Tíminn - 20.04.1975, Side 23
Sunnudagur 20. aprll 1975.
TÍMINN
23
Vegabréf um vinabæi
Vinabæjatcngsl milli bæja og
sveitarfélaga I ýmsuin lönduin
hafa tiðka/.t um alilangt skeið, og
er m.a. fjöldi vinabæjahópa starf-
andi á Norðurlöndum. Milli vina-
bæjanna hafa átt sér stað marg-
háttuð og gagnleg samskipti, og
hafa m.a. verið haldin vinabæja-
mót, þar sem fulltrúar viðkom-
andisveitarfélaga hittast og ræða
sameiginleg áhugamál og önnur
efni, er varða samskipti bæjanna.
Kópavogur gerðist aðili að sllk-
um vinabæjatengsIuÁi árið 1964,
er liann eignaðist vinabæina
Norrköping i Sviþjóð, Tammer-
fors I Finnlandi og Þrándheim I
Noregi. Siðan hefur Kópavogur
eignazt vinabæina Klaksvik i
F'æreyjum og Mariehamn á
Alandseyjum, og er hann fyrstur
islenzkra bæja til að eiga vina-
bæjatengsl við allar þessar nor-
rænu þjóðir.
Undanfarin ár hafa samskipti
Kópavogsbæjar við vinabæina
annars staðar á Norðurlöndum
staðið með miklum blóma, og
hafa vinabæjamót verið haldin i
löndunum til skiptis á tveggja ára
fresti. Þar hittast fulltrúar bæj-
anna og norrænu félaganna og
ræða mál, er snerta gagnkvæm
samskipti, framfarir bæjanna og
viðgang. Sem dæmi má nefna, að
á siðasta móti i Norrköping 1973
var rætt um atvinnuþróun og efl-
ingu atvinnulífs með sérstöku til-
liti til Kópavogs. Tvö vinabæja-
mót hafa verið haldin i Kópavogi,
en það næsta verður i Þrándheimi
i júni n.k.
A sviði iþrótta- og æskulýðs-
mála hefur margt verið gert, og
eru árlega haldin iþróttamót til
skiptis i bæjunum. 1 sumar verð-
ur mótið haldið öðru sinni á veg-
um Kópavogs, og eru þá væntan-
leg ungmenni frá hinum bæjunum
til vikudvalar. Þá hafa hópar
skólanema ferðazt milli bæjanna
og skólahljómsveit Kópavogs far-
ið i tónleikaför til Odense, Norr-
köping, Tammerfors og Þránd-
heims.
í sumar ráðgerir knattspyrnu-
deild Breiðabliks utanfarir nokk-
urra flokka, og munu þá um 70
unglingar verða gestir Odense-
borgar i nokkra daga. Enn frem-
ur munu um 40 drengir heim-
sækja Klaksvik.
Ýmsir starfsmenn bæjanna
hafa lagt leið sina hverjir til ann-
arra til kynningar og lærdóms, og
hefur Kópavogur á þann hátt afl-
að margra hagnýtra upplýsinga.
Almenn kynning á vinabæjun-
um hefur ekki verið mikil enn
sem komið er, þótt norrænu félög-
inhafi haft nokkurt frumkvæði að
fræðslu- og kynningarstarfi. 1
skólum Kópavogs er nú hafinn
undirbúningur að kynningu á
vinabæjunum að frumkvæði Nor-
ræna félagsins. Þess má einnig
geta, að Norræna húsið efnir til
kynningar á Alandseyjum dag-
ana 19.-27. april n.k. i tilefni þess
koma hingað til lands um 40
Alandseyingar, þar á meðal marg
ir frá Mariehamn, sem nota
munu tækifærið til þess að heim-
sækja Kópavog.
