Tíminn - 23.02.1975, Page 5

Tíminn - 23.02.1975, Page 5
Sunnudagur 23. febrúar 1975 TÍMINN 5 Þar kemst frostið yfir sjötíu stig FIMMTÍU stiga frost er ekki neitt fátitt á vetrum í Jakútsl 1 Austur-Siberfu. Um þetta leyti er sextiu stiga frost 1 höfuðborg landsins, og stund- um þar, sem kaidaraer, hefur frostið jafnvel orðið sjötfu stig. Mest frost hefur mæizt I Oimyakon, sjötiu og eitt stig. í Jakútsk lætur enginn sér annað til hugar koma en ganga til verka, þótt frostið sé fimmtíu stig. Hver og einn er á sfnum stað: Börnin fara I skóla og fóstrurnar á barna- heimilin. Lyfturnar eru i gangi i gull- og demants- námunum, flugvélar fara allra sinna ferða, og kranarnir sveifla löngum örmum, þar sem unnið er að nýbygging- um. I landi, þar sem frostið er svona hart, er margs að gæta við húsbyggingar. Hús verða að vera sérstaklega vel einangruð og hitapipur eru i grunninum vegna þess, hve þeli nær djúpt i jörðu. 1 Jakútsk fara fram á vetrum margvislegar visinda- legar tilraunir, einkum i sam- bandi við nýjar gerðir véla, sem reyna þarf I miklu frosti. Gildir þetta jafnt um flug- vélar, gröfur og þung ökutæki. 4 A annarri myndinni halda börnin dúðuð loðkápum i skólann i sextiu stiga frosti. Ilver einasti runni er hvitur af hrimi, en á hinni hvilir hrimþoka yfir öllu, grá og bitur, og bílarnir eru tregir i gang, ef ekki er allrar varúbar gætt. Ennþá betra í annað sinn! Kvikmyndaleikararnir Natalie Wood og Robert Wagner giftu sig mjög ung og gekk á ýmsu i hjónabandinu hjá þeim, — og að lokum endaði það með skilnaði. Þau bjuggu sitt i hvoru lagi um tima, og voru bæði eftirsótt sem leikarar og ekki siður i einka- lifinu. Natalie þykir ein fallegasta leikkonan i Banda- rikjunum, og sótzt var mjög eftir henni i kvikmyndir, og að dáendur hennar voru fjöl- margir. Þau höfðu bæði bundið sig aftur — en voru hvorugt þeirra ánægð með lifið. Þau héldu mikið sambandi við gamla vini, svo að það var óhjá- kvæmilegt að þau hittust og fyrir tveim árum blossaði ástin upp aftur hjá þeim, og eftir ýmsa lagalega vafninga, þá skelltu þau sér i hjónabandið aftur, en nú gengur allt miklu betur, segja þau bæði! Þau voru nýlega kosin „Stjörnur mánaðarins” i tima- riti, sem gefið er út i Hollywood. Sá mánuður, sem þau voru i heiðurssæti hjá þessu blaði var desember, og þá birtist þessi glæsilega mynd af þeim i „jóla- fötunum sinum”, eftir þvi sem þau segja þarna i viðtali. Þetta er litmynd og Natalie er i skær- grænum kjól með samlitan fjaðra-,,búa”, eins og er vist mikið i tizku núna (Gatsbytizka) Þau eru nú aö selja aðsetur sitt, sem þau áttu i Palm Spring — þvi að við kunn- um bezt við okkur hér heima i * Hollywood, segja þau bæði. Natalie hefur haft ótrú á að gefa j nokkrar yfirlýsingar i sambandi f við seinna hjónaband þeirra, þvi I aðeinsoghúnsagði.þá þurftum w við að byggja hjónaband okkar E og heimilislif upp að nýju, og | enginn gat sagt um það i fyrstu hvernig það tækist. En þetta er allt annað lif hjá okkur núna, / sagði hún, annað hvort höfum [ við þroskazt og breytzt, eða að -| við leggum okkur betur fram ,j um að lifa saman i friði og sátt, | þvi að nú vitum við hvað er i j húfi. Ég sé alltaf betur og betur | hvað við eigum i raun og veru j vel saman. Okkur geðjast vel að fj sama fólki, höfum gaman af sjó K ferðum (við ætlum að fá okkur góðan bát fljótlega).Við höfum | áhuga á ferðalögum, sérstak- jg lega siðan börnin urðu það stór, að þau geta ferðazt með okkur og svo má lengi telja. Blaða- maðurinn hlustaði af athygli mjög hrifinn á upptalninguna og spurði svo, hvort hún gæti nefnt eitthvaö, sem þau hefðu ekki sameiginlegan áhuga á. — Jú, sagði hún hálfvandræöaleg þaö er matreiðslan. Hann hefur gaman að þvi að búa til mat, og er snjall kokkur — en ég ekki!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.