Tíminn - 20.04.1975, Side 21

Tíminn - 20.04.1975, Side 21
Sunnudagur 20. aprll 1975. TÍMINN 21 aflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? ♦ Sigurður Kr. Arnason hiisasmiðameistari, sá er hér verður krafinn sagna um tómstundavinnu sina og hugargaman, hefur lagt gjörva hönd á margt um dagana. Fyrr á árum gaf hann sig mikið að iþróttum og er einn tiltölulega fárra Islendinga, sem hafa lagt stund á skylmingar, þótt nii hafi hann löngu lagt af það gaman og badminton hafi komið í staðinn. Sigurður er skákmaður ágætur, og nýtur þess að tefla þegar færi gefst. Hann er i skákfélagi, þar sem meðal annarra góðra manna eru Guðmund- ur G. Þórarinsson,fyrrver- andi formaður Skáksam- bands tslands og Jóhann Þórir Jónsson, eigandi og Ut- gefandi timaritsins Skákar. Trúlega rekur einhverja blaðalesendur minni til þess, að ekki alls fyrir löngu var sagt frá stjörnusjónauka ein- um ágætum, sem komið var fyrir i einum af fjórum turn- um Valhúsaskóla á Sel- tjamarnesi. Það var Sigurð- ur Kr. Árnason, sem hafði forystu fyrir þeim fram- kvæmdum, þótt margir aðil- ar legðu málinu gott lið. En þegar blaðamaður Timans ætlaði að ræða um stjörnu- sjónaukann við Sigurð, vildi hann sem minnst gera úr sinum hlut þar, en lét nægja ab segja: ,,Hver er sá, sem ekki hefur einhvern tima staðið úti á heiðskiru vetrar- kvöldi, horft upp i al- stirndan himininn og spurt sjálfan sig: Hvaðan kom ég, hvert fer ég? Hvað er að gerast á þess- um ótalmörgu stjörnum, eða er hugsanlegt að þar gerist alls ekki neitt? Við höfum öll, hvort sem við erum ung eða gömul, gott af þvi að horfa stöku sinnum út fyrir okk- ar þrönga daglega hring, og þvi fleiri stjörnusjónauka sem við eignumst, þvi betra.” Ofanrituð orð eru ekki efnisútdráttur úr viðtalinu við Sigurð Kr. Árnason. Áhugamál hans eru fjölbreyttari en svo. Hér hefur einungis verið minnzt á það, sem ekki ber á góma i sjálfu viðtalinu. Þeir, sem það lesa, munu kynnast allt öðrum hliðum á tóm- stundavinnu Sigurð- ar. Þannig málar Sigurftur Kr. Arnason afa sinn. Hann hét Magniis Jóns- son og var um langt skeift þekktur Vestmannaeyingur undir nafninu Grjót-Mangi. í Vestmannaeyjum má enn sjá haglega gerða og trausta grjótgarfta, hlaftna af Magnúsi, og sánna þeir, aft þaft var ekki út i hött, á hvern hátt samtiftarmenn Magnúsar lengdu nafn hans. Elliðaár fyrir rafmagnsveituna og byggðum golfskála að Grafar- holti fyrir Golfklúbb Reykjavik- ur. Og fleira mætti telja sem við unnum að saman. Eftir þetta tók ég að mér að bjóða í verk einn, og vann þau slð- an á eigin ábyrgð með mönnum mlnum. Byggði ég þá mörg hús, einkum dælustöðvar fyrir Hita- veitu Reykjavíkur. Síðar byggði ég íþróttahús fyrir Seltjarnarneshrepp og.við það Félagsheimili Seltjarnarness. En siðasta verkefnið sem ég hef unnið að fyrir Seltjarnar- nesbæ er Valhúsaskóli, sem nú er langt kominn. Það er mikil bygg- ing, sem ég vona að svari vel þeim kröfum, sem til slikra húsa eru gerðar. — Og þrátt fyrir þessa miklu vinnu heldur þú áfram aft sinna hugftarefni þinu og færir þig jafn- vel upp á skaftift? — Já, það má vistorða það svo. Eins og ég vék að áðan, þá er myndlistin alltaf i undirvitund- inni og situr um að þrengja sér upp á yfirborðið, hvenær sem færi gefst. Sama er að segja um fegurð landsins, hún hefur alltaf sótt á mig i öllum sinum fjöl- breytileika. — Ferðast þú þá ekki um land- ið, beinlinis til þess að afla þér fyrirmynda og jafnvel hug- mynda? — Jú. Þessi árátta min hefur leitt til þess, að ég hef mjög sótzt eftir þvi að ferðast um landið, skoða það og bókstaflega að læra það. En þótt ferðin hafi i upphafi verið farin til þess að leita sér hugmynda að málverkum, þa fer ekki hjá þvi, að athyglin beinist að öðrum hlutum einnig. — Þvi, sem landið geymir ifórum sinum. Þar á ég við sérkennilega steina, bergmyndanir og steingervinga, sem eru heldur en ekki komnir til ára sinna. Sá maður, sem fer að gefa sig að þessum hlutum, þarf ekki að verða sér úti um annað tómstundaverk. Steinarnir geta vel, ef svo vill verkast, tekið upp allar fristundir hans, — og meira til. — Þú hefur þá kannski líka helgað steinunum einhvern hluta tómstunda þinna? — Já. Ég hef lengi haft þann sið að fara eina