A siðasta vinabæjamóti var
ákveðið að auka kynningarstarf-
semina með þvi að gefa út bækl-
ing um vinabæina og dreifa meðal
ibúanna. Bæklingurinn „Venner i
Norden”, sem nú er kominn út,
gildir einnig sem nokkurs konar
vegabréf, og tryggir handhafa
beztu þjónustu, sé hann á ferð i
vinabæjum, m.a. afslátt eða
ókeypis aðgang að ýmsum stofn-
unum, svo sem sundstöðum, söfn-
um og almenningsfarartækjum.
Kynningarbæklingi þessum er
nú dreift i vinabæjunum fimm, og
verður hann borinn i hús i Kópa-
vogi á næstunni. Bæjarstjórn
Kópavogs og stjórn Norræna
félagsins i Kópavogi vilja hvetja
bæjarbúa til þess að kynna sér
bæklinginn og taka hann með sér,
ef þeir eiga leið til vinabæjanna,
þvi að það er sameiginleg skoðun
þessara aðila, að aukið samstarf
við hinar norrænu þjóðir og það
fólk, sem vinabæina byggir, geti
orðið öllum til hins mesta gagns
og rfkulegrar ánægju.
Það er um mannslíf að tefla
Biskup islands, herra Sigur-
björn Einarsson, sendi alþingi
umsögn um fóstureyðingar, og
fer hún hér á eftir:
„1. Fóstur er maður. Það er
um mannslíf að tefla, þegar rætt
er um eyðingu fósturs. Hvorki lif-
fræðileg né siögæðisleg rök eru
fyrir þvi að lita öðruvisi á. Þetta
mótar rikjandi viðhorf lækna.
Frumskylda þeirra er að vernda
lif, forða dauða. Krafan um ó-
skoraðan rétt verðandi móður til
aö granda fóstri sinu felur þvi i
sér þá spurningu, hvort einstak-
lingur eigi undir vissum kring-
umstæðum að fá lögheimilt vald á
lifi annars manns. Svarið við
þeirri spurningu er örlagarikt og
vfðtækt. Ef einhver mér nákom-
inn er mér byrði, á ég þá að fá rétt
til þess að ryðja honum úr vegi?
Og ber þá ekki þjóðfélaginu að
krefjast þess af læknum, að þeir
láti þá einstaklinga hverfa, sem
eru nákomnum og heildinni til
byrði? Eigi i dag að veita slikt
vald gagnvart barni i móðurlifi,
verður þá ekki rökrétt að heimila
sama vald gagnvart öðrum, sem
vamarlausir em og aðeins til
þyngsla?
2. Það er augljós staðreynd, að
bamshafandi kona getur horfzt i
augu við erfiðleika, sem mega
viröast litt bærir frá hlutlægu
sjónarmiði. Ef þeir erfiðleikar
standa i sambandi viö heilsufar,
ef lif móður er i fyrirsjáanlegri
hættu eða telja má auðsætt, að
bamið verði vangert, verður ekki
hjá þvi komizt að gripa til ör-
þrifaráða. Þaö ber að viðurkenna
i löggjöf og framkvæmd. En sé
um félagslegar aðstæður að ræöa,
ber að breyta þeim. 1 umræðum
um fóstureyöingar hefur þess
gætt i rikum mæli, að menn virö-
ast líta á ytri kringumstæður sem
óhagganleg örlög, er menn hljóti
að gefast upp fyrir. Það er mjög
úrættis við eölileg viöhorf til þjóð-
félagsaðstæöna. Ef tilkoma barns
setur foreldra i vanda af félags-
legum orsökum eða vegna al-
menningsálits, hljóta félagslega
ábyrgir og vakandi menn að
beina athygli og kröftum að þvi
að fá slikum orsökum rýmt úr
vegi fremur en að einblina á þann
möguleika einan að ryðja úr vegi
þeim hömlum, sem vernda fóst-
ur.
