Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 29
Sunnudagur 20. aprll 1975.
TÍMINN
29
Óveruleg mengunarhætta
verði allar varúðarráðstaf
anir gerðar
— segir Náttúruverndarráð um málmblendiverksmiðjuna
í Hvalfirði, en það tekur það hefur nú sett fram ýmsar
ábendingar varðandi úndirbúning
NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hefur
sent Heilbrigðiseftirliti rikisins
eftirfarandi bréf um málmblendi-
verksmiðjuna i Hvalfirði (75%
kisiljárnframleiðslu):
„Náttúruverndarráð þakkar
bréf yðar frá 19. febrúar 1975
varðandi fyrirhugaða kisiljárn-
verksmiðju i Hvalfirði og þau
gögn, er þvi fylgdu. Með tilliti til
þeirra upplýsinga er þar koma
fram og annarrar vitneskju, sem
Náttúruverndarráð hefur aflað
sér um hliðstæðan iðnrekstur,
m.a. á Norðurlöndum, vill ráðið
koma á framfæri við yður
nokkrum ábendingum og mati á
vandamálum af þeim iðnrekstri,
sem hér um ræðir.
Náttúruverndarráði er ljóst, að
öllum iðnrekstri fylgir einhver
mengun, þótt beitt sé fullkomn-
asta hreinsibúnaði, sem völ er á,
og þekking á skaðsemi iðnaðar-
mengunar er enn takmörkuð.
Verður þvi ætið nokkur óvissa, er
meta skal áhrif slikrar mengun-
ar, og þau áhrif geta verið háð
staðbundnum aðstæðum. Jafn-
framt liggur fyrir að tæki til
varnar mengun frá iðnaði er enn
mjög i þróun og iðnaður misjafn-
lega á vegi staddur i þessu tilliti.
Upplýsingar um stöðu mála
kunna þvi oft að virðast mót-
sagnakenndar. Reynsla af áhrif-
um af völdum iðjumengunar er
takmörkuð hériendis, svo að
menn verða að styðjast við þekk-
ingu og upplýsingar erlendis frá,
er nýjar iðngreinar koma til sögu.
Aðstaða til eftirlits og sjálfstæðra
rannsókna vegna mengunar-
áhrifa hefur einnig verið af
skornum skammti og þarf að
ráða bótá hvoru tveggja, ekki sizt
ef haldið er áfram á braut stór-
iðju og áður óþekkts iðnrekstrar i
landinu. Ber sérstaklega að hafa i
huga, að lifriki landsins býr við
sérstæðar aðstæður og almennt
verður að gera ráð fyrir, að is-
lenzk vistkerfi séu viðkvæm fyrir
mengunaráhrifum vegna norð-
lægrar legu landsins og einangr-
unar.
Annars konar málmblendi-
iðnaður hættulegri lífríki
Varðandi fyrirhugaða kisil-
járnverksmiðju i Hvalfirði er það
mat Náttúruverndarráðs að
hættan á skaðlegum áhrifum á
lifriki vegna mengunar af hennar
völdum sé ekki veruleg, ef allar
tilteknar varúðarráðstafanir eru
geröar, og minni en af öðrum
málmblendiiðnaði, svo sem af
framleiðslu mangan- og króm-
járnblendis. Veldur þvi fyrst og
fremst annað hráefni svo og ann-
ar tæknibúnaður til mengunar-
varna. Þrátt fyrir áratugareynslu
af mikilli og hvimleiðri rykmeng-
un frá kisiljárnbræðslum i Noregi
hafa að sögn umhverfisyfirvalda
þar (Statens Forurensningstil-
syn, miljödepartementet) ekki
komið fram neinar uppl., sem
benda til þess að slik mengun hafi
haft skaðieg áhrif á gróður eða
dýralif. A hinn bóginn var það
einnig upplýst að það hafði ekki
verið sérstaklega rannsakað, og
að sjálfsögðu höfum við ekki
reynslu af slikri starfsemi hér á
landi. Með þeim tæknibúnaði til
rykhreinsunar, sem þróaður
hefur verið á allra siðustu árum,
hafa skapazt möguleikar á stór-
felldum úrbótum frá þvi sem áður
var til varnar rykmengun út frá
kisiljárnverksmiðjum og jafn-
framt verið unnt að bæta veru-
lega innri starfsskilyrði i slikum
verksmiðjum. Þó er aftöppun af
bræðsluofnum enn ófullkomin og
fylgir henni nokkur mengun i
vinnslusölum, sem áherzlu þarf
að leggja á að dregið verði úr.
