Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 21
Sunnudagur 23. febrúar 1975 TÍMINN 21 aflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? mig um, hann ræðir Það er oft sagt, að þegar menn fari að komast á efri ár, vilji þeir helzt lesa endurminningar og annað þvilikt, og liklega sannast það á mér að einhverju leyti. Annars er þetta lika eðlileg af- leiðing af starfi minu. Við, sem að orðabókinni vinnum, þurfum að lesa sem mest af þvi, sem prentað hefur verið á islenzku og það hef- ur leitt mann út i að lesa sitt af hverju sem annars hefði kannski aldrei hvarflað að manni að lita i. NU, svo hef ég lika þurft að fást við islenzka menningarsögu i sambandi við ritstjórn á Kultur historisk Leksikon, og það hefur haft það i för með sér að ég hef lesið sagnfræði meira en ég hefði annars gert. Skólamenntun min i klassiskum fræðum kom mér lika til þess að lita á bókmenntasög- una i svolitið öðru samhengi en ef ég hefði aldrei lesið annað en is- lenzk fræði. Þetta hefur haft i för með sér að ég hef verið forvitnari um eldri bókmenntir — miðalda- bókmenntir og annað þvilikt — utan hins islenzka bókmennta- heims. Þótt þær komi minni fræðigrein ekki beint við, þá hafa þær þýðingu fyrir mig., bæði sem menntunaratriði og til þess að skynja samhengið i þróun is- lenzkra bókmennta með tilliti til erlendra samtimabókmennta. Þýddi margar af bókum Halldórs Laxhess á dönsku — Ef ég man rétt, þá hefur þú, dr. Jakob, þýtt mikiö af bókum og meðal annars margar bækur Laxness á dönsku. Hefur það kannski verið tómstundavinna? • — Að nokkru leyti hefur það verið. Þegar ég var i Kaup- mannahöfn var ég beðinn að þýða Halldór á dönsku. Ég hafði þá ekki neina fasta stöðu, heldur vann ég ýmsa lausavinnu hér og þar. Þetta var þvi ekki eingöngu tómstundastarf, heldur lfka i- hlaupavinna öðrum þræði. En það æxlaðist nú samt svo til, að ég hélt þessu áfram, eftir að ég var kominn i fast starf, og samanlagt held ég að ég hafi þýtt eitthvað tiu bækur eða svo eftir Halldór á dönsku. Siðustu bókina þýddi ég hér heima, eftir að ég var seztur hér að, en eftir það hafði ég ekki aðstæður til þess að sinna þvi lengur, þvi að þá var ég kominn með svo mikið af verkefnum að það var bókstaflega aldrei neinn timi til þess að hugsa um þýðing- ar. Auk þess var lika miklu erfið- ara að fást við slikt, eftir að ég átti ekki lengur heima i Dan- mörku. — Var ekki erfitt verk að þýða Laxness á dönsku? — Það var ákaflega gaman. JU, vist var þaðerfitt, þvi að Hall- dór er allt annað en auðþýddur á Þrátt fyrir mikla vinnu gefst stundum tækifæri til þess að lita I bók, ein göngu sér til skemmtunar, og þær stundir eru ekki látnar cmotao ar. ' TímamyndRóbert. erlend mál, en auk þess háði það mér að ég er ekki innfæddur Dani. Að visu var ég bUinn að eiga heima i Danmörku i mörg ár og það átti vist svo að heita, að ég kynni dönsku nokkurn veginn sæmilega eins og hún verður lærð af bókum. En það er nU sama: Ut- lendingur fær aldrei sömu tilfinn- ingu fyrir máli og sá maður, sem fæddur er og alinn upp með þeirri þjóð sem málið talar. Hins vegar bjargaði það mér mikið, að kona min er dönsk og hennar lið var mér alveg ómetanlegt á meðan á þessu verki stóð. Þetta varð mér llka ákaflega holl reynsla, þvi að þarna tamdist ég