Tíminn - 20.04.1975, Side 5
4
riVIINN
Sunnudagur 20. april 1975.
\
Járnbrautir
á borðinu
Aðaltómstundagaman verk-
fræðingsins Nikolai Gundorov i
Moskvueraðbúa til járnbrautir
og járnbrautarstöðvar i ör-
smárri. en þó nákvæmri mynd
raunverulegra stöðva og
brauta. Það getur tekið marga
mánuði að búa til módel, sem er
nákvæm eftiriiking einhverrar
járnbrautarstöðvar, sem var i
notkun fyrir fjöldamörgum ár-
um. og er kannski ekki uppi-
standandi lengur. Þessa stund-
ina er Nikolai að gera eftirlík-
ingu að stöð, og þar eiga járn-
brautarvagnarnir að geta kom-
ið þjótandi inn á stöðina og farið
út úr henni aftur. Nikolai Gun-
dorov er félagi i módelsmiða-
klúbbi, og i þeim klúbbi eru fjöl-
margir áhugamenn á þessu
sviði. Þeir hafa gert nokkuð af
þvi að sérhæfa sig, þannig að
einn býr kannski einungis til
járnbrautarvagna, annar helg-
ar sig stöðvarhúsunum, og sá
þriðji hefur valið sér að gera
ótrúlega nákvæmar eftirllking-
ar af trjám og runnum. Þegar
allir hafa unnið sitt verk, er
hlutunum raðað saman, og úr
þessari samvinnu verður
meistaraverk likt þvi, sem þið
sjáið Nikolai veri að vinna að
hér á myndinni. Klúbbfélagarn-
ir hafa meira að segja náð svo
langt á þessari braut sinni, að
þeir hafa unnið til verðlauna á
alþjóðavettvangi. f 19. alþjóð-
legu samkeppninni, sem haldin
var i Berlin og fjallaði einungis
um lesta- og járnbrautarstöðv-
armódel, hlaut Nikolai verð-
laun. Hann hlaut öll greidd at-
kvæði dómnefndar eða 100 stig.
Bandarísk þátt-
taka í sovézkum
rannsóknum
Sovézka hafrannsóknarskipið
„Akademik Kurtjatov'’ kom ný-
lega við i New York til að taka
um borð bandariska haffræð-
inga. Sovézkir visindamenn,
sem fyrir eru um borð, munu
ásamt hinum bandarisku fram-
kvæma umfangsmiklar rann-
sóknir, sem meðal annars eru
fólgnar i könnun hafsbotnsins og
jarðskjálftafhaeðitegum tilraun-
um. Rannsóknirnar verða gerð-
ar á leið, sem skipið fylgir,
þvertyfir Atlantshafið til Dakar
á vesturströnd Afriku.
Leiðangurinn er liður i undir-
búningi að sameiginlegum
djúpsjávarrannsóknum, sem
hefjast eiga árið 1977,
Hlutu viður-
kenningu fyrir
útivistarsvæði
t hjarta Munchen-borgar er
ekki lengur gert ráð fyrir þvi að
menn þjóti um á bflum, heldur
er þar einungis ætlunin, að fót-
gangandi fólk fari um og njóti
útiverunnar. Hópur þýzkra
arkitekta og skipulagsfræðinga
sá um að skipuleggja þetta
svæði, sem nær yfir 50 þúsund
fermetra, og árangurinn er tal-
inn mjög góður, og meira að
segja svo góður, að þessum
samvalda hóp hefur nú verið
veitt 25 þúsund dollara viður-
kenning frá Bandarikjunum.
Bilaumferð var fyrstbönnuð um
þetta svæði fyrir átta árum, og
árið 1972 var fyrsti hluti þess
fullfrágenginn og vigður, en nú
hefur allt svæðið verið tekið i
notkun. Það nær yfir Marien-
platz, og við það eru tveir frægir
tumar, Frauenkirche og Rat-
haus, eða Frúarkirkjunnar og
ráðhússins.
#
DENNI
DÆMALAUSI
Hvort þótti þér betra, söngur-
inn, eða pianóleikurinn. Smá-
kökurnar.
Sunnudagur 20. april 1975
TÍMINN
5
Áfengisneysla —
og afleiðingar
hennar
Kjölstad, yfirlæknir áfengis-
varna i Noregi, leggur mikla
áherzlu á, að leitað sé allra ráða
til að koma i veg fyrir áfengis-
neyzlu unglinga innan tvitugs.
