Tíminn - 20.04.1975, Qupperneq 12

Tíminn - 20.04.1975, Qupperneq 12
12 TÍMINN Sunnudagur 20. aprll 1975. Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla Jónatan viö planóiö. Þar unir hann sér vel. Tlmamynd GE. viö værum einstakir aldavinir hans, sem hann hefði ekki séð I fjöldamörg ár, og þó vorum við bara komnir til að eiga viðtal við hann. Kom ekki tii mála, að við snerum okkur að vinnunni svona umsvifalaust. Settir að veizlu- borði, þvi að auðvitað var heitt á könnunni hjá henni Maju, Marlu Jcnsdóttur fullu nafni, og hún er konan hans Jónatans. Það var meðan við Guðjón Ijósmyndari gæddum okkur á tertum og smurðu brauði, að hann Jónatan skaut á okkur sögunni af þessum músikölsku prenturum, sem væru bara andskotann ekkert skárri en rakararnir, — auðvitað vissi hann þaö, að við vorum gamlir prent- arar. Og hér verður að staldra við og reyna að lýsa þvi, hvernig hann Jónatan segir frá, en það er nokk- uð, sem maður gleymir ekki undir eins. Um leið og frásögnin hefst, er eins og yfir andlitið fær- ist ankannalegur undrunarsvip- ur, með spozku biiki I augunum. rétt eins og maðurinn sé hissa á að nokkur skuli nenna að leggja eyrun við þessu, þvi að hann sé ekki aö segja neitt merkilegt. Svo kemur þetta bara af sjálfu sér, ekkert orö á gerandi, stundum gripiötil hressilegra áherzluorða, svo aö manni dettur Sigurður bróðir hans I hug, orðhvatasti grinisti I kunningjahópi, sem um getur. Og svo kemur hláturinn á eftir, byrjandi lengst niðri en dill- ar sér upp á yfirboröið, og þá er allt andlitið undirlagt kætinni, græzkulausri, þvl að akki er verið að leggja ilit til nokkurs manns, aðeins rifja upp. Allt er gott og elskulegt, og aðeins notalegt að ylja sér við bjarma endurminn- inganna. Svo förum við niður I kjallara, þar sem Jónatan dútlar nú orðið, hefur planóið sitt, og af veggjun- um hoppa niður I fangið á manni gamiir vinir, sem maöur var við vorum afskaplega samrýndir. Hann var orðinn einsöngvari með Karlakór Reykjavikur 17 ára gamall. Stór og myndarlegur og sýndist miklu eldri. Hann var svo bráðþroska, að kjólfötin fóru hon- um, stráknum, eins og hann væri fullorðinn maður. Hann heillaði alla. Ef það var veriö að jarða, sérstaklega ef það var einhver smælinginn, gekk hann bara niður i Dómkirkju og söng. Hann var svo mikill tilfinningamaður og sjarmör, að röddin og endur- minningarnar um hann lifa enn i dag, þótt það séu rúm fjörutiu ár siðan hann dó. Hann var ekki nema 24 ára þegar hann dó 1934, og hann var orðinn veikur, þegar plöturnar voru gerðar með hon- um. Hann kom einn daginn með orgel heim i kotið. Þá fór ég að læra, og þetta þótti nú meiri vit- leysan. Verkamannssonurinn I Akurgerðiaðlæra á orgel. En það var mikið um músik heima. Pabbi söng mikið, var músikalsk- ur og hafði góða rödd. Héldu, að ég væri finn söngvari — En þú sjálfur? — Ég hélt mig við orgelið. Ég lærði hjá honum Arna gamla Eiríkssyni á Grundarstig 8, hann kenndi fornemum Páls tsólfsson- ar. Ég hef byrjað svona 9-10 ára gamall. Mig langaði alltaf til að læra að spila. Nú, ég þótti nokkuð efnilegur, svo að ég átti að fá fria kennslu hjá Páli Isólfssyni. Ég byrjaði hjá honum, en það fór ein- hvem veginn úrskeiðis, ég nennti þessu ekki, en ég hélt alltaf áfram að spila, og svo fór, að ég fékk að spila undir hjá Erling bróður. Það var nú aldeilis dásamlegt, maður. — Og þá er það, að