3. t umræðum um þá breyt-
ingu, sem gerð var á umræddu
frumvarpi áður en það var lagt
öðru sinni fyrir alþingi, hefur
mikil áherzla verið lögð á rétt
konu til þess að ákveöa einhliða,
hvort fóstri hennar skuli eytt eða
ekki. Það skal víðurkennt heils-
hugar, aö konan er sá aðili, sem
taka ber mest tillit til i þessu
sambandi. En mörgum virðist,
dyljast það, að sá réttur, sem um
er rætt i þessu sambandi er tvi-
eggja. Hann felur einnig i sér á-
byrgð. Það er um mannslif að
tefla, þegar fóstur á i hlut.’ Þegar
kona er i þeim sporum, að henni
finnst önnur sund lokuð en að láta
eyöa fóstri sínu, þá er það ómann-
úðlegt að minu áliti, og miskunn-
arlaust að leggja úrslit sliks máls
allskostar á hennar herðar. Þjóð-
félaginu ber með viðeigandi hætti
að gangast undir ábyrgðina með
henni. Það er þvi ekki að ganga á
Mikill ruglingur var á umbroti
greinar um brunavarnir I Islenzk-
um sjúkrahúsum i blaðinu i gær.
Siðari hluti greinarinnar er réttur
á þennan hátt.
Bárður nefndi annað sjúkra-
hús, sem væri illa búið brur.a-
vömum, og það væri sjúkrahús-
ið á Blönduósi
— Þar er enginn neyðarút-
gangur, og satt bezt að segja
stöndum viö i talsverðu stima-
braki varðandi brunavarnir
þar. Búið er að lofa að setja tvo
nýja útganga á sjúkrahúsið, —
en þar er t.d. elliheimili uppi i
risi, sem við erum mjög óá-
nægðir með, og útgangur aðeins
einn, enn sem komið er. Ef eld-
ur brýzt út I útganginum, sé ég
ekki fram á annaö en sjúklingar
og starfslið veröi að henda sér
út um gluggana.
Bárður vildi geta þess, aö
sjúkrahússtjórninni á Blönduósi
væri fyllilega kunnugt um þær
litlu brunavarnir, sem þar
væru, og hefðu þeir átt frum-
kvæði að þvi að hafa samband
við Brunamálastofnunina með
óskir um leiöbeiningar varöandi
úrbætur.
Brunamálastofnunin er ráö-
gefandi aðilifyrir sveitarstjórn-
ir, auk þess sem starfsmenn
hennar eiga aö sjá til þess að
reglum sé fylgt. Hins vegar ber
hverju sveitarfélagi aö sjá til
þess, aö brunavarnir séu nægar
i umdæmi þess.
Varðandi brunavarnir i reyk-
viskum sjúkrahúsum leituöum
við til Rúnars Bjarnasonar
slökkviliösstjóra. Kvað hann
eldvarnir I sjúkrahúsunum ekki
vera eins góðar og æskilegt
væri. Kleppsspitalinn sagöi
hann að væri það sjúkrahús,
sem þeir hefðu mestar áhyggjur
af. Þar heföi þó verið komið upp
sjálvirku eldvarnakerfi, sem
tengt væri beint á slökkvistöö-
ina. Reykboðar væru á öllum út-
gönguleiöum og stærri vistar-
rétt konunnar þó að lögmæltir
aðilar leggi sinn úrskurð á mála-
vexti í slikum tilvikum, heldur er
það hitt, að hún er ekki látin
standa ein að þungbærri ábyrgð.
öll lög, sem að þessu lúta, svo og
aðrar opinberar ráðstafanir,
þurfa i orði og á borði að gefa til
kynna, að þjóðfélagið stendur
meðverðandi móður og komandi
bami, lætur hana ekki standa
eina undir vanda sinum og dæmir
engan til dauða af þvi einu, að til-
vera hans þykir af einhverjum
orsökum og á einhverri stundu
óæskileg.”
verum, en hitaboðar á sjúkra-
stofum.
