Tíminn - 20.04.1975, Qupperneq 17
Sunnudagur 20. apríl 1975.
TÍMINN
17
Mynd af 18 vikna fóstri, sem sýgur á sér þumalfingurinn
(Ljósm. Lennart Nilsson)
við þetta traðkar svo allt þetta
frumvarp á lifshelgi fóstursins:
það á sér alls engá vörn, ef menn
aðeins hafa einhverja „ástæðu”
til að eyða þvi.
Á þetta að verða „opinbert sið-
gæði” Alþingis á þvi Herrans ári
1975? Ætlið þér, alþingismenn, að
staðfesta slikt siðleysi með at-
kvæði yðar við þessa afdrifariku
lagasetningu? Eða segir ekki
rödd samvizkunnar innra með
yður, að fóstrið sé i raun og sann-
leika manneskja eins og vér öll, —
að mannsins barn verði ekki
skyndilega til við fæðinguna (sem
er aðeins eitt stig i æfilangri sköp-
un), heldur sé það mannlegt lif
þegar i móðurkviði og hafi sinn
heilaga lifsrétt samkvæmt þvi? —
Ef þér viðurkennið þessa stað-
reynd innst i hjarta yðar, gefið þá
gaum orðum Drottins vors: Sann-
lega segi ég yður: svo framarlega
sem þér hafið gjört þetta einum
þessara minna minnstu bræðra,
þá hafið þér gjört mér það (Mt.
25:40).
IV. Misjöfn ábyrgð
lækna og Alþingis
Bæði þingmenn og læknar hafa
skyldur i máli þessu. Til þess er
ætlazt af Alþingi, að það haldi
uppi mannúð og réttlæti með lög-
gjöf sinni i félags- og heilbrigðis-
málum. Og læknar þeir, sem gefa
sig að þessu, hafa það hlutverk
að framfylgja lögunum af sam-
vizkusemi og virðingu fyrir lifinu.
En ólik má aðstaða þeirra kall-
ast.
Ef læknar hefðu frjálsar hendur
um beitingu fóstureyðinga — sem
þeir hafa reyndar nokkurn veg-
inn, vegna virðingarleysis núgild-
andi laga — þá væri miklu frekar
hægt að segja um þá, að þeir eigi
sér vissa málsbót, þegar þeir
veita liflátsheimild sina, heldur
en um þingmennina, sem setja
þessar reglur i lög. Læknarnirsjá
það og vita, að raunveruleg, fé-
lagsleg neyð hefur hrakið margar
mæður á þeirra fund. Og þeir
gera sér grein fyrir, að þar er um
að ræða neyðarástand, sem móð-
ur getur virzt ómögulegt að fá bót
á — nema með þessum úrslita-
kosti. En læknarnir hafa ekki
valdyfirþeim félagsaðstæðum og
lifskjörum, sem móður og barni
eru búin i „velferðarþjóðfélagi”
voru. Þess vegna eru þeir neyddir
til að horfast i augu við virkilegt
vandamál, hvort sem snýr að
móðurinni eða fóstri hennar. En
nú er þeim gefið valdsvið yfir hin-
um liffræðilega þætti — og ekki
þeim, sem varðar kjör og velferð
móðurinnar. Ot frá þessum að-
stæðum er skiljanlegt, að þeir
geri það, sem samvizkan býöur
þeim, — væntanlega þó með
þeirri tillitssemi við lif fóstursins,
sem þeim þykir framast vera fær.
En Alþingi og sveitastjórnir
hafa óneitanlega þetta þjóðfé-
iagslega vald, sem læknana
skortir. Og alþingismenn hafa
fullan og frjálsan valkost i mál-
inu. Þessi lagasetning er ekki sú
eina mögulega úriausn, sem þeir
standa frammi fyrir. Þmgmönn-
um er falið allt löggjafarvald til
þess að beita þvi til góðs, en ekki
ills. Þeir geta með löggjöf ráðið
bótá fátækt og neyð mæðra og fá-
tækra fjölskyldna, svo að fóstur-
eyðingar verði ekki örþrifaráð
þessa ógæfusama fólks.
En þingmenn hafa lika hinn
kostinn, sem heilbrigðisráðherr-
ann valdi: þeir geta lokað augun-
um fyrir skyldu sinni að styrkja
þessar mæður og börn þeirra,
bæði með fjárhags- og félagslegri
aðstoð, en gefið mæðrunum þess i
stað heimild til að losa sig við
börnin, svo að þau verði hvorki
þeim né þjóðfélaginu til byrði.
