Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 30

Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 20. apríl 1975. HLJÓMPLÖTUDÓMAR NÚ-TÍMANS o ÉG ER STARFANDI HLJÓÐFÆRALEIKARI Á BARNUM í EYJUM ★ ★ ★ ★ ★ MIKLAR BREYTINGAR hafa átt sér staö á sviði piötumála hjá Eric Ciapton slðasta árið. Fyrir tæpu ári hafði hann ekki gefið út plötu I þrjú ár, en sið- an eru komnar út tvær plötur, — og er sú siðari nýkomin á markað. Þessi nýja plata Claptons er að mörgu leyti svipuð 461 Ocean Boulevard, m.a. vegna þess, að flestir sömu tóniistar- mennirnir aðstoða hann á þessari plötu, og hljóð- færaskipan er sú sama á báð- um plötunum. Eg álit samt að þessi nýja plata sé talsvert betri en sú fyrri. Eins og á fyrri plötunni tek- ur Clapton fyrir nokkur gömui lög, sem hann útsetur að nýju, og má þar frægast teija lagið „Swing Law Sweet Chariet” (sem eflaust á eftir að koma út á litilli plötu). Persónulega finnst mér samt beztu lög plötunnar vera eftir hann sjálfan. Tónlistar- still hans hefur talsvert breytzt I gegn um árin, — lög hans eru nú öll mikiu róiegri og fágaðri en áður. Hljóðfæra- leikur á plötunni er fyrsta flokks, og ber þar að sjálf- sögðu hæst leik Claptons á git- arinn og dobróið. Enginn Clapton-unnandi iætur þessa plötu fara framhjá sér, og það eitt er vist, að þeir sem heyröu 461 Ocean Bouie- vard og hrifust af, — þeir verða sér úti um eintak. — SþS. ★ ★ ★ NÝJU PLÖTUNNAR frá Ar- gent hefur verið beðið meö talsverðri eftirvæntingu, vegna þess að sl. haust yfirgr.f Russ Bailard gitarleikari og annar aðal iagasmiðurinn hljómsveitina. Töldu menn þá, að dagar hennar væru taldir, þvi öll beztu og vinsælustu lög hennar siöustu árin hafa verið eftir hann. Eftir brottför Ball- ards fór Rod Argent, höfuð- paur hljómsv. (hljómborðs- leikari) aö leita að öðrum git- arleikara og söngvara. Honum tókst þó ekki að finna rétta manninn, sem bæði gat sungið og leikið á gitarinn, en valdi tvo I stað Ballards, John Grimaldi, gitarleikara, 19 ára, sem talinn er einn efnilegasti gitarleikari Breta um þessar mundir, og John Verity söngv- ara. Ekki fæ ég samt skilið, hvaö Verity hefur að gera I hljómsveitinni, þvi á plötunni sér Argent sjálfur um sönginn aö verulegu leyti. En kannski fær Verity að njóta sin siöar. Ekki hefur stfll hljómsveit- arinnar breytzt neitt að ráði við þessar mannabreytingar, þvi Rod Argent semur nú öll lögin, utan eitt, sem er eftir bassaleikarann, Jim Rodford. Þessi lög eru i svipuöum dúr og fyrri lög Argents. Ekki er hægt að segja, að piatan komi á óvart, og svo viröist sem áhrif nýju mannanna séu næsta litil. — SþS. ★ ★ ★ ★ + ÞEIR ERU eflaust margir, sem muna eftir þvi, er Seals og Crofts heimsóttu okkur á árunum 1970-1971, þá tiltölu- lega litt þekktir, — og héldu tvenna ógleymanlega hljóm- leika. Siðan hefur margt breytzt, þvi að rúmu ári eftir heimsókn þeirra hingað tii lands, urðu þeir heimsfrægir með plötu sinni Summer Brccze. Sú plata var hin fjórða i röðinni og var stöðugt á bandariska vinsældalistanum i nærri þrjú ár. Diamond Girl kom út árið 1975, og er hún að minum dómi sú bezta, sem þeir liafa sent frá sér, enda mest selda plata Bandarikj- anna það ár. Siðan kom Unborn Child, og þar fataðist þeim aðeins flugið, þó ekki al- varlega. Var bætt viö i nokkr- um lögum ýmsum hljóð- færum, sem þar áttu alls ekki heima, og útkoman var heldur þunglamaleg plata. Þá er ioksins komið að nýju plötunni I’ll Play For You. Sem betur fer á hún lítið sameiginlegt meö Unborn Child. Textarnir vekja sem fyrr mestan áhuga og athygli, enda eru þeir nokkuð sér á parti