Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 32

Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 32
FF 22 TIMINN "• i bu i .•:¦ Sunnudagur 23. febrúar 1975 Irsgólfur Davíðsson: DYRIN Á BÆNUM Á sveitabæjunum eru mörg húsdýr. Þegar ég var að alast upp á Stóru-Hámundarstöðum við Eyjafjörð voru þar kýr og kindur, hestar, hænsni, hundar og kett- ir. Af kúnum man ég bezt eftir henni Grá- flekku, stórri og hnifl- óttri. Ég kom oft með litla könnu i fjósið, þeg- ar verið var að mjólka og fékk spenvolga mjólk úr Flekku, hún er svo stór og hraust, það er bezt að þú fáir mjólk úr henni, sögðu mjalta- stúlkurnar. Flekka var foringi kúnna, hún gekk á und- an og hinar fylgdu á eft- Kýr á Stóru-Hámundarstöðum. ir. Ef einhver var óþæg, hnoðaði Flekka hana bara um koll, þó hin væri hyrnd, en Flekka bara hnýflótt. Flekka sótti mikið i túnið. Ég átti að verja það fyrir kúnum og varð stundum reiður við þær. Sérstak- lega varð að hafa gætur á Flekku ef búið var að þurrka hey og bera það upp I sátur eða bólstra, þvi að ef hún sá sér færi á, kom hún á harða spretti beint á sáturnar og ruddist gegnum þær. Henni þótti auðsjáan- lega gaman að sundra heyinu, og þeyta þvi i kringum sig. Naut eru stundum mannýg og hættuleg, en stóri grái boli var mein- iaus og skapgóður. Hann var oft sóttur handa kúm á öðrum bæjum og t réttinni. Stórhyrndar ær og ein kollótt. Hrútur meo stóru hornin sin. Lamb ris upp i þvögunni. Hún er i tnargar peysur ullin af þessum kindum. fór Kristinn vinnumaður með hann. En þegar fara skyldi heim aftur lagði Kristinn taum- bandið á bakið á bola og fór sjálfur á bak eins og á hesti. Grái boli labbaði svo heim, alveg að fjós- dyrum með Kristin á bakinu. Eitt óþurrkasumar varð sumt af töðunni dá- iitið myglað og vildu kýrnar helzt ekki eta nema það bezta. En ef kýr gat smeygt hausn- um i jötuna hjá næstu kú, þá át hún myglaða töðu með beztu lyst, — bara ef hún gat stolið henni! hefur kannskí hugsað að það . væri betra hey hjá hinni kúnni. Svona höguðu þær sér stundum skrýti- lega, blessaðar kýrnar. Ærnar voru oft 80—100 að tölu, flestar hvitar, en sumar svartar, gráar, mórauðar, flekkóttar, höttóttar, botnóttar, golsóttar, bildóttar o.s.frv. Hafið þið séð alla þessa liti á fénu? Kannski geta foreldrar ykkar eða kennarinn lýst þessu öllu fyrir ykk- ur. Pabbi þekkti allar ærnar með nafni. Hann þekkti þær af lit, svip og fleiri einkennum. Ærnar hafa hver sinn svip, rétt eins og manneskjur. DAN BARRY Sonur Apollo! \ Við verðum að ^j Hann sagði þá satt, Jsegja keisaranuml hann er sendur af ^wtíffiP^fc Geiri reynir að gera við timavélina. ® King F«»turei Syndiote. Inc. 1974. World righti reurved Þessu hefur verið ...Geturöu breytt öllu hérna.) lagað y^-það? Á meðan, i höll keisarans.... / HVAÐ? Hvaða raus v Þao er ég, Cali- erþetta?Þaðvitaallir, ^ula! Koi?ið meo að pað er aðems einn guð i Róm..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.