Þeir geta fórnað friðhelgi lifsins á
altari peninganna (sbr. Alþingis-
tiðindi, d. 1402 neðarlega, þar sem
ráðherrann gerir sér grein fyrir
valkostunum báðum, en kýs
heldur auðveldari leiðina fyrir
rikissjóð). Þeirgeta þannig ráðizt
gegn lifinu sjálfu, i stað þess að
vernda það og efla. En er það
virkilega mögulegt i mannúðar-
og velferðar-þjóðfélagi?
Veit ég vel, að nokkrir þing-
menn hafa gengið til lags við
jafnvel öfgafyllstu kröfur Rauð-
sokka um fóstureyðingar. Og það
furðulegasta er, að foringi þessa
liðs hefur manna mest útausið
„réttlátri reiöi” sinni yfir Alþingi
og predikað óspart mannúðar-
hyggju sina. Þessu vogar hann
sér að halda áfram undir merkj-
um frjálsra fóstureyðinga og
klæðir þann málflutning sinn þá i
verulega lymskulegan búning
(sjá Alþingistiðindi 1974-75, 8.
hefti).
En meirihluti þingmanna hefur
enn ekki tjáð sig um málið. Ég ef-
ast ekki um, að þeir hafa fullan
vilja til að gera allt, sem unnt er,
til að finna réttláta lausn i sam-
ræmi við gildi og friðheigi lifsins.
Þess vegna trúi ég þvi ekki að
óreyndu, að þingmenn finni ekki
flestir til ábyrgðar sinnar að bæta
úr þessum málum með raunveru-
legri lausnvandans, i stað þess að
flýjá hann og firra sig allri
ábyrgð með þvi að samþykkja
þessi siðlausu lög.
V. Það fylgir vandi þeirri
vegsemd að vera þing-
maður
Alþingi má ekki sýna af sér
neina værukærö, b’lindni eöa
ábyrgðarleysi nú á úrslitastundu.
Ef frumvarp þetta verður að lög-
um, er það stóffelldasta skerðing
á mannréttindum, sem um getur
hér á landi. Það yrði löghelg-
un og réttlæting fyrir aftökum á
þúsundum barna næstu árin. Og
það brýtur um leið niður sið-
gæðiskennd almennings gagnvart
lifshelgi veikburða fósturs. Slik
lausn verður ekki affarasæl.
Þetta er ekki að leysa hinn raun-
verulega vanda, sem er mikill.
Þetta væri óbyrgðarlaus gervi-
lausn af hálfu rikisvaldsins, sem
með þessu svikist undan skyldum
sinum við þúsundir mæðra og
barna þeirra.
Það er gefin forsenda þessa
frumvarps, að „fóstureyðingar
hljóti alltaf að vera neyðarúrræði
fyrir hverja konu”. En þegar ráð-
herrann telur hina félagslegu
neyð orðna svo mikla, að núgild-
andi löggjöf sé orðin ,,i alla staði
ranglát” og sanni þvi nauðsyn
þessa lagafrumvarps, — þá ættu
þingmenn miklu fremur að sjá
skyldu sina og sóma i þvi að stór-
auka barnabætur og mæðralaun,
veita fulla launatryggingu vegna
fæðingar og efla að öðru leyti fé-
lagslega aðstoð og samhjálp, svo
að engin kona neyðist lengur til
þess að gera barn sitt að
útburði ,,af félagslegum ástæð-
um”. Og þessar umbætur allar
ber að gera þrátt fyrir erfiðleik-
ana i efnahagslifi þjóðarinnar.
Fjárhagsleg verðmæti mega
aldrei skyggja á gildi mannsins
sjálfs eða draga úr friðhelgi lifs-
ins. Vöxtur mannlegs lifs hefur
forgang fyrir öllum hagvexti.
Við alþingismenn segi ég þvi:
Gleymið ekki helgi lifsins, þegar
þér takið ákvörðun i þessu rétt-
lætis- og siðgæðismáli. Ábyrgð
yðar er vissulega mikil, — og hún
er ekki öfundsverð. Þér eruð
undir smásjá þjóðarinnar allrar.
En aldrei verður hægt að þóknast
öllum i máli sem þessu. Enda á
það ekki að vera tilgangur yðar.
Þér eruð eingöngu bundnir við
sannfæringu yðar og samvizku.
Bætið þá ekki gráu ofan á svart
með þessum lögum. Kórónið ekki
neyð og misrétti, sem þér getið
bætt úr, með þvi að drýgja stór-
kostlegt ranglæti, sem er viður-
styggð i augum Guðs.