— Reykboðarnir hafa verið
svo óheyrilega dýrir, aö þaö
hefur verið látið nægja, aö hafa
þá i stærri vistarverunum, sagði
Rúnar.
Varðandi reykhólfin, sem áö-
ur hefur verið minnzt á, sagöi
Rúnar, aö slík hólf væru viða i
sjúkrahúsum, m.a. Landakots-
spitala, Borgarspitala og
Landsspitala.
I Borgarspitalanum væri hólf
I miöju hverrar hæðar, og nær
eldtraustar hurðir inni á alla
ganga.
Þaö komu vöflur á slökkvi-
liðsstjóra, þegar við spurðum
hann, hvernig eldvörnum væri
háttaö á eldri sjúkrahúsunum,
s.s. Hvitabandinu, — en svar
hans var á þessa leið:
— Viö getum alla vega sagt,
að öll þau hús eru mjög traust-
byggð. Það er steinn i hólf og
gólf, og það er mikið öryggi aö
þvi.
Sýningarmunum
á Álandseyja
sýningu seinkaði
1 gær hófst Alandseyjavikan i
Norræna húsinu, en svo fór aö
sýningarmunir komu ekki I tæka
tið til landsins, þar eða gám með
þeim seinkaði i tvigang. 1 Timan-
um I gær var greint frá þvi, aö
unniö hefði verið I allan nótt viö
sýninguna, en gámurinn var
væntanlegur til landsins á föstu-
dagskvöld. Einhverra hluta
vegna kom gámurinn þó ekki, en
fastlega var búizt viö þvi I gær-
morgun, eða hann kæmi siöari
hluta dags.
Leiðrétting viðgreinum brunavarnir
Álandseyjavika
í Norræna húsinu
19. til 27. apríl 1975
Dagskrá:
Laugardagur 19. apríl
kl. 16:00 Alandseyjavikan liefst.
Sýningar opnar alinenningi i sýningarsöium I
kjallara, anddyri og bókasafni.
„SPELM ANSMUSIK”
kl. 17:00 Kvikmyndasýning i samkomusal: ÁLAN n.
Sunnudagur 20. apríl
kl. 15:00 Prófessor MATTS DREIJER heldur fyrirlest-
ur um sögu Alandseyja.
kl. 17:00 Kvikmyndasýning:
BONPBRÖLLOP, SANGFEST PA ÁLAND
Mánudagur 21. apríl
kl. 17:00 Kvikmyndasýning: FAKTARGUBBEN.
kl. 20:30 Prófessor NILS EDELMAN heldur fyrirlestur
með litskyggnum um berggrunn Alandseyja.
Þriöjudagur 22. april
kl. 17:00 Kvikmyndasýning: '
POSTROTEFÁRnER ÖVER ÁLANIl.
kl. 20:30 Fil. dr. JOHANNES SALMINEN heldur fyrir-
lestur um álenskar bókmenntir.
KARL-ERIK BERGMAN, rithöfundur, les úr
eigin og annarra verkum.
ÞÖROOnUR GUÐMUNDSSON, rithöfundur,
les úr þýðingum sinum á álenskum skáldskap.
NORRÆNA
HÚSIO
Til sölu
óskum að selja eftirtaldar eignir:
1. Mötuneytisskáli, u.þ.b. 300 ferm.
2. Verkstæðisbygging, Strand-Steel, u.þ.b.
360 ferm.
3. Steypustöð, Elba Wainer, framleiðis 11
rúmm. á klst., Sementssiló og fleiri
fylgihlutir.
4. Steypubifreið, Leyland með 5 rúmm.
steyputunnu.
Upplýsingar gefa Gunnar J. Magnússon
og Páll Hannesson.
Skrifleg tilboð sem greini verð og
greiðsluskilmála þurfa að berast fyrir 28.
april 1975.
I>ÓRISÖS HF.
Siðumúla 21, Reykjavik.
Simi 32270.