Tíminn - 23.02.1975, Page 32

Tíminn - 23.02.1975, Page 32
32 TÍMINN Sunnudagur 23. febrúar 1975 Ingólfur Davíðsson: DÝRIN Á BÆNUM Á sveitabæjunum eru mörg húsdýr. Þegar ég var að alast upp á Stóru-Hámundarstöðum við Eyjafjörð voru þar kýr og kindur, hestar, hænsni, hundar og kett- ir. Af kúnum man ég bezt eftir henni Grá- flekku, stórri og hnifl- óttri. Ég kom oft með iitla könnu i fjósið, þeg- ar verið var að mjólka og fékk spenvolga mjólk úr Flekku, hún er svo stór og hraust, það er bezt að þú fáir mjólk úr henni, sögðu mjalta- stúlkurnar. Flekka var foringi kúnna, hún gekk á und- an og hinar fylgdu á eft- ir. Ef einhver var óþæg, hnoöaði Flekka hana bara um koll, þó hin væri hyrnd, en Flekka bara hnýflótt. Flekka sótti mikið i túnið. Ég átti að verja það fyrir kúnum og varð stundum reiður við þær. Sérstak- lega varð að hafa gætur á Flekku ef búið var að þurrka hey og bera það upp i sátur eða bólstra, því að ef hún sá sér færi á, kom hún á harða spretti beint á sáturnar og ruddist gegnum þær. Henni þótti auðsjáan- lega gaman að sundra heyinu, og þeyta þvi i kringum sig. Naut eru stundum mannýg og hættuleg, en stóri grái boli var mein- laus og skapgóður. Hann var oft sóttur handa kúm á öðrum bæjum og Kýr á Stóru-Hámundarstööum. t réttinni. Stórhyrndar ær og ein koliótt. Hrútur meö stóru hornin sin. Lamb ris upp i þvögunni. Hún er I margar peysur ullin af þessum kindum. fór Kristinn vinnumaður með hann. En þegar fara skyldi heim aftur lagði Kristinn taum- bandið á bakið á bola og fór sjálfur á hak eins og á hesti. Grái boli labbaði svo heim, alveg að fjós- dyrum með Kristin á bakinu. Eitt óþurrkasumar varð sumt af töðunni dá- litið myglað og vildu kýrnar helzt ekki eta nema það bezta. En ef kýr gat smeygt hausn- um i jötuna hjá næstu kú, þá át hún myglaða töðu með beztu lyst, — bara ef hún gat stolið henni! hefur kannski hugsað að það . væri betra hey hjá hinni kúnni. Svona höguðu þær sér stundum skrýti- lega, blessaðar kýrnar. Ærnar voru oft 80—100 að tölu, flestar hvítar, en sumar svartar, gráar, mórauðar, flekkóttar, höttóttar, botnóttar, golsóttar, bildóttar o.s.frv. Hafið þið séð alla þessa liti á fénu? Kannski geta foreldrar ykkar eða kennarinn lýst þessu öllu fyrir ykk- ur. Pabbi þekkti allar ærnar með nafni. Hann þekkti þær af lit, svip og fleiri einkennum. Ærnar hafa hver sinn svip, rétt eins og manneskjur. DAN BARRY Hann brennir jörðina! Sonur Apollo! \ Við verðum að Hann sagðiþá satt, Jsegja keisaranuml hann er sendur af * euðunum! n tókst vel Geiri. /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.