Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 1. júni 1975 RÍKISSPÍTALARNIR lausarstöður LANDSPÍTALINN: AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til starfa á Endurhæfingardeild nú þegar eða eftir samkomulagi. Starfið verður tengt aðstoðar- læknisþjónustu Lyflækningadeild- ar að nokkru leyti. Nánari upp- lýsingar veitir yfirlæknir Lyflækn- ingadeildar. SÉRFRÆÐINGAR og AÐ- STOÐARLÆKNAR óskast til af- * leysinga á Handlækningadeild spitalans. Upplýsingar veitir yfir- læknir Handlækningadeildarinnar. SALFRÆÐINGUR óskast til starfa á Geðdeild Barnaspitala Hrings- ins. FÉLAGSRAÐGJAFI óskast einnig til starfa á Geðdeild Barnaspitala Hringsins. Er óskað eftir að báðir hefji störf 1. ágúst n.k. eða sam- kvæmt samkomulagi. Nánari upp- lýsingar veitir yfirlæknir Geð- deildarinnar. RANNSÓKNARSTOFA HASKÓLANS: AÐSTOÐARLÆKNAR. Tveir að- stoðarlæknar óskast til starfa frá 1. júli n.k. að telja. Umsóknarfrestur er til 25. júni n.k. Nánari upplýsingar veitir yfir- læknir rannsóknarstofnunnar. Umsóknum, er greini aldur, náms- feril og fyrri störf, ber að senda Skrifstofu rikisspitalanna. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik 30. mai 1975 SKRIFSTOFA RÍKISSFÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI11765 Rafmangsveitur rikisins óska að ráða eftirlitsmann raf- lagna á Austurlandi Laun samkvæmt kjarasamningum starfs- mannafélags rikisstofnana og rikisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun aldur og fyrri störf sendist rafveitu- stjóranum á Austurlandi, Selási 8 Egils- staðakauptúni eða til Rafmagnsveitna rikisins Laugavegi 116 Reykjavik, fyrir 10. júni n.k. Arður til hluthafa Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags íslands 22. maí 1975 var samþykkt ao greiða 12% — tólf af hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1974. H.E EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Framkvæmdir hafnar við dvalarheimili sjómanna í Hafnarfirðí: VISTMÖNNUAA FÆKKAÐ Á HRAFNISTU AÐ ÓSK HEILBRIGÐISYFIRVALDA FB-Reykjavfli.Siðdegis i gær var formlega hafin bygging nýs dvalarheimilis aldraðra sjómanna, sem risa mun i Hafnarfirði. Fyrr um daginn höfðu verið undirritaðir samningar milli verktakanna og sjómannadagsráðs, en það er Hamar h.f, sem var með lægsta tilboðið i verkið, 132 milljónir, og var fyrirtækinu falið að annast það. Hæsta tilboð var 243 milljónir. 1. hlutinn á að verða fullgerður á sjómannadag 1977. 1 þessum fyrsta ái'anga dvalar- heimilisins i Hafnarfirði erhús, sem rúma á 80 vistmenn i einbýlis- og tvibýlisibúðum. Auk þess er ætlunin, að á fyrstu hæð þessa hiiss verði dagvistunar- heimili fyrir aldraða, '. föndur- aðstaða og ýmislegt annað, en.I kjallara verður aðstaða fyrir veiðarfæraviðgerðir og aðra vinnu, með svipuðum hætti og nú er á Hrafnistu. Reiknað er með að um 60 manns geti verið á dagheimilinu. Verður fólkinu séð fyrir fæði og margs konar aðhlynningu, á meðan það er á heimilinu, en þangað kemur það á morgnana og fer siðan heim á kvöldin aftur. 