Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 33

Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 33
 Sunnudagur 23. febrúar 1975 TÍMINN 33 Svo eru hrútarnir með stóru hornin sin. Þeir eru stundum að berjast, ganga þá aftur á bak fyrst og hlaupa svo á- fram hver á móti öðrum unz hornin skella saman svo glymur i! Vænt þótti mér um litlu lömbin og svo hana forustu-Golsu. Hún var svo vitur og sjálfkjörin foringi ánna. Við gátum bent henni hvert hún ætti að fara, þá hljóp hún þá leið og allur hóp- urinn á eftir. Og þegar við rákum féð á beit, eða heim af beit i hrið og snjó, þá valdi Golsa beztu leiðina og hún rat- aði alltaf heim. Forustu- svo þeir hlupu skrækj- andi burt. Hrossin voru venju- lega 4—6 og stundum folöld að auki. Góða-Rauðka var ágætt reiðhross, viljug, renni- vökur og þæg. Okkur þótti vænst um hana. En mest var talað um Pen- dúlu, jú, hún var kölluð þetta i allri sveitinni, vegna þess að taglið á henni gekk oft ótt og titt til hliðanna eins og pendúll á klukku! í raun og veru hét hún llauðka og loks Gamla-Rauðka. „Viltu fara upp á Stórahjalla og sækja Rauðku", sagði pabbi einn daginn. Ég gekk af Hestur'og börn á Stóru-Hámundarstöðum. Hann viröist hafa gaman af eins og börnin. féð er skynsamara en aðrar kindur, venjulega létt á fæti og heldur holdgrannt, oft flekkótt á iit. Stundum gáfum við kindunum brauðdeig eða salta sild i aukabita á veturna. Þær komu þá i spretti og voru svo gráðugar, að þær ætluðu alveg að ryðja okkur krökkunum um koll. A vorin vildu þær verja lömbin sin og settu jafn- vei hornin i hundana, Húsfreyjan I sööli á Grána sinum stað með beizli i hend- inni. Rauðka stóð kyrr eins og þúfa þegar ég gekk að henni og lét upp i hana beizlið. Svo fór ég á bak og vildi riða liðugt heim, en Rauðka stóð bara kyrr, þó að ég hott- aði á hana. Ég sló i hana á lendina með spotta, en þá byrjaði hún að hrista sig alla og siðan að ganga aftur á bak. Ég hélt áfram að dangla i hana og berja fótastokk- inn, en ekkert gekk! Loks sneri hún afturend- anum i brekkuna og jós svo að ég valt fram af henni ofan i grasið, Ég varð loks að teyma hana heim og var lengi að þvi. Rauðku fannst ekkert liggja á og greip niður i gras þegar hún sá færi á þvi. Hún bar enga virð- ingu fyrir krökkum og unglingum, en pabba hlýddi hún vel. Ef ó- kunnugir fóru á bak henni, jafnvel þó full- orðnir væru, gekk hún aftur á bak, hristi sig, jós og prjónaði, reis alveg upp á afturendann svo flestir gáfust upp og Féö rekiö i heimaréttina. Það er hugur I ungum og gömlum! hættu við reiðtúrinn. Rauðka var dugleg fyrir kerru og bar klyf jar vel, en beitti þó stundum brögðum, ef við ung- iinga var að eiga. Þegar girt var á henni þá belgdi hún sig út, svo gjarðirnar héngu lausar á eftir er hún slakaði á aftur. Einu sinni var ég að aka mykju á völl i kerru með Rauðku fyrir,heitan dag i góðu veðri. Leiðin lá yfir læk. Þegar leið á daginn fékk Rauðka sér að drekka i hverri ein- ustu ferð. Ég undraðist hve þyrst hún virtist vera og fór að gæta bet- ur að. Sá ég þá að Rauðka bara dýfði múl- anum i vatnið en drakk ekkert! Hún var bara að slæpast, en reyndi að villa mér sýn og tókst lengi að leika á mig. Hyggin var hún greini- lega, en duttlungafull. Rauðka var foringi hrossanna, þau báru auðsjáanlega virðingu fyrir henni. Þegar hrossin voru á beit úti i snjó á veturna, þá valdi hún haga handa þeim. Fór hún á undan á beztu blettina og þau fylgdu á eftir. Rauðka sótti mikið i túnið, sem þá var ógirt. Ég átti að verja túnið og hafði tvo hunda og að auki hrossabrest sem mikið glumdi i. Ef ég komst nærri og þeytti hrossabretinn, stukku hrossin langt i burtu. Aumingja Brúnka datt einu sinni, henni varð svo illt við lætin i hrossabrestinum. Eitt kvöld, þegar ég átti að reka fé og hesta frá túninu áður en farið var að soi'a, sá ég hross- in hvergi og hugsaði ekki meira um það. En um morgunin lágu þau öll á túninu sæl og mett. Ég rak þau út fyrir gamla vallargarðinn framhjá fjárhúsinu. Sá ég þá fjöldamargar hrossataðshrúgur bak við fjárhúsið og þar var grasið allt bitið og traðkað. Þarna höfðu þá hrossin verið um kvöld- ið, þar sem þau sáust ekki frá bænum. Ég ef- ast ekki um að Rauðka hefur ráðið ferðinni. Nú fórum við að hýsa hross- in á nóttunni svo þau bitu ekki túnið. Gekk svo nokkra daga. En eitt kvöldið voru hrossin komin hátt upp i hlið og fór Rauðka þangað á undan. Við nenntum þá ekki að sækja þau um kvöldið. En morguninn eftir voru þau öll i túninu og búin að bita mikið. Svona gekk tvö kvöld. Þriðja kvöldið var mér sagt að vaka fram á nótt og sjá hvað hrossin gerðu. Þau voru hátt uppi i hliðinni um hátta- timann. En rétt um lág- nættið sá ég i kiki að Rauðka var hætt að bita og var að smábita heim að bænum, Allt i einu tók hún rás niður hliðina — og öll hrossin á eftir, — og stönzuðu ekki fyrr en heima á túni. Rauðka hafði verið að biða eftir þvi að ailir væru háttað- ir og sofnaðir, áður en hún færi heim á túnið. Ég lét ekki sjá mig en var á gægjum, þangað til hópurinn kom, þá hljóp ég á móti þeim með hundana og hrossa- brestinn. Þó Rauðkaværi svona viðsjál var okkur vel við hana og ellidauð varð hún að lokum. (framhald) i heimarétt á stóru-Hámundarstööum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.