Hann telur rannsóknir sýna, að
unglingadrykkja sé miklum
mun skaðlegri en löngum hefur
veriðhaldið. Kjölstad segir, að
talið sé, að fullorðinn maður,
sem neytir i óhófi, veröi
drykkjusjúklingur á tíu árum.
Táningur getur hins vegar orðið
vesalingur á tiu mánuðum. 1
Ontariofylki i Kanada var
áfengiskaupaaldur lækkaður úr
21 ári i 18 ár i júli 1971. Sagt var,
þegar breytingin var ákveðin,
að unglingar á aldrinum 18—20
ára, og jafnvel enn yngri,
drykkju, og betra væri að þeir
gerðu það löglega en ólöglega.
Afleiðingarnar urðu þær, að
drykkja unglinga jókst mjög,
bæði þeirra, sem orðnir voru 18
ára, og hinna,sem yngri voru.
Astæðurnar telja visindamenn
vestra augljósar. Ólögleg
drykkja minnkar ekki við lækk-
un aldursmarks, heldur færist
hún neðar með markinu. Ári
eftir lækkunina hafði umferðar-
slysum vegna ölvunar, þar sem
16—17 ára unglingar komu við'
sögu, fjölgað úm 162%, slysum,
þar sem 18 ára unglingar áttu
hlut að máli, hafði fjölgað um
339%, og umferðarslysum, sem
ölvaðir 19 ára unglingar lentu i,
hafði fjölgað um 346%. Til
samanburðar má geta þess, að
fjölgun umferðarslysa, þar sem
24 ára fólk kom við sögu, nam
einungis 20%.
jtjL*
Hljóðfæri frá
steinöld
1 fornum hellabyggðum, ekki
langtfrá oliubænum Nebit Dag i
sovétlýðveldinu Turkmenia við
austurströnd Kaspiahafsins,
hafa fuúdizt merkileg hljóðfæri
frá steinöld.
Fornminjafræðingarnir héldu
fyrst, að þetta væri venjulegar
perlufestar og armbönd, sem
aðeins hefði verið notað til
skrauts, en við nánari rannsókn
kom i ljós, að þessir hlutir höfðu
verið notaðar til að framleiða
tónlist. Þetta er lika eina skýr-
ingin á þvi, hversu útbreiddir
þeir eru á mjög stóru svæði um-
hverfis Kaspiahafið.
Við þessar rannsóknir hafa
lika fundizt stór bein með
merkilegum útskurði. Visinda-
mennimir telja, að steinaldar-
menn, sem bjuggu við Kaspia-
hafið fyrir 12.000 árum, hafi not-
að þessi dýrabein sem ásláttar-
hljóðfæri.
Skemmtun haldin í góðum
tilgangi
hún hér á mynd, falleg kona
með mikið ljóst hár og dýrindis
perlúfesti um háls. Hún stendur
þarna brosmild og fin hjá
manninum sfnum, sem auðvitað
heitir Guilford Dudley Jr.
Einnig er hér með mynd af Bob
Hope og stúlku, sem nefnist
Tammy Grimes, en hvort hún er
að skemmta með honum, eða
var borðdaman hansjvitum við
ekki. Einnig sjáum við herra og
frú Douglas Fairbanks Jr. koma
i samkvæmið, en hann var eins
og flestir vita frægur leikari, en
hefur i seinni tið dregið sig i
hié. Vic Damone og Arlene
Dahl (leikarar bæði tvö) virðast
hrifin af frammistöðu Bob
Hope, þau horfa hugfangin á
hann. Þarna var margt fleira
frægt fólk, og sagt er að það
hafi heldur betur hækkað i
peningakassanum hjá Sam-
bandi bandariskra krabba-
meinsfélaga.
Það er viðar en á fslandi, sem
konur eru duglegar að safna til
liknarmála. Mary Sanford
heitir kona ein i Bandarikjun-
um, og hefur hún mikið beitt sér
I baráttunni gegn krabbameini.
Hún var heiðursgestur i sam-
kvæmi einu miklu, sem haldið
var i Poinciana Club á Palm
Beach i Florida. Á myndinni
sjáum við hana, þegar verið er
að fagna henni, en hún setti
skemmtunina . Þar skemmti
Bob Hope, og var hinn
sprækasti, en hann hefur siðast-
iiðin 5 ár skemmt á þessum
samkomum, án þess að taka
nokkuð fyrir það, og þar að auki
verið óspar á að greiða sjálfur
fyrir sig veitingar og annað
(kvöldverður kostar þarna á
þessum samkomum um 20 þús.
isl. krónur!). Formaður
skemmtinefndar þeirrar er sá
um þessa fjársöfnun „heitir”
frú Guilford Dudley Jr. og sést
M