við að skrifa dönsku miklu meira en annars hefði orðið og það hefur komið sér að gagni siðan á ýmsan veg. — Nú hefur þú mikið unnið að félagsmálum, meðal annars hjá Máli og menningu i Reykjavlk. Það hlýtur þó að hafa verið tóm- stundastarf? - — 1 upphafi var það aðalstarf, en siðan hefur það orðið tóm- stundavinna, sem ég hef þvi mið- ur ekki lial'l eins mikinn tima til þess að sinna og ég hefði viljað. JU, ég gerði þarna ýmislegt og skrifaði meðal annars nokkrar greinar I Tímaritið. Það var vit- anlega tómstundavinna i þeim skilningi að ég hafði aldrei tíma til þess að sinna þvi nema i ein- hverjum ihlaupum. Þetta hefur lika minnkað með árunum, þvi að einhvern veginn er það nU svo, að verkefnunum hefur fjölgað, þótt vinnuþrekið hafi hins vegar frem- ur dvínað. Ég hef lika alltaf verið fremur lélegur félagsmaður. Mér hefur oröið það á að sitja i ýmsum félagsstjórnum og hef vist stund- um verið langt kominn að drepa sum félóg þar sem ég sat i stjórn sökum ódugnaðar. Sjálfsagt e'r þetta ekki mér til neins hróss, en þó finnst mér það ekki með öllu illt. Mér hefur nefnilega oft sýnzt, aö alls konar félagsmálastUss éti tima manna I alltof rikum mæli og að sumir hefðu vel getað varið tómstundum sinum til þarflegri hluta. ,,Það tvennt, sem ég mun seinast hætta viö...." — Þú segir, að starfsþrekið hafi dvfnað. Varstu kannski einn þeirra manna, sem geta unnið svo að segja allan sólarhringinn, að minnsta kosti á meðan þeir eru á léttasta skeiði? — Ekki segi ég það nU. Ég hef frá barnæsku verið morgunsvæf- ur, en hins vegar hef ég getað set- ið frameftir á kvöldin, og á yngri árum var það venja mín að vinna alltaf fram um miðnætti og gjarna fram til klukkan eitt eða tvö á næturna. Ég held, að ég hafi aldrei skrifað neitt sem gagn er i fyrir hádegi, þótt ég hins vegar gæti þá unnið alla venjulega vinnu, eftir að ég var kominn að mlnu verki, ef það var ekki alltof snemma. Ég hef af þvi nokkra reynslu, ao ég dugi ekki til morgunverka. Þegar ég var I Danmörku kenndi ég nokkur ár I menntaskóla i Kaupmannahöfn. Kennslan byrj- aði yfirleitt alltaf klukkan átta að morgni hjá mér, sem aftur þýddi það, að ég mátti helzt^ aldrei vakna seinna en klukkan sjö. Þetta fór 'satt að segja illa með mig. Ég tók nærri mér að þurfa að vakna svona snemma, og ég gat bókstaflega aldrei vanizt þvi. Þetta, ásamt öðru, varð til þess, að ég gat aldrei hugsað mér að verða fastur kennari, til dæmis við menntaskóla, enda æxlaðist það nU svo til, að ég þurfti ekki á þvi að halda. Og eftir að ég kom heim, hef ég yfirleitt alltaf neitað öllum tilmælum um slikt. — Vinnur þú enn svona, mest á kvöldin og fyrri hluta nætur? • — Nei. Mitt fastaverk, hér við orðabókina, vinn ég að sjálfsögðu á venjulegum skrifstofutima, og heima hjá mér hefur dregið mikið Ur kvöldvinnunni. Eftir þvi sem árin hafa færzt yfir mig, hef ég oröiö þess áþreifanlega var, að ég kemst ekki upp með mitt gamla vinnulag. Ég hafði alltaf heyrt, þegar ég var ungur, að eftir þvi sem menn eltust, þyrftu þeir minna að sofa. Hvað mig snertir hefur þetta reynzt alrangt. Mér finnst ég alltaf þurfa meira og meira að sofa, eftir þvi sem ég verðeldri, og það þýðir að ég vinn skemur fram eftir a kvöldin nUna heldur en fyrr á árum og við það fækkar auðvitað