i textasmlð, þar sem báðir eru Baháiar. Blessuð (?) mengunin fær sinn skerf I lagi, sem heitir Ugly City, en ein- mitt i þvi lagi kemur vel fram hin skemmtilega melódiu- skipting þeirra, — en I mörg- um laganna eru þrjár til fjórar melódiur, sem þeir tengja saman á frábæran hátt. Ég gæti haldið áfram að skrifa um lögin, en látum þetta duga. Hljóðfæraleikurinn er óað- finnanlegur að vanda, og sem fyrr er hvert smáatriði þaul- hugsað, og hvergi kastað til höndunum. I’ll Play For You er frábær plata og sannarlega þess virði, að henni sé gaumur gefinn — G.G. ★ ★ ★ ★ A UNDANFÖRNUM árum hafa fremur litlar breytingar átt sér staö I popptónlistinni, þ.e. I viðustu merkingu þess orös. Hljómpiötur hafa aö visu stöðugt orðið fulikomnari hvað tæknileg atriði áhrærir, en hvaö efni snertir, hafa eng- ar grundvallarbreytingar orðið á siðari árum. Þetta hef- ur leitt til þess, að margir teija, að popptóniistin hafi staðnað, — um það má náttúr- lega endalaust deila, en þaö er min skoðun, aö svo sé ekki. Nú örlar hins vegar á mikiili breytingu, en hún er á þann veg, að soul-tónlistin er ails staðar i verulegri framþróun, og hjá glfurlega stórum hóp tónlistarunnenda er hún þegar 'orðin alls ráöandi. Hvitir lista- menn eru nú farnir að setja svip á þróun soul-tónlistarinn- ar, og I þvi sambandi ber hæst hljómsveitina Avarage White Band, en þar á eftir kemur eflaust hljómsveitin Kokomo. Kokomo er brezk, eins og AWB, og hefur á slðustu mán- uðum orðið gifurlega vinsæl. Meðlimir hljómsveitarinnar eru niu talsins, fjórir voru I söngflokknum Arrival, tveir voru I Grease Band, einn var I King Crimson og annar i Pibl- okto. Tónlist þeirra er soul- rokk, blandað evrópsku rokki, — og kemur á óvart, hversu góð skil þcir kunna á reglum soul-tóniistarinnar. Kokomo er piata, sem enginn soul- aðdáandi lætur vanta i plötubunka sinn. — G.S. ★ ★ ★ + LISTAMENN reyna ott aö vekja á sér athygli með frum- legum tilburðum, og á þetta ekki slður viö um tónlistar- menn en aðra. Glitter-rokkið i Bretiandi, og alls kyns útúr- dúrar frá þvl, hafa sett mikinn svip á brezkt popp, en Banda- rikjamenn hafa farið hægar i sakirnar, þótt þar I iandi séu fyrir löngu þekktar þessar sviðstilburða-ýkjur, sem ég vil nefna svo, s.s. Alice Cooper og New York Dolls. Persónulega finnst mér svona skripaháttur asnalegur, og sitji hann i öndvegi, tel ég það miður, enda vill það oft verða svo, að þeir lélegustu skreyta sig með þessum fjöðr- um. Labelle-trióiö er dæmi um þennan skriðahátt, að undan- skildu þvi, að þar eru á ferð- inni ágætis listamenn. Hlustir þú á plötu þeirra Nightbirds, finnst þér hún ef- laust góð, en I raun og veru vantar citthvað á að þú fáir notið tónlistarinnar fullkom- lega. Sviðstilburðaýkjur þeirra eru það snar þáttur I þeirra tónlistarflutningi, að hijómpiata segir ekki allt. Lög plötunnar virðast I fyrstu vera næsta einföld, jafnvel barnaleg (að undan- skiidu Lady Marmaiade) —en þau vinna á, og eftir nokkurn tima ertu orðinn sáttur við þetta ósvikna soul, þessa miklu rödd, — og þessi ágætu lög. Stelpurnar búa yfir krafti og fjöri, sem ekki heyrist á hverjum degi.