Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 1. júni 1975 TÍMINN Síldarsöltun Nqrðmanna á íslandi Norskur rithöfundur, frú Kari Hoveland skrifar bók um síldveiði og síldarvinnslu Norðmanna á Islandi Um þessar mundir er stödd hér á landi norskur rithöfundur, Kari Hoveland, sem hyggst skrifa bók um sfldveiðar og sfldarverkun Norömanna á islandi, en sem kunnugt er þá ráku Norðmenn umfangsmikla sildarsöltun og sildveiöar á Austfjörðum og Norðuriandi, fyrir og eftir alda- mót. Norska sildveiðin er sérstakur kapituli i atvinnusögu íslendinga. Allmikið hefur verið ritað um þetta efni á tslandi, en sérrit um þetta efni er ekki til hér, fremur en í Noregi. Kari Hoveland hefur ferðazt viða til þess að kynnast sögustöð- um og leita fanga i bók slna. Hef- ur hiin rætt við fjölda manna, skoðað kirkjubækur og önnur mikilsverð heimildagögn, er bók- ina varðar, en hún ver nú mestum tima sinum til þess að afla heim- ilda til bókarinnar. Heimsótti sildarbæi FrUin dvelur á tslandi i 3 vikur. Hefur hiín heimsótt Austfirði, þ.e. Eskifjörð, Mjóafjörð, Seyðisfjörð og fleiri staði fyrir austan og leit- að heimilda. Enn fremur hefur hún ferðazt um Norðurland, heimsótt Sigufjörð og Eyjafjörð, en þar höfðu Norðmenn stöðvar á sinum tlma. FrU Kari Hoveland kvað heim- sóknslna hafa verið bæði ánægju- lega og gagnlega. Einkum væri þaö kærkomið að geta átt viðræð- ur við fólk, sem þekkti til þessa atvinnusógulega tlmabils, og eins það að sjá mannvirki, sem til- heyrðu þessu viðfangsefni. HUn kvað sildveiðar Norð- manna hafa verið mjög miklar við tsland og hefði þetta verið vel skipulagður, þröaður fiskiðnaður. Ekki kvaðst hUn vera reiðubUin til þess að gefa upp „tölur" um slldveiðina, þar eð hUn hefði handrit sln ekki meðferðis, en þetta hefði verið umtalsvert magn, sem saltað var hér af sild á ári hverju. FrU Kari Hoveland heldur til Noregs nU um mánaðamótin. HUn gerir ráð fyrir að það muni taka sig um tvö ár að skrifa bókina, sem slðan yrði væntanlega gefin Ut fljótlega eftir það. JG PIOIMŒER AAERKI hinna vandlátu PIONŒER Hljómtæki ortofon Hátalarar og Pick Up SX-300 2 CHANNEL RECEIVER piONeeR Hátalarar ^TDK Segulþræðir Cassettur Cartridge Spólur PL- 10 TURNTABLE PIONEŒR Sjónvarps- tæki Einnig bíla- sjónvarps- tæki 3ia ára H-R 99 HOME STEREO PIOIVIEER Viðgerðar- og fækni- þjónusta á staðnum CS- 53 SPEAKER SYSTEM PIONEER HUOMTÆKJADEILD Laugavegi 66 • Sími 2-81-55

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.