Tíminn - 20.04.1975, Síða 40
r .
Sunnudagur 20. apríl 1975.
_________________________-J
FÓÐURVÖRUR
þekktar
UM LAND ALLT
fyrir gæði
Guðbjörn
Guðjonsson
Heildverzlun Síöumúla 22
Simar 8S694 & 85295
MYNDARLEG BOD OG BUN-
INGSKLEFAR VID SUND-
LAUG VESTURBÆJAR í
NOTKUN FYRIR ÁRAMÓTIN
: ! j
•7 . '.Æs
SJ-Rcykjavik. Nýbygging við
Sundlaug Vesturbæjar er nú vel á
veg komin, og á henni að verða
lokið á þessu ári, samkvæmt ný-
endurskoðaðri fjárhagsáætlun. 1
viðbyggingunni verða 22 steypi
böð á tveim hæðum og búnings-
klefar fyrir 300 manns. Að sögn
Stefáns Kristjánssonar iþrótta-
fulltrúa hjá Fræðsluráði Reykja-
vikurborgar verður þetta lang-
bezta búningsaðstaða við sund-
laug hér.
Með þrengslum hefur núver-
andi búningsaðstaða rúmað 100
manns, en hún var upphaflega
ætluð fyrir litla innisundlaug,
sem ætlunin var að nota til sund-
kennslu.
Ekki er afráðið, hvort þessi
sundlaug verður byggð, eða hvort
gamla búningsaðstaðan verður
notuð til annarra þarfa. Stefán
Kristjánsson kvað þörf á þvi að
Nýbyggingin við Sund-
laug Vesturbæjar.
hefja framkvæmdir við byggingu
nýrra baða og búningsherbergja
við Sundlaugarnar i Laugardal,
þegar þessum framkvæmdum i
Vesturbænum yrði lokið.
Sundlaug Vesturbæjar og
húsakostur þar.
—Timamyndir GE.
Hvergi d Norðurlöndum hafa
reykingar
gébé-Reykjavik — Þeir munu
vera fáir, sem ekki hafa tekið
eftir hinni miklu reykingavarna-
herferð, sem nú stendur yfir, með
auglýsingum bæði i sjónvarpi og
biöðum. Samkvæmt lögum er viss
fjárhæð notuð á ári hverju til
auglýsingaherferðar gegn
tóbaksreykingum, cn það munu
vera tvö prómill af allri tóbaks-
sölu i landinu, að sögn Jóns
Kjartanssonar, forstjóra Afengis-
og tóbaksverzlunar rikisins.
meir en
Á aðra milljón króna
í herferð gegn reykingum
— Það eru fulltrúar Krabba-
meinsfélagsins og Heilsuverndar,
auk mín, sem ráðstafa fénu til
þessara auglýsinga, sagði Jón
Gömul en ger-
ir sitt gagn
Gsal—Reykjavfk — Fallbyssan
á meðfylgjandi mynd er á flagg-
skipi flota Landhelgisgæzlunn-
ar, hinu nýja varðskipti Tý.
Byssan er 57 mm CKL/44, smið-
uð i Paris 1912-1913, og að hluta
til hjá danska sjóhernum. Is-
lendingar keyptu byssuna fyrir
nokkrum árum af Grænlending-
um, sem notað höfðu fallbyssur
sem þessar i heiðursskyni. Fall-
byssan er sömu gerðar og á hin-
um varðskipunum, en Land-
helgisgæzlan hefur notað þessa
gerðaf fallbyssum allt frá árinu
1929, þegar slík byssa var keypt
á Ægi gamla. Það mætti halda,
að framfarir i fallbyssugerð
hafi orðið harla litlar, en svo er
þó ekki. Astæðan fyrir þvi, að
Landhelgisgæzlan notar enn
þessar gömlu byssur er sú, að
einn maður getur notað hana, en
viö nýrri fallbyssur þarf minnst
fimm menn. Kúlurnar eru
framleiddar af Gunnari Gisla-
syni, fyrrv. skipstjóra, sem
hefur unnið þær í mörg ár fyrir
Landhelgisgæzluna.
— Þetta eru einfaldar byssur
og gera sama gagn og hinar,
sagði Guðmundur Kjærnested,
er Timinn talaði við hann. —
Danir eru t.d. með á sinum
gæzluskipum 70-80 menn, en við
erum 23 á varðskipunum. Viö
höfum hreinlega ekki efni á aö
vera með sjálfvirkar fallbyssur,
sem fimm menn þurfa að sjá
um.
