Tíminn - 20.04.1975, Side 9

Tíminn - 20.04.1975, Side 9
Sunnudagur 20. aprfl 1975. TtMINN 9 Farkostur okkar á flugvellinum f Bahrein en þar var notið hvfldar fyrir næsta áfanga, sem var lengsti áfangi leiðarinnar, nær ellefu klukkustunda flug til Malakkaskaga. A langleiðum, hvort sem fiogið er yfir þéttbýii, eyðimerkur, eða blæðandi úthöf, þá hafa flugmenn ærin verkefni. Það verður að fylgjast með vélarhlutum, hreyfl um og öðru, navigation er einnig stöðugt viðfangsefni og stöðugt fjarskiptasamband er við stöðvar I landi. A 1. mynd, sjáum við flugmanninn vera að „sam- stilla” hreyflana, þannig að þeir vinni jafnt. A 2. er verið að breyta um stefnu með sjáifstýringunni og á þriðju mynd er aðstoðarflug- maðurinn að skrá siglingafræði- legar staðreyndir í leiðarbókina. Það er eðli fiókinna hluta að þeir virðast einfaldir I höndum þjálf- aðra manna. Þótt allir séu af- slappaðir og virðist hafa nægan tima, er alþjóðaflug þó siður en svo einfalt. Þar verður margs að gæta. Fylgja verður ferðaáætlun út i æsar, því flugleyfa hefur verið aflað á þeirri leið, en öðrum ekki og umfram allt verður flugið að ganga tafarlaust fyrir sig og á til- Þaö er ekki nóg aö fljúga sjö flugvélum um veröldina alla, þar'veröur aö selja flugiö, afla varnings og vélarnar mega aldrei fljúga tómar, ef unnt er. Geysilegt starf er þvi á „jöröu niöri” hjá skrifstofu CARGOLUX I Luxemburg. Forstjóri þessa flugfélags er fslenzkur, Einar ólafsson, sem áöur vann hjá Loftleiöum 0g framkvæmdastjóri á sölu og markaös deild er Robert S. Arendal. Hér sjást þeir I aöalstöövum CARGOLUX á Luxemburgarflugvelii. Einar lengst til vinstri, en Robert er annar frá hægri á myndinni (meö gleraugu). Þessir menn hafa náö ótrúlegum árangri I störfum, og er þaö mál manna aö .þeim hafi tekizt aö byggja tekizt aö byggja upp stórveldi i vorutiugi a sKommim ttma. sem hótelmenningin og þjóðarbú- skapurinn hangir ekki upp á ferðamálalyrikk og túrisma. Hið ytra var það auðvitað sundursoð- ið af sólinni en hið innra var það vélkælt niður fyrir þægilegan stofuhita. Við Gunnlaugur Sigvaldason fengum sérherbergi og var hans herbergi innan af minu og þar innaf var klósett og bað, en það undarlega var að baðið var hinum megin við gang, en gangur með lágum skilveggjum, sem varla hélt öðru en sauðfé skildi ganginn frá öðrum hlutum hótels- ins. Herbergin voru ágæt, en linið var þvalt og rakt. Ég gaf mér naumast tima til þess að skoða herbergið nánar, úr glugganum var útsýni yfir borgina og til sjávarins. Hafið var nú marmaragrænt og sandurinn rauður og hvitur. Ég kallaði á Gunnlaug til þess aðfilma, en hann var þá i djúpum þönkum. Yfir rúminu hans var heljarmikill krókur úr járni og spumingin var: Til hvers var þessi krókur ætlaður og okkur kom helzt i hug að þetta væri eitt af þægindum hótelsins og til taks ef gesturinn vildi hengja sig i reipi. Langur áfangi fyrir höndum Svo fórum við að mynda. Eftir það fengu menn sér snarl áð- ur en gengið var til hvilu. Framundan var lengsti áfangi ferðarinnar nær ellefu klukku- tima flug til Kuala-Lumpur i Malasiu, en þangað voru rúmlega 6000 kilómetrar eftir þeirri flug- leið, sem við yrðum að fara, yfir Persaflóa og Arabiska hafið, yfir Indlandsskapa og svo þvert yfir Bengalflóann. Menn gengu þvi til hvilu og drógu þykka hlera fyrir veggina. Inni varð svarta myrk- ur, þrátt fyrir steikjandi sólina úti. Við sváfum draumlausum svefni, unz Guðjón flugstjóH barði harkalega á dyrnar og ræsti menn til ferðar. Niðri beið okkar ágæt máltið, undirstaða i ferðina miklu yfir flóana tvo og Indland. Úti á velli svaf Höskuldur um borð i vélinni, þvi honum þótti ekki taka þvi að koma heim á hótel, eftir að búið var að taka þann hluta farmsins I land, er hingað átti að fara. Höskuldur