lifsævintýr- ið hefst? — Já, það byrjaði nú eiginlega með Siglufjarðarævintýrinu mikla. Þannig var, að þegar ég er Lífsævintýrið í síldar-br Fyrri hluti viðtals BH við Jónatan Ólafsson, sem fjallar um músík og meiri músík i gamla daga í borginni og sérstaklega d Sigló farinn að halda að heyröu aðeins fortlðinni til, og áður en maður veit af, er maður horfinn á vit þessara ára, sem áttu svo mikinn sjarma, að þeim sem lifðu þau, fannst enginn annar tlmi geta oröiö skemmtilegri. En það var þetta með söguna um prentarana. Það var mikið um músik heima — í gömlu Lúðrasveit Reykja- vikur og Hörpu var mikið af prenturum, svo að slagaði hátt upp i rakarana. Þetta hefur alltaf veriö smitandi i stéttunum. Og þá var áhuginn, maður. Hjörleifur gamli múrari var á bassatúbunni. Hann kom á æfingarnar með sementið á lúkunum. Þaö var ekkert verið að fara heim að boröa. Það var stundum kalt að spila úti, og ekkert undarlegt þótt menn fengju spira út á lúðrana á bannárunum. Einhverntimann voru þeir að spila við álfabrennu úti á iþróttavelli, og þeir eru að liðka klampana, þegar einhver segir við hann Eggert vin minn: „Heyrðu, þú drekkur spirann!” ,,Já,” svarar vinurinn. ,,Það kemur svo fint með önduninni!” En það er þetta með byrjunina. Allt hefur sina byrjun, og við for- vitnumst fyrst um hana. — Ég ólst upp á Brávallagöt- unni, i litlu húsi, sem hét Akur- gerði. Það var yndislegt. Við vor- um þrir, bræðurnir, Erling elztur, ég i miðið og Siggi bróðir yngstur. Hann byrjaði snemma i hestun- um og var ekkert sérlega vel lið- inn fyrir hrossamóðuna og lykt- ina. Viðkomum seinna að honum. Hann var ekki farinn að syngja þá. Erling söng og heillaði alla. Hann var yndislegur drengur, og MANSTU GAMLA DAGA? Manstu slldar- árin á Siglufirði, þegar ungir og aldnir, hvaðan- æva að af landinu, flykktust til uppgripa- bæjarins til þess að reyna að hreppa skjót- fenginn gróða með feiknarlegu álagi? Manstu hvernig mann- lifið tindraði i þessum litla mannmarga bæ? Manstu nóttlausa vor- aldar veröld, þegar þreytan kom ekki fyrr en eftir á, þegar siðasta tunnan hafði verið stöfl- uð, siðustu tónar nikk- unnar eða fiðlunnar voru þagnaðir, eða sein- asta drykkjusvail næt- urinnar horfið út i fjarskann og nóttina? Manstu tómleikann, þegar siðasta síldar- stúlkan var horfin á braut, deyfðina, sem færðist yfir allt, svo að við lá, að menn læddust til þess að vekja ekki þögnina? Manstu, hvað allir Siglfirðingar, stórir og smáir, gátu sungið? Þegar við komum að húsinu aö Skólavörðustig 24, tók hann Jóna- tan Ólafsson á móti okkur, eins og Klúbbhljómsveitin frá 1933: Stefán Baldvinsson, Tómas Haligrlmsson, Svavar Björnsson, Jónatanog Sæmundur. að veröa nitján ára, vorið 1933, fer ég með Erling bróður norður á Siglufjörð. Ég var þá búinn að vera á spltala í heilt ár, heilsulaus ræfill, og dreif mig með honum norður, en hann hafði nóg að gera fyrir norðan, vann I síldarverk- smiðjunum á sumrin, og var við- loöandi karlakórinn Visi, hann raddþjálfaði þá það, sem hann kunni og söng mikið með þeim. Hann heldur þarna konsert, áður en hann byrjaði I verksmiðjunni, og ég spilaði undir, og það er náttúrlega bókað á stundinni, að ég sé óskaplega flinkur. Ég lendi inn I karlakórnum, þeir héldu auðvitað, að ég væri ógurlega finn söngvari, og ég gat svo sem sung- Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.