Guðmundur sagði, að þetta
væru feiknamikil vopn, og
nefndi sem dæmi, að kúla úr
slikri byssu hefði farið þvert i
gegn um skip með 14 mm stáli
úr 200 metra fjarlægð.
Kjartansson i viðtali við Timann.
A tlmabilinu janúar — marz 1975,
að báðum mánuðum meðtöldum,
var tóbak selt á Islandi fyrir 577
milljónir króna. Ráðstöfunarfé til
auglýsingaherferðarinnar er þvi
á aðra milljón króna.
Þá sagði Jón enn fremur, aö
tóbaksreykingar hefðu aukizt um
15% hérlendis frá árinu 1973 til
ársins 1974. Sums staðar á
Norðurlöndunum hafa reykingar
minnkað, en aukizt á öðrum. Is-
lendingar eiga þó metið, þvi að
engin hinna Norðurlandaþjóð-
anna kemst I hálfkvisti við okkur i
aukningu tóbaksnotkunar.
Einn varðskipsnianna við
fallbyssuna.
Timamynd: Róbert
Sjúkrahús og heilsugæzlu-
stöð byggð á ísafirði
— og dvalarheimili fyrir aldraða
Gsal-Reykjavik — í fram-
kvæmdaáætlun isafjarðarkaup-
staðar, sem gerð hefur verið
fyrir timabilið 1975—1978jer að
finna ýmsar miklar fram-
kvæmdir á vegum sveitarfé-
lagsins, þ.á.m. byggingu
sjúkrahúss og heilsugæzlu-
stöðvar, byggingu dvalarheim-
ilis fyrir aldraða og byggingu
dagheimilis og leikskóla.
Að sögn Bolla Kjartanssonar,
bæjarstjóra, munu 12 sveitarfé-
lög auk isafjarðarkaupstaðar
standa að byggingu sjúkrahúss-
ins og heilsugæzlustöðvarinn
ar, sem mun verða um 20% af
sjúkrahúsbyggingunni.
— 1 sjúkrahúsinu munu verða
rúm fyrir 52—57 sjúklinga.
Gamla sjúkrahúsið verður
hálfrar aldar gamalt á þessu
ári, sagði Bolli, — og við erum
að vonast til að geta von bráðar
hafið byggingu nýja sjúkra-
hússins. Þessa dagana er verið
að ljúka allri teiknivinnu I sam-
bandi við sjúkrahúsbygginguna.
Einar Þorsteinsson, arkitekt,
hefur teiknað sjúkrahúsið, en
Tækniþjónusta Vestfjarða hefur
unnið að teikningum varðandi
rafmagn, hitalagnir, sima og
annað. Verkhönnun er unnin hjá
Verkfræðiskrifstofu Sigurðar
Thoroddsen.
— A fjárlögum hjá rikinu er
varið til sjúkrahússbyggingar-
innar 38 millj. kr., og við biðum
raunar eftir leyfi rikisvaldsins
til að hefja þessar framkvæmd-
ir. Sjúkrahúsið nýja mun risa á
fyllingu sunnan við gamla
sjúkrahúsið.
Timinn innti Bolla eftir þvi
hvenær áætlað væri að byggingu
sjúkrahússins yrði lokið, og
sagðí hann að það hefði ekki
verið áætlað. Hins vegar hefðu
þeir gert sér vonir um, að bygg-
ingu hússins yrði lokið á fimm
árum.
Á tsafirði er dvalarheimili
fyrir aldraða, sem 16 manns
geta dvalizt i, en ákveðið hefur
verið að reisa nýtt dvalarheim-
ili, sem mun risa i tengslum og
nágrenni við sjúkrahúsið og
heilsugæzlustöðina.
— Þessi nýja dvalarheimilis-
bygging mun verða fyrir 40
manns, en gamla dvalarheimil-
ið er löngu fullsetið og hefur fólk
orðið að leita út fyrir kaupstað-
armörkin til að komast á dval-
arheimili, sagði Bolli.
Bygging heimilisins mun ekki
hefjast á þessu ári, heldur ein-
ungis teiknivinna og annar
undirbúningur.