eða tvær ferðir á hverju sumri til þess eins að leita sérkennilegra steina og safna þeim. Sumarið 1971 fór ég eina slika ferð með svila minum, Páli Zóphónfassyni, héðan úr Reykja- vfk norður og austur um land i Breiðdal, Berufjörð og Alftafjörð og alla leið I Hoffell. Þetta var löng leið, um þúsund km. akstur, en við sáum hvorki eftir tima okkar né kröftum, þótt hér væri óneitanlega um talsvert erfiði að ræða. Við fundum marga ágæta steina, sem Páll átti siðan eftir að saga og slipa og gera að skart- gripum. — Þessar ferðir eru auftvitaft ekki erfiðislausar? — Nei, það er nú öðru nær. Ef ,,vel veiðist”, getur steinapokinn orðið óþægilega þungur á baki „veiðimannsins”, ekki sizt þegar langt er gengið. — Er ekki einhver ferð þér sér- staklega minnisstæð? — í rauninni eru þær allar á einhvern hátt minnisstæðar, en fyrst þú spurðir beint, er bezt að ég nefni ferð, sem ég fór fyrir tæpum tólf árum. Sumarið 1963 fórum við hjónin i Ameshrepp á Ströndum. Þar var þá skemmtun framsóknarmanna. Við ókum á okkar eigin bil til Hólmavikur, en fórum á skipi þaðan að Gjögri, og siðan á vöru- bil til Trékyllisvikur. Veður var stillt og bjart, og ekkert skyggði á tign og fegurð fjallanna. Og ekki þarf að spyrja um glaðværð, gest- risni og hlýjar móttökur fólksins, sem á vegi okkar varð. Við hjónin fórum I gönguferð i bjartri sumarnóttinni. Sólin ljóm- aði á Krossnesfjalli, og við feng- um fjöruna i silfurbirtu. Selur lá á skerjum og fugl kúrði uppi við land, en lónaði ofurhægt fram á spegilslétta vikina, þegar hann varð okkar var. Þarna i fjörunni fann ég hnefa- stóran stein. Hann vakti athygli mina fyrir Iít sinn og þyngd. Ég hirti hann og sagði gestgjafa min- um, að ég ætlaði að geyma hann heima I stofu til minningar um ferðina. Hann sagðist ekki sjá neitt sérstakt við steininn, en hins vegar vissi hann, að þær gerðu þetta oft, konurnar I bænda- ferðunum, að taka með sér ein- hverja hluti til minja. Veturinn eftir fékk ég steininn sagaðan og slipaðan. Þetta var jaspis með onix-einkennum. Það sem utan af honum kom, var sagað og slipað niður i smásteina, sem greyptir voru i hringa eða men og gefnir I fermingjargjafir. En þessi steinn var ekki lengi einn ihillunni heima. Brátt bætt- ust aðrir við, og næstu árin var hörð barátta um sætin þar, unz eftir sátu nokkrir vel valdir „ein- staklingar Steingerð vinviðarlauf og leifar af risafuru — Þú hlýtur aft vera oröinn kunnugur viða um land, eftir að hafa ferðazt stöðugt um langt árabil? — Ef ég frétti um stað, þar sem von er góðra steina, reyni ég að komast þangað. Þetta táknar þó ekki, að ég hafi komið á hvern blett, þar sem fagrir steinar eru fyrir hendi, þvi að hvort tveggja er, að ég hef ekki alltaf tök á þvi að fara þangað sem mig fýsir, og svo eru slikir staðir lika alltaf öðru hverju að finnast. Þegar dr. Helgi Péturss var eitt sinn á gangi ofarlega i Búlands- höfða á Snæfellsnesi, sá hann þar breiðu af hvitum skeljum. Hann undraðist að finna þetta þarna, i um það bil sjö hundruð metra hæð, tók skeljarnar I lófa sér og athugaði þær. Á þeirri stundu varð I rauninni til hin stórmerka kenning hans um landris á þess- um slóðum. Á Hjallahálsi i Þorskafirði finnst mikill fjöldi fagurra og fá- gætra steina, svo sem jaspís, kalsid og fleira, i ýmsum mynd- um. En sá er galli á, að vegurinn liggur einmitt um svæðið, þar sem steinarnir eru, og margur ferðamaðurinn hefur farið þar út úr bil sinum og látið greipar sópa. Er þvi farið að fækka um góða hluti þar, nú á sfðari árum. Allir hafa heyrt getið um Brjánslækjarlögin svokölluðu, þar sem þykkir staflar (nær þvi eins og pönnukökuhlaði) af þunn- um hellum eru i' gili einu. í þess- um hellum er fjöldi steingerðra plantna og laufa, jafnvel vin- viðarluf hafa fundizt þar. Þar hefur margur maðurinn fengið fallegan steingerving á liðnum árum og áratugum, en nú mun þetta svæði allt orðið friðlýst, eins og lika sjálfsagt er. í Selárdal hafa einnig fundizt blöð og blaðför I bergi. Við Bolungarvik eru surtar- brandsnámur, sem stundum hafa verið unnar, að minnsta kosti á Framhald á 28 siftu. ] Lesmál: Valgeir Sigurðsson Myndir: Guðjón Einarsson [lokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.