vaknaði við komu okkar og opn- aði flugdrekann mikla og von bráöar var sett i gang og skrúfu- þotan rölti þreytulega niður á enda flugbrautarinnar. Eldsneytisgeymarnir voru full- ir og allt var tilbúið undir lengsta áfanga ferðarinnar, til Kuala Lumpur. Og með miklum gný hóf vélin sig upp af flugbrautinni i Bahrein og brátt var hún komin út yfir Persaflóa með Iran á vinstri væng og Saudi Arabiu á þann hægri. Það var létt i mönnum hljóðið og mikið drukkið af kaffi, eins og i sumum góðum bókum eftir þjóðlega höfunda. Þegar vél- in hafði klifrað i fulla flughæð minnkaði hávaðinn frá hreyflun- um aftur og komst von bráðar i þann knýjandi són, sem þú hættir að heyra, þvi hann hefur samein- azt þögninni miklu, sem rikir á háloftum jarðar. Hvað er gert á langri leið? — Hvaö gera menn svo á svona langri leið? Flugvélin flýgur sjálf. Autopilot, sjálfstýring, sér um það og maðurinn les aðeins af mælum öðru hverju og stendur stimvakt sina eða öllu heldur situr. Þetta var munurinn á sjón- um og loftinu. Á skipum mátti aldrei sitja viðneitt, ekki a.m.k. á varðskipunum. Menn urðu veskú að standa við að stýra þessum púngum, rétt eins og þeir ættu von á að allt sigldi i strand, ef rórmaðurinn tyllti sér á stýrismaskinuna. Stýrimaðurinn mátti ekki heldur setjast niður, heldur átti að stara út á hafið með einörðum svip eins og glimumaður við fánahyllingu. Nei það mátti ekki setjast niður við stjórn á þessum koppum, en þeir höfðu svo sannarlega rangt fyrir sér og nú eru stólar i öllum skipum, stólar eins og i þotum og á sumum islenzku sildarskipun- um i Norðursjónum sitja þeir i rakarastólum, sem eru göfugustu og beztu sæti, sem mannsandinn hefur fundið upp. Já, þeir hefðu átt að sjá þetta, þessir gömlu saltstólpar, sem maður var með til sjós i gamla daga. Hinn sofandi maður beztur — Menn skiptust niður i rabb- hópa og reyndu að slúðra svolitið yfir kaffinu. Andinn var svolitið upphafinn, eins og gjarnan vill veröa i upphafi langra útreiðar- túra. Lifið finnur svo sjálft ein- hvern takt. Menn gátu fleygt sér á bekk og reynt að sofa svolitið meira, eða þeir gátu sett steik i óninn og „fengið sjer meira að jeta” eins og sagt var á togurun- um, þegar verið var að brjótast inn hjá kokknum. Til ferðarinnar var mikið nesti og gott, þvi á langleiðum er betra að hafa eitt- hvað til i svanginn en brátt leyst- ist félag okkar upp i samfélag þagnarinnar, eins og knýjandi sónninn frá hreyflunum og menn þögðu með himninum og jörðinni, sem svaf undir fótum okkar. Börn eru bezt i sefni, segir fólk. Það er fullorðna fólkið lika. Fyrir neðan okkur var jörðin, sem við hver dagmál fyllist af óleysanlegum vandamálum og allt logaði i ófriði. Nú sváfu her- irnir i friði næturinnar^ Fyrir norðan okkur sváfu Kúrdar og írakar og enginn vandamál voru - til þar vestrar og norðar sváfu Ættkvislir Abrahams og Mú- hameðs, úlfaldarnir voru lagstir við hlið skriðdrekanna og lambið hjá ljóninu. Kannski ætti alltaf að vera nótt, þvi þá héldu menn frið- inn og fimm höfða drekinn sigldi út á Bengalflóann i húmi kyrrar nætur. hendi fýkur afreftir atvikum. Hér eru allir tvihentir menn þvi heiðarlegir. Flugstöðvarbyggingin er mjög glæsileg og spáný. Eftir nokkra bið, fengum við að halda áfram inn i landið og þegar komið var I gegnum toll og vegabréfseftirlit, fengum við okkur leigubll til þess að aka okkur á hótel. Við ókum i tveim ameriskum bilum með farangur okkar og nú átti að hvil- ast um stund. Hótelið og krókurinn Hótelið okkar var mjög fram- bærilegt miðað við það sem menn eiga að venjast á svona stöðum, Fólkið heiðarlegt. Bankinn átti ekki peningaskáp, heldur voru aurarnir geymdir eins og verið væri að þurrka mó á grindum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.