Með pokasiuni hefur tekizt að
taka fyrir sýnilegan rykútblástur
frá bræðsluofnunum, en þá kem-
ur upp sá vandi að losna á viðun-
andi hátt við rykið, sem þannig
safnazt fyrir. Ráðið hefur um það
upplýsingar tæknimanna i
Noregi, að endurnýting sé mikl-
um vandkvæðum háð og hafi af-
köst ofnanna, og þar með orku-
nýting, lækkað um 8-10%, þegar
það hafi verið reynt', og jafn-
framt safnist fyrir úrgangsefni i
þvi ryki, sem fer i endurnýtingar-
hringrás. Virðist raunar auðséð,
að fullkomin endurnýting sé
tæknilega og fræðilega óhugsandi
og spurningin aöallega hversu
mikið sé hægt að endurnýta og
hversu mikið verði að losna við á
annan hátt og þá hvernig. Um
þetta atriði sýnist Náttúruvernd-
arráði ekki hafa borizt nægilega
skýrar upplýsingar að þvi er
fyrirhugaða verksmiðju i Hval-
firði varðar. (I afriti af bréfi
þessu til Iðnaðarráðuneytisins
var sérstaklega vakin athygli á
undanfarandi grein).
Mengun af völdum snefilefna,
svo sem málmsambands i út-
blæstri, virðist af fyrirliggjandi
gögnum ekki likleg til að valda
tjóni, en gæti þó samkvæmt ofan-
sögðu skapað vandamál vegna
samstöfnunar við endurvinnslu
ryksins i málmbræðslunni og þvi
nauðsynlegt að fylgjast vel með
þeim þætti svo og efnainnihaldi
allra hráefna, sem notuð eru.
Onnur föst úrgangsefni, svo
sem gjall og steinefni úr deiglum,
eru ekki i þeim mæli að valda
þurfi erfiðleikum, sé frá þeim
gengið með eðlilegum hætti og
jafnframt fylgzt með efnasam-
setningu þeirra og áhrifum frá
þeim við geymslusvæði.
Nokkur loftmengun með
brennisteinsdioxiði. SO , virðist
óumflýjanleg með núverandi
vinnslutækni en eðlilegt er að
gera kröfur um, að henni sé hald-
ið i lágmarki með kröfum til hrá-
efnis.
Náttúruverndarráð telur miklu
varða að fyrirtækið verði frá
byrjun búið fullkomnustu meng-
unarvörnum sem völ er á, og
strangt eftirlit verði haft með við-
haldi og stýringu þess búnaðar
með tilliti til umhverfisáhrifa frá
rekstrinum, sem kosti slikt eftir-
lit og allar nauðsynlegar úrbætur
vegna tjóna, sem rekja má til
fyrirtækisins.
Vistfræðilegri rannsókn
verði lokið áður en rekstur
hefst
Náttúruverndarráð telur
mikilsvert að vistfræðileg rann-
sókn á umhverfi verksmiðjunnar
ásamt nauðsynlegum efnarann-
sóknum hefjist sem fyrst, þannig
að áreiðanlegar niðurstöður
varðandi umhverfisaðstæður
liggi fyrir áður en rekstur hefst.
Einnig leggur ráðið áherzlu á að
slikri alhliða könnun verði fram
haldið skipulega eftir að rekstur
hæfist, i samræmi við áætlun er
Náttúruverndarráð lætur i té.
Náttúruverndarráð tekur
ákveðið undir þá kröfu Heil-
brigðiseftirlitsins, að dregið verði
úr rykmengun frá hráefnisflutn-
ingi til verksmiðjunnar með að-
færslu á lokuðum færiböndum og
að komið verði upp hlifum til
varnar foki frá hráefnisbingjum.
Strangt eftirlit verði með ryk-
hreinsibúnaði (pokasium o.fl.) og
tiðar mælingar gerðar á ryki,
sem berst i andrúmsloft, bæði
magni þess og efnasamsetningu.
í rekstrarleyfi verði gerðar
bindandi kröfur um lágt brenni-
steinsinnihald koks og kola, sem
notuð eru við vinnsluna til að
draga úr brennisteinsdioxiði i út-
blæstri.
Náttúruverndarráði verði gerð
grein fyrir þvi hversu mikið af
föstum úrgangsefnum verði að
losna við frá verksmiðjunni og
með hvaða hætti það verði gert.
Framhald á bls. 39.
.BTÍlíS'Íi
mm I,
VAÐSTIGVEL
OG VÖÐLUR
PÓSTSENDUAA
ðPORT$A. cHI5EMMT0RGf'^ L S !
men^KALKSTEINN
Þekju- og
hleðslusteinar
250x120x65 mm
198x20x65 mm
Marmaraflísar
á gólf,
veggi og
gluggakistur
Upplýsingar hjá
©
Laugavegi 168 — Simi 1-72-2«