Tíminn - 20.04.1975, Síða 34
34
TÍMINN
Sunnudagur 20. aprll 1975.
Timinn óskar þessum bruðhjónum til
hamingju á þessum merku tímamótum i
ævi þeirra.
No 20:
No 21:
No 22:
Þann 14. sept. voru gefin saman I hjónaband i Dóm-
kirkjunni Guörún Jónsd.,Jóns Inga Guömundssonar
sundkennara.og Jón Þór Guömundsson, Guömundar
Georgs Jónssonar starfsmanns Loftleiöa I Kaup-
mannahöfn. Heimili þeirra er á Holtsgötu 31
Ytri-Njarövlk. Stúdló Guömundar.
Þann 5. apr. voru gefin saman af séra Grimi Grimss.
Guörún Jónsd. og Asgeir Jóhannsson. Heimil þeirra er
að Seljavegi 3A. Stúdló Guðmundar.
Þann 22. febr. voru gefin saman i hjónaband I Bústaða-
kirkju af séra ólafi Skúlasyni ungfr. Helga Ólena
Eiriksd. og Albert Ómar Guðbrandss. Heimili þeirra
er á Eskifirði. Stúdió Guðmundar.
Aðalfundur Alþýðubankans:
rinnlán einn milljarður
rekstrarafgangur 22 milljónir
AÐALFUNDUR Alþýðubankans
var haldinn I Súlnasal Hótel Sögu
laugardaginn 12. apríl s.l.
Fundarstjóri var Hannibal
Valdimarsson, fyrrverandi fé-
lagsmálaráöherra, en fundarrit-
arar þeir Snorri Jónsson varafor-
seti Alþýðusambandsins og Þór-
unn Valdimarsdóttir, formaður
Verkakvennafélagsins Fram-
sóknar.
Formaöur bankaráðs Alþýðu-
bankans, Hermann Guðmunds-
son flutti skýrslu um starfsemi
bankans á slðastliðnu ári. 1
skýrslunni kom fram að vöxtur
bankansá þessu 4. starfsári hans
var sem fyrr markviss og örugg-
ur. Nema heildarinnlán bankans
nú um 1 milljarði króna og hafa
sjöfaldazt frá opnun bankans árið
1971. Þá kom og fram i skýrslu
formanns, að rekstrarafkoma
bankans hefur batnað mjög á s.l.
ári. Rekstrarafgangur, fyrir af-
skriftir, nam 22 millj. króna.
Skýrt var frá þvi að bankaráð
hefði ákveðið að nota heimild sið-
asta aðalfundar um aukningu á
hlutafé bankans, þannig, að nú
hefi verið boðin út hlutaf járauki
að fjárhæð 30 millj. kr. og gildir
forgangsréttur hluthafa til 15.
maln.k. Siðar verður ákveðið um
útboð eftirstöðva hlutafjárauka
að sömu fjárhæð, en stemmt er að
þvi að auka hlutafé^ I heild úr 40
millj. króna I 100 millj. kr.
A s.l. ári tók til starfa við Al-
þýðubankann veðdeild sam-
kvæmt breytingum, sem gerðar
voru á samþykktum bankans árið
1973. Var veðdeildinni heimilað
að gefa út bankavextabréf að
fjárhæð 25 millj. kr. og liggja nú
fyrir bókanir á þeirri fjárhæð
allri. Hlutverk veðdeildarinnar er
að styðja menningarlega og fé-
lagslega starfsemi verkalýðs-
hreyfingarinnar m.a. með lán-
veitingum til stéttarfélaga og
samtaka þeirra i sambandi við
byggingu orlofsheimila og ann-
arrar félagslegrar starfsemi.
Hafa fyrstu lánin þegar verið af-
greidd I þessu skyni.
1 skýrslu bankaráðs kom fram,
að bankinn hefur leitað hófanna
um leyfi tilaðopna útibú, bæði ut-
an Reykjavikur svo og i hinum
nýju borgarhverfum. Enn sem
Leigjendur garða
í Kópavogi
Vinsamlegast greiðið gjöldin fyrir 1. mai.
— Gjaldið er fyrir:
300 fermetra 1000 krónur,
150 fermetra 600 krónur,
100 fermetra 400 krónur.
Gjöldunum veitt móttaka i bæjarskrifstof-
unni, félagsheimilinu, suðurdyr, daglega
kl. 9—12.
Garðyrkjuráðunautur.
komið er hafa yfirvöld ekki séð
sér fært að heimila opnun útibús
úti á landi. Hins vegar standa
vonir til að Alþýðubankinn geti I
náinni framtlð hafið starfrækslu
útibús I Austurhluta Reykjavik-
urborgar, en I því er orðin mikil
nauðsyn m.a. vegna umferðar-
þunga á Laugavegi, þar sem
bankinn er nú til húsa.
Jón Hallsson, bankastjóri, lagði
fram endurskoðaða reikninga
bankans, ásamt skýrslu banka-
stjómar, og skýrði hvort tveggja.
1 skýrslu bankastjórnar er rak-
in þróun efnahagsmála á árinu
1974 og gerð grein fyrir spám um
horfur á árinu 1975 með sérstöku
tilliti til áhrifa á kjör launafólks,
og atvinnuöryggi hérlendis.
Um hag og afkomu bankans
kom þetta m.a. fram:
Innborgaðhlutafé nam I árslok
tæpum 37 millj. króna.
Til afskrifta er varið 5,1 millj.
kr., en til varasjóðs tæpum 13
millj. kr.
Hcildarinnlán bankans námu I
árslok 941 millj. kr. og höfðu auk-
izt á árinu um 277 millj., eða um
41,7%. Spariinnlán námu 829
millj. og höfðu hækkað um 226
millj. kr. eða 37,5%. Veltiinnlán
voru 83,6%.
Heildarútlán voru I árslok 669
millj. kr. og höfðu vaxið á árinu —
204 millj. kr. eða um 43,9%.
Bundin innstæða i Seðlabanka
nam I árslok 192 millj. kr. og hafði
vaxið á árinu um 54 millj. kr. Inn-
stæða Alþýðubankans á við-
skiptareikningi I Seðlabanka var i
árslok 56 milljónir kr.
Aðalfundurinn samþykkti þá
tillögu bankaráðs að hluthöfum
skuli greiddur 12% arður af hluta-
fé sínu. Er það I fyrsta sinn, sem
bankinn greiðir arð af hlutafé.
í bankaráð voru einróma
endurkjörin: Jóna Guðjónsdóttir,
Hermann Guðmundsson, Einar
Ögmundsson, Björn Þórhallsson
og Markús Stefánsson. Til vara:
Herdis ólafsdóttir, Hilmar Jóns-
son, Hilmar Guðlaugsson, Óðinn
Rögnvaldsson og Snorri Jónsson.
Endurskoðendur bankans voru
endurkjörnir: Björn Svanbergs-
son og Steindór Ólafsson. Þriðji
endurskoðandinn er skipaður af
ráðherra.
Aðalfundurinn var mjög fjöl-
sóttur og rikti þar mikill hugur
um frekari eflingu Alþýðubank-
ans.
w
!
Rósin
GLÆSIBÆ
Flestir
brúðarvendir
eru frá Rósinni
Sendum um allt land
^ Sími 8-48-20
BILAVARA-
HLUTIR
NOTAÐIR
VARAHLUTiR
FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ
Ódýrt:
vélar
qírkassar
drif
hásingar
fjaðrir
öxlar
hentugir i aflanikerrur
bretti
hurðir
húdd
róður o.fl.
BILAPARTASALAN
Höföatúni 10, simi 11397.
Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—5
laugardaga.