Tíminn - 20.04.1975, Qupperneq 10

Tíminn - 20.04.1975, Qupperneq 10
m TÍMINN Sunnudagur 20. aprfl 1975. Þessi risaeðla, sem mest minnir á risavaxinn frosk, er hið siðasta, sem menn sjá, þegar haidið er á brott úr Eöludalnum. I Ar hvert fara þúsundir Is- lendinga til Kaupmannahafnar, þar er auövitaö margt að skoða, og raunar fieira en unnt er að sinna á einni viku eða tveimur. En fari svo, að menn eigi dag af- gangs, er kannski ráð að bregða sér yfir Eyrarsund. Skammt frá Landskrona er sérkenniiegur dýragaröur, sem flestum mun þykja forvitnilegur. Þetta er dalur risaeðlanna, sem svo er nefnur þótt raunar sé það enginn dalur heldur gróðri vafinn mýrarfláki, en umhverfiö er ekki óáþekkt þvi, er þessi fornaldar- dýr áttu að venjast, þótt það lofts lag er þau bjuggu við hafi veriö annað og heitara en gerist á Skáni nú oröiö. Þarna má sjá ófreskjur á borð við dinósára, allósára, Dægradvöl ferðamanna á Skdni skyldi fyrir á mýrarflákanum, sem þeir feðgar höfðu þá nýlega keypt. NU eru liöin fjögur ár frá þvi aö Hasse Oltner hófst handa, og i ár opnaöi hann Eðludalinn fyrir gestum og óhætt mun að segja, að enginn, sem þangað kemur, verði fyrir vonbrigðum. Risaeðlurnar eru allar i eðlilegri stærð og sú stærsta er um 25 metrar á hæö. NU eru nitján eölur i dalnum og átta eiga eftir að bætast I hópinn. Risaeðlurnar voru uppi fyrir 65- 350 milljónum ára. Sumar voru jurtaætur en aðrar kjötætur. Yfir íeitt má greina kjötætur og jurta- ætur sundur á fótunum, segir Hasse, sem talar um fornaldar- eðlurnar eins og aörir myndu DALUR RISAEDLANNA stegósára og kentósára, en þess konar heiti hafa visindamenn gefið þessum skepnum, sem nú eru allar löngu horfnar. Það fyrsta, sem við manni blasir, þegar komiö er I eðludalinn, er samt einmitt ófreskja af þessu tagi með gapandi hvolft — en hún er aö vfsu úr pólýúretan, sem er gerviefni, sem m.a. er notað til einangrunar. Maðurinn, sem skóp risa- eölurnar i dalnum heitir Hasse Oltner og er 26 ára gamall Skáningur. Þegar i bernsku hafði hann mikinn áhuga á dýrum og lifnaöarháttum þeirra og undisér við að stoppa upp ýmis kvikindi. Þegar Hasse komst á legg hóf hann störf hjá föður sinum, sem rak litið fyrirtæki sem framleiddi einkum loftræstitæki til notkunar i gripahUsum. Við smiði þessara tækja var m.a. notað pólýUretan, sem er fljótandi gerviefni, sem lyftir sér likt og brauðdeig, þegar blandaö er i þaö öðru efni og storknar siöan á skammri stund. Dag nokkurn gerði Hasse það sér til gamans aö móta dinósár- haus Ur gerviefninu. Þaö tókst svo vel, að hann ákvað að bUa til dinósár i fullri stærð. í þetta skipti varð árangurinn ekki siöri og nU ákvað Hasse að koma á fót safni fornaldareðla sem komið Tanistróphius heitir hún þessi > ræða um kýr og kindur. Jurta- æturnar gengu á f jórum fótum og voru hættulausar með öllu, en kjötæturnar gengu á afturfótun- um, sem voru oftast stuttir en gildir. Framfætur þeirra voru yfirleitt smáir og likt og gerist á risakengUrum nU. Skrápurinn á jurtaætunum var lika oftast þykkari en á kjötætunum, svo að þeim væri ekki eins hætt, ef i harðbakkann sló. Þrátt fyrir meinleysið voru jurtaæturnar margar hverjar tilkomumiklar tilsýndar. Nefna má t.d. þrihyrninginn, sem var niu metrar á lengd. Hausinn einn var um tvær lestir á þyngd. Ankellósárinn var lika furðu- legt dýr, segir Hasse. Hann var einna likastur risavaxinni skjald- böku með griðarmikil horn á skjaldarröndinni og þvi ógn- vekjandi að sjá — en sauðmeinlaus engu aö siöur. Loks má nefna, að i eöludalnum getur lika að sjá eftirmynd af blá- fiski. Blómaskeið bláfiskanna var fyrir u.þ.b. 370 milljónum ára. Menn töldu tegundina löngu Ut- dauða, og þess vegna vakti það heimsathygli, þegar einn slikur veiddist Uti fyrir Afrikuströndum árið 1938. Hasse Oltner er hér að leggja siðustu hönd á eina risaeðluna. Hún er ekkert smásmí^i eins sjá má.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.