Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN í"Ci ¦'v- i ¦ i > i t ¦ ; Sunnudagur 23. febrúar 1975 Eirlksvogur i öxney 19/7. 1942 Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga LXII „Þú ert Uti við eyjar blár, ég er setztur að Dröngum". Eirikur rauði nam Brokey og Öxney á Breiðafirði fyrir hart- nærþUsundárum. Bjó i Suðurey við Brokey hinn fyrsta vetur, en slðan á Eiriksstöðum i öxney, unz hann varð sekur um viga- ferli. Þá bjó hann skip sitt i Eiriksvogi i öxney. Leyndist um hrið i Dímonarvogi i Klakkseyjum — og sigldi siðan vestur i haf að leita Grænlands. Sjá mynd af Eiriksvogi i öxney. Brokey og öxney eru landmestu eyjarnar i Suðureyjum. Hefur þar verið tvi- eða þribýli fyrr á tlð. Hafa Breiðafjarðareyjar löngum verið matarkista mikil. Husið i öxney, sem hér er birt mynd af, byggði Jóhann Jónasson árið 1883. Hann var afi Jóhanns Jónassonar forstjóra Grænmetisverzlunarinnar, sem léði myndina. Jóhann eldri hafði nýkeypt öxney er hann réðst i að byggja eitt hið veglegasta hús við Breiðafjórð. HUsið er lir timbri með vatnssuð, þ.e. trélistar negldir yfir samskeyti borðanna. Tréflögur voru lagðar á austurhlið til skjólsog skrauts. Gestastofan þótti sérstaklega skrautlega útbuin og máluð. Húsið stendur enn: skUr var siðar byggður við það. Til hægri á myndinni sér i timburframhlið litils gamals bænahUss, siðast nótað sem skemma. Það er að mestu Ur grjóti og torfi, óþiljað innan. Bænahússins er getið I Vilkins- máldaga, skömmu fyrir 1400. Móta sést fyrir kirkjugarði umhverfis það og tvö örnefni I eyjunum eru við þa. kennd. Munu IbUar Suðureyja hafa sótt þangað til bæna öldum saman. Vinstra megin við hUsið sér á þykka torfveggi og litlar dyr. Þeir eru leifar tveggja bæja og var öðrum bænum loks breytt I hlöðu. Fyrir miðju á myndinni sjást hjónin Jóhann Jónasson (með hatt) og Sigurlaug siðari kona hans. Til beggja hliða og i forgrunni börn þeirra og börn hans frá fyrra hjónabandi. Næst hUsinu sést Estlva Björnsdóttir frá Litla- Velli I Reykjavik og danskur aðstoðarm ælinga rm aður. Myndina tók danskur liðsfor- ingi, Garde að nafni, er hann var hér við sjómælingar, liklega árið 1896. Myndin i Elliðaey var tekin ofan Ur vitanum 21. jUli 1942. Var ranglega merkt öxney I þriðja þætti, 4. nóv. 1973. Myndin af ungmennunum við tjaldið i Arney var tekin 25. júli 1942. Klakkarnir sjást i baksýn. Lltum á gamla mynd af Háafelli i Miðdölum. Bærinn var byggður 1895 og var bUið i honum fram um 1960. Heimarafstöð byggð 1934 og þá raflýst. Skemma sést lengst til hægri, þá baðstofa, en vinstra megin bæjardyra reisuleg stofa og geymsluloft yfir. Kjallari var undir húsinu. Yzt til vinstri hlaða sem rúmaði fjögur kýrfóður, og fjós bakvið. Þar hjá sér á eldhUsstrompinn. Fimm hlóðir voru i eldhUsi. Eldavél kom snemma, en hlóðir notaðar á haustin til slátursuðu o.fl. fram um 1920. Milli bæjar- burstanna var gert svefnher- bergi i stað þykkra, tvöfaldra torfveggja. Baðstofan var fimm stafgólf. Háafell var fyrrum fimm bursta bær. Skálaburst var yzt t.h., en tvær vinstra megin, þar sem hlaðan er nU. Fjallið heitir Háfur. Hefur bærinn e.t.v. heitið Háfsfell I öndverðu? ólafur Benediktsson gUmmiskógerðarmaður, bóndi i Háafelli til 1946, fæddur þar og uppalinn, léði myndina. Myndin af konu I skautbUningi I slðasta þætti er af GuðrUnu Indriðadóttur leikkonu (á'tima- bilinu 1905-1910) t öxney á Breiðafiröi laust fyrir aldamót

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.