari, en hefur ekki við rök að
styðjast. Annars býr hann núna i
Las Palmas og segist vera á flótta
undan dönskum sköttum.
— Hann tekur þátt i skákmótum
út um allan heim.
— Hann er alltaf teflandi og
verður það vafalaust alla tið.
Þetta er hans lif og yndi.
Larsen að dala?
— Fer styrkleiki hans þverr-
andi?
— Ég veit það nú ekki. En hann
hefur ýmislegt misst af þvi sem
Friðrik tefldi við
áskorandann,
Karpov og gerði
jafntefli. Það var
í Moskvu fyrir
fjórum árum en
síðan hefur
Karpov aukið
styrkleika sinn
ótrúlega mikio
I
hann hafði áður. Fyrir 6-7 árum
voru allar likur á þvi að hann
myndi ná langt i skákinni, en
hann hefur nú lækkað flugið
svolitið — i bili að minnsta kosti.
Það hefur einhvern veginn dregið
af honum. Auðvitað getur þetta
verið timabundið ástand og hann
gæti eins vel komið upp aftur,
sterkari en nokkru sinni fyrr.
— Hvenær teflduð þið siðast
saman?
— I Las Palmas.
— Larsen sagði fyrir nokkrum
árum i blaðaviðtali að þú værir
bezti áhugaskákmaður i heimi?
— Já hann varð vist að segja
það. Þetta var eftir að við tefldum
skák á Laugarvatni með lifandi
mönnum — og hann tapaði. Þetta
var svona létt skák, og meira upp
á grin.
Fer til Spánar frá Eist-
landi
— Nú lýkur skákmótinu i Eist-
landi um 10. marz. Hvað tekur þá
við?
— Þá fer ég liklega á mót á
Spáni, sem þó er ekki endanlega
ákveðið. Alla vega fer ég til Las
Palmas.
— Að hitta Larsen? Eruð þið
vinir?
— Það er gott á milli okkar Lar-
sens, nema þegar við teflum,
annars held ég ekki neinn sér-
stakan kunningsskap við hann, en
það gleður okkur að hittast. Ég á
von á að mótið á Spáni geti orðið
með svipuðum styrkleika og þetta
mót á Eistlandi og hefi ég þvi
talsverðan áhuga á þvi að það
verði haldið með tilgreindum
styrkleika.
— Ferðu á heimsmeistaraein-
vigið?
— Ég hef ði mikinn áhuga á þvi.
Þó er langt að fara ef það verður
haldið á Filippseyjum. Annars er
ekki lengur nauðsynlegt að fara á
svona mót til þess að fylgjast
með. Maður fréttir af þessum
skákum á augabragði hvar sem
maður er i heiminum. Fréttir
koma með telex-sendingum og i
fjölmiðlum og ekkert á að fara
framhjá manni i skákunum, ef
menn hafa áhuga. En áhugavert
er að koma á svona stórmót og
stemmningin er mikil, ekki
aðeins fyrir skákmeistara heldur
fyrir allan almenning, segir Frið-
rik ólafsson, stórmeistari að lok-
um.
Jónas Guðmundsson.
Oft hefur Friðrik teflt f jöltefli, bæði við börn og fulloröna. Hér er hann árið 1965 að tefla við nokkra pilta
úr gagnfræðaskóla i Kópavogi.
A skákmóti 1971 Yngvar Barda og Friörik ólafsson.
Guðfinnur Kjartansson, færir Friðriki ólafssyni stórmeistara blóm í
tilefni ef fertugsafmæli hans.
ALLIR VITA að gengi íslenzku
krónunnar hefur verið breytt
ÞÉR MEGIÐ OG VITA
AÐ ENN FÁST HJÓLHÝSI A
GAMLA VERÐINU
C1 SPRITE
'unnai S%>^eiman Lf. iss^lJí,