— G.S. Hljómplötudeild Faco hefur lónað Nú-tímanum pessar plötur til •jmsagnar GYLFI ÆGISSON heitir maður- inn og ég hitti hann suður i Hafnarfirðí, þarsem hann er að taka upp sina fyrstu LP-plötu, ásamt valinkunnum hljóðfæra- leikurum. Það er laugardagur og búið er að taka grunnspilið uppaf fjórum lögum. Gylfi situr inni I hljóöstjórnunarklefanum og hlustar. — Þið eruð kannski ógurlega uppteknir, segi ég við Jónas R. Mig langaði að rabba aðeins við Gylfa. Jónas fer inn og ber upp er- indið og að vörmu spori kemur Gylfi fram á gang til min þar sem ég bið hans. Við förum inn i kaffistofuna. Gylfi Ægisson er sérstæður persónuleiki, um það vitnar hann sjálfur og lögin hans, — og auðvitað textarnir. En það fær fólk að vita þegar platan er komin út. Gylfi hlammar sér niður á stól og heilsar mér. Þá mundi ég að hann er sjómaður. — Ertu á sjónum, ennþá? spyr ég. — Ég var á báti — Jöklinum, — en hætti 19. september siðast- liðiö haust. Siðan hef ég verið að leika á orgel á kvöldin i hótelinu i Vestmannaeyjum. Konan hefur unnið fyrir hádegi. — Hefurðu alveg sagt skilið við sjóinn? — Já, ég er hættur á sjónum, alla vega i bili. - — Mér var eínhvern tima sagt, að þér félli bezt að semja á sjónum. Er ekki vont að semja i landi? — Jú, það var afskaplega gott að semja úti á sjó. Hins vegar er þetta voðalega misjafnt hvenær maður cr bezt til þess fallinn að semja. Það fer mest eftir þvi hvemig liggur á manni þá og þá stundina. Það verður smá þögn, sfðan segir Gylfi: — Það er kannski ljótt að segja frá þvi, — en það er engu að siður alveg satt, að elztu lög- in á plötunni eru um þriggja ára gömul. — Ég hef nefnilega litið hugsað um að semja. — Datt þér bara allt i einu i hug að gefa út plötu? — Nei, mér datt ekkert i hug. Gunni (Þórðarson) og Haukarnir (hann var þá i Hauk- um) komu til min til Eyja og sögðu við mig að liggja ekki með þessi lög i skúffu, — heldur rifa þau upp úr skúffunni og gera eitthvað við þau. Þeir töl- uðu um að koma þessu á fram- færi. — Og textarnir? Þeir eru auðvitað á islenzku og eftir þig sjálfan? — Já, já, — ég sem alla texta, og öll lögin nema eitt. Það er rauðhettulagið, — ég samdi það ekki, það er enskt, Manfred Mann sungu það eitt sinn, segir Rúnar mér. I stúdióinu voru Gylfa til að- stoðar, þegarég brá fæti minum þar inn fyrir dyr, Gunnar Þórð- ar, Rúnar Júliusson, Engilbert Jensen og Sigurður Karlsson. Stjórn hljóðupptöku annaðist Gunnar Þórðarson. — Textarnir? Þeir fjalla um allt mögulegt, — sjóinn, börnin, móður mina.... Hljómar hf. gefa plötuna út og útsendingar eru eftir Gunnar Þórðarson. — Þeir vildu endilega að ég syngi lögin. Ég var nú ekkert hlynntur þvi. J4, ég syng öll lög- in nema Engilbert syngur eitt og Linda Gisladóttir annað. Svo' eru tvö lög eingöngu leikin. Ég syng sem sagt átta lög. — Linda Gisladóttir? Hver er hún? — Þaðer vinkona min i Kópa- vogi. — Ég var búinn að segja þér það, — ég er starfandi hljóð- færaleikari á barnum i Eyjum, leik á orgel og Páll Elisson leik- ur með mér á gitar og syngur. Hann er mjög góður. Hótelið er skemmtilegt, — það var i nokk- urri niðurniðzlu, svo keyptu þeir bræður það, — og það er mjög skemmdilegt núna. Það stóð einhvers staöar á prenti að ég ætti heima á Horna- firði. Það er ekki rétt. Ég' á heima i Eyjum. Þaö stóð lika einhvers staðar á prenti að ég væri 33—35 ára gamall. Það er ekki rétt. Ég er 27 ára og fjög- urra barna faðir. — Þú ert Eyjamaður i húð og hár, ekki satt? — Jú, ég ólst þar upp og vil hvergi annars staðar eiga heima. Meðan Guð lofar mun ég búa i Eyjum. — Þú mátt koma þvi að, að platan er tileinkuð móður minni og Engilbert syngur lagið um móður mina. Það heitir „Til móður minnar”. Ekkert nafn hefur enn verið ákveðið á plötuna. Gunnar Þórðarson kallar á Gylfa og bið- ur hann að koma til upptöku. Mér er þvi ekki lengur til set- unnar boðið. —Gsal— Gylfi Ægisson I upptökusal Hljóðritunar h.f. ásamt Rúnari Júllussyni, Engilbert Jensen og Gunnari Þórðarsyni — Nú-tlmamynd: Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.