Sýnið og sannið skyldurækni
yðar við réttindi mannsins með
öðrum lögum en þessum. Ég
vænti þess, að meirihluti þing-
manna bregðist ekki ábyrgðinni.
Veljið þá leiðina, sem liggur til
lifsins.
íslenzkt
Framkvæmdastjóri
óskast
Togaraútgerðarfélag i nágrenni Reykja-
vikur óskar að ráða framkvæmdastjóra
strax.
Umsóknir, er greini frá fyrri störfum og
kaupkröfum, sendist afgreiðslu blaðsins,
merktar Framkvæmdastjóri XF-9. Með
allar umsóknir verður farið sem
trúnaðarmál.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPÍTALINN:
LÆKNAR, sérfræðingar og að-
stoðarlæknar óskast á HAND-
LÆKNINGADEILD spitalans til
afleysmga, timabilið júni —
september n.k.
Nánari upplýsingar veita yfirlækn-
ar deildarinnar.
Reykjavik, 18. april 1975.
SKRIFSTOFA
RlKISSPÍTALANNA
EIRfKSGÖTU 5.SÍM111765
vegg-
spjald
hlýtur
viður-
kenningu
ÍSLENZKT veggspjald, með
mynd af Skógarfossi, hafnaði i
þriðja sæti á alþjóðlegri vegg-
spjaldasýningu, sem nýlega var
haldin i Stuttgart i Þýzkalandi.
Yfir 160 þús. gestir greiddu at-
kvæði um beztu veggspjöldin.
Það voru Flugleiðir h.f., ásamt
Ferðaskrifstofu rikisins og utan-
rikisráðuneytinu, sem létu gera
þetta spjald á siðasta ári. Ljós-
myndina tók Mats Wibe-Lund.
Athugasemd
frá Páli
Bergþórssyni
Hr. riststjóri:
t Timanum laugardaginn 19.
april er gerð að umtali nýleg
stöðuveiting deildarstjóra á
Veðurstofunni, og gerður saman-
burður á verðleikum okkar
Markúsar A. Einarssonar til
starfa. Auk þess sem sýnt er
framan i okkur. í tilefni af þvi,
óska ég þess, að Timinn birti það
sérfræðilega álit, sem sam-
gönguráðuneytið fékk hjá Veöur-
stofustjóra um þetta mál,að
minnsta kosti þann hluta þess,
sem varöar þessa tvo heiðurs-
menn. Þetta skjal hlýtur Timinn
að geta fengið hjá Samgöngu-
ráðuneytinu. Þar ættu að vera
hæg heimatökin. Ef ekki verður
orðið við þessum tilmælum,
hljóta menn að draga af þvi við-
eigandi ályktanir.
Páll Bergþórsson
Verktakar —
vinnuvélaeigendur
TIL SÖLU:
John Deere 52 ha. iönaðartraktor meö moksturstækjum,
MF-50 hjólagrafa árgerö ’72, — MF-50 hjólagrafa árgerö
’71, — JCB-3C hjólagrafa árgerö ’66, Ham Jern grafa á
County 4-hjóladrifs traktor árgerö '67 — IH-B2276 hjóla-
grafa árg. ’7l, — JCB-7C beltagrafa árg. '66, — MAN
dráttarbiil og 15 tonna malarvagn meö veltisturtum.
Höfum kaupendur af ýmis konar vinnuvélum og tækjum.
tJtvegum meðstuttum fyrirvara erlendis frá margs konar
vinnuvélar og tæki s.s. krana, mokstursvélar, grafvélar,
vegageröavélar, steypuvinnuvélar, grjótmulningsvélar
o.fl. Góöar vélar á mjög hagstæöum veröum.
Leitiö nánari upplýsinga.
Ragnar Bernburg — vélasala
Laugavegi 22, (Klapparstigsmegin),
simi 27490 (heimas. 82933).
Bændur athugið
Óska eftir að koma 11 ára stúlku á gott
sveitaheimili um einhvern tima i sumar.
Vinsamlegast hafið samband við Geir
Björnsson, Hótel Borgarnesi.
Sjávarútvegsráðuneytið
17. april 1975.
Rækjuvinnslustöðva
Sjávarútvegsráðuneytið vekur athygli á þvi, að sam-
kvæmt lógum um samræmda vinnslu sjávarafla og
veiða, sem háðar eru sérstökum leyfum, er aöilum
skylt að leita leyfis sjávarútvegsráðu-
neytisins, hyggist þeir koma á fót nýj-,
um rækjuvinnslustöðvum eða auka af-\
kastagetu þeirra, sem fyrir eru.