tómstundum mlnum. — Vitanlega. En einhverjar tómstundir munt þú nú samt eiga enn, eins og aðrir menn. Og hvað þykir þér þá bezt að gera núna, liin slðari ár, þegar þú átt fri? ¦ — Þetta hefur litið breytzt með árunum, utan að ferðalög og Uti- vist hafa minnkað og dregizt saman. Það sem mér er mest virði i tómstundum, er bóklestur og tónlist, og það er það tvennt, sem ég held að ég muni seinast hætta við. Tóku píanó á leigu og léku á það i tómstundum sinum — Hvaða tegund tónlistar er það, sem þú hefur mestar mætur á? • — Ég ólst upp á heimili, þar sem mikil sönglist var um hönd höfð. Faðir minn var organisti I Viðimýrarkirkju og söngmaður ágætur. Hann tók þátt i þvi að stofna fyrsta kórinn i Skagafirði, sem nokkuð kvað að, svokallaðan Bændakór, sem var vel þekktur i Skagafirði og viðar um Norður- land á árunum i kringum 1920. , Það var þvi alltaf mikið um söng heima hjá mér i æsku minni, þar komu oft góöir söngmenn og þá var alltaf spilað og sungið. Þetta leiddi til þess, að ég lærði með nokkrum hætti að spila á or- gel, þótt auðvitað væri sá lær- dómur heldur i molum, og eftir að ég var kominn Ut á mina náms- braut, hafði ég hvorki tima né peninga til þess að sinna tónlist- inni til frekari lærdóms. Þessi uppeldisáhrif urðu þó til þess, að ég kunni skil á einfaldri tónlist, og strax og ég kom til Kaupmannahafnar opnuðust mér tækifæri til þess að hlusta á svo- kallaða æðri tónlist, og það er hUn, sem ég hef jafnan reynt að hlusta á, og svo er enn. Ég hef reynt að fara á tónleika, eftir þvi sem aðstæður hafa leyft, en þvi miður hef ég orðið að hætta alveg við að ilka tónlist sjálfur sökum timaskorts. — Áttu samt ekki alltaf hljóð- færi? — Hljóðf æri er til á minu heim- ili, en það gerist æ sjaldnar að ég snerti það. Og sannleikurinn er lika sá, að ég væri heldur ekki fær um það vegna æfingarleysis. En þessi árátta hefur fylgt mér alla ævi og ég veit, að þáð muni ekki verða öðruvisi, þótt ég gerist enn- þá eldri en ég er nU. — Hefðir þú ekki gjarna viljað læra hljóðfæraleik að verulegu marki, þegar þú varst ungur? — Ég sé eftir þvi að ég skyldi ekki hafa haft aðstöðu til þess i æsku að komast eitthvað lengra á þeirri braut að iðka tónlist sjálf- ur. Því olli féleysi, fyrst og fremst. Þannig var það til dæmis á stUdentsárum minum að þá bjuggum við saman tveir félagar, og áttum það sameiginlegt að hafa áhuga á tónlist. Aldrei kom- umst við þó lengra en að leigja okkur pianó, sem við glömruðum á, eftir okkar fátæklegu getu. En þó að við yrðum aldrei nein- ir meistarar i pianóleik, þá dugði þetta þó til þess að við kynntumst talsvert miklu af tónlist á nótum og gátum stautað okkur fram Ur tónverkum. Þá var hvorki komið Utvarp né grammófónar i þeim skilningi, sem nU er, svo að þá var það miklu nauðsynlegra að geta sjálfur stautað sig vandræðalaust fram Ur tónverkum á blaði, þótt maöur gæti ekki spilað þau svo að nokkurt lag væri á. 1 þessu var þó fólgin aukin ánægja og lærdómur. NU hefur þetta gerbreytzt með tilkomu Utvarps og grammófóns, en ég er ekki viss um að það sé eingöngu til góðs, þvi að þetta, að iðka tónlist sjálfur, er i sjálfu sér Framhald á bls. 39. flokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? jj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.