1 auglýsingu sem birtist I blöðum I gær, var sagt, að þýðingarlaust væri að senda Sjómannadagur- inn á Akranesi Hátiðahöld I sambandi við Sjó- mannadaginn hefjast á laugar- daginn á Akranesi, og verður þeim slðan fram haldið á sunnu- dag. Hátiðahöldin byrja á laugar- daginn kl. 14, níeð sundmóti I Bjarnarlaug. Kl. 16 munu þyrla Landhelgisgæzlunnar og Björgunarsveit Slysavarna- félagsins syna björgun úr sjávar- háska. Á sunnudaginn hefjast hátiða- höldin kl. 9:45 með þvi að safnazt verður saman á Akratorgi. Þar verður lagður blómsveigur aö minnismerki sjómanna, og slðan gengið til kirkju og hlýtt sjó- mannamessu. Þar verða tveir sjómenn heiðraðir. Kl. 13:30 hefj- ast útihátíðahöld á Iþróttavellin- um meö fjölbreyttri dagskrá. Keppa sjómenn þar I mörgum greinum, og einnig munu Halli og Laddi skemmta þar. Kr. 15 verö- ur svo kaffisala slysavarna- kvenna I Slysavarnahúsinu, og kl. 19:30 hefst sjómannahóf I Hótel Akranesi. Allar fylgj^! onur ;t með Tímdh/Um nýjar umsóknir um vistun á allar deildir Hrafnistu, bæði vegna þess að Iangur biðlisti liggur þegar fyrir, og vegna óska frá yfirlækni og heilbrigðisyfirvöld- um um mikla fækkun vistmanna og aukið rými fyrir heilbrigðisþjónustu á Hrafnistu. Fulltruar sjómannadsgsráðs voru að þvi spurðir á blaða- mannafundi, hvernig þessum málum væri háttað. Sögðu þeir, að vistmenn á Hrafnistu hefðu tií skamms tlma verið 444, en áður- nefndir aðilar hefðu farið fram á að fækkað yrði um 40 vistmenn. Þegar hefur vistmönnum verið fækkað nokkuð, og I stað þess hef- ur húsrými verið nýtt fyrir rannsóknarstofur, læknastofur, aðstöðu fyrir meinatækna, lyfja- búr og fleira þvi um Hkt sem talið var nauðsyn á að koma upp á heimilinu. Nokkuð hefur verið rætt um að rýma einnig til fyrir heilsurækt og likamsþjálfun innan veggja stofnunarinnar, en Pétur Sigurðs- son, formaður Sjómannadags- ráðs, kvaðst telja, að viturlegra væri að kaupa sllka þjónustu utan veggja heimilisins, þar sem hún væri þegar fyrir hendi, heldur en fækka enn vistmönnum til þess að hún mætti rýmast innan veggja þess. Hefur nokkuð verið rætt um að senda vifetmenn Hrafnistu til þjálfunar I Hejlsuræktinni, og hafa heilbrigðisyfirvöld sýnt þvi máli áhuga, svo fremi sem þar verði fyrir hendi læknir og sjúkraþjálfarar. Kemur þá til greina að Tryggingastofnunin. daggjaldanefndog Sjúkrasamlag Reykjavlkur taki þátt I þeim kostnaði, sem af þessu hlytist. Þá skýrði Pétur Sigurðsson frá þvf, að Matthlas Bjarnason heilbrigðismálaráðherra hefði heitið því að leita eftir sérfræði- legri aðstoðhjá Heilbrigðismála- stofnun Sameinuðu þjóðanna, WHO, I þeim tilgangi að fá ráð- leggingar um, hvernig bezt væri að skipuleggja þessi mál hér. Frá gagnfræða- skólum Reykjavíkur Innritun nemenda, sem ætla að stunda nám i 3. og 4. bekk gagnfræðaskólanna I Reykjavlk næsta vetur, fer fram mánudaginn 2. jUnl og þriðjudaginn 3. jUni n.k. kl. 14.00-18.00 báða dagana. Umsækjendur hafi með sér prófskirteini. Það er mjög áríöandi, aö nemendur gangi frá umsókn- um siiium á réttum tima, þvi ekki verður hægt að tryggja þeim skólavist næsta vetur, sem siftar sækja um. Um skiptingu skólahverfa er visað til orðsendingar er nemendur fengu I skólanum. Fræðslustjórinn i Reykjavik. FELAGSSTARF Yfirlitssýning á handavinnu þátttakenda i félagsstarfi eldri borgara, verður opin almenningi að Norðurbrún 1, dagana 7., 8., 9. og 10. júni n.k. kl. 13:00-17:00 daglega. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Vonarstræti 4 sími 25500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.