Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 1. júni 1975 JZHlffHTTTEi rcffíi Alþýðubandalagið vill komast í ríkisstjórn Draumur Alþýðu- bandalagsins Skrif Þjóðviljans bera þaö glöggt með sér, að fyrir aðstand- endum hans vakir aðallega i sam- bandi við kaupdeilurnar að koma rlkisstjórninni á kné. Kjaramálin sjálf eru ekki höfuðatriðið i aug- um þeirra, heldur hitt, að rikis- stjórnin falli. Þótt þessir draum- órar þeirra Þjóðviljamanna séu næsta óraunsæir, ráða þeir þó augljóslega mestu um gerðir þeirra. Það er einnig ljóst, að tvennt veldur þessum draumum aðal- lega. Annað er það, að ýmsa leið- toga Alþýðubandalagsins dreym- ir um aö komast aftur i stjórn. Þeir sakna valdanna, sem þeir höfðu i tiö vinstri stjórnarinnar. Hitt er það og sennilega ræöur það mestu, að forustumennirnir finna, að Alþýöubandalagið er illa undir það búið, að vera lengi utan stjórnar. Þvi veldur hinn mikli klofningur i röðum þess. Til hægri við það eru Alþýöuflokkur- inn og Samtökin og reyna að reyta af þvi fylgi. Til vinstri eru hins vegar marxistar og Maóist- ar, sem virðast hafa aukinn byr hjá ungu fólki. Hættulegast er þó, að innan flokkskjarnans sjálfs logar allt I meiri og minni deilum og hver höndin er uppi á móti annarri. Flokkur, sem þannig er samansettur, getur átt erfiða daga I langri stjörnarandstööu. Reiðilestur AAagnúsar Glöggt dæmi um ósamlyndið i Alþýðubandalaginu sást siðasta þingdaginn. Þinglokin drógust i rúman klukkutima vegna þess, að Magnus Kjartansson þuldi langan reiðilestur til að verja hringsnún- ing sinn i málmblendiverk- smiðjumálinu. Magnús á ótvirætt þann heiður, að vera eins konar faðir verksmiðjunnar. Meðan Alþýðubandalagið tók þátt i rikis- stjórn, studdu þingmenn banda- lagsins málið, að tveimur undan- skildum.Þegar Alþýðubandalag- iö lenti I stjórnarandstöðu, var al- veg sniiið við blaðinu. Magnús var neyddur til að snúast gegn þeirri stefnu, sem hann hafði markað, og meira að segja látinn afneita bréfsuppkastinu fræga, sem hann lagði fyrir þingflokk- ana i fyrravor. Það eru vitanlega þung spor fyrir skapheitan mann eins og Magnús að ganga undir slikt jarðarmen. Enda sást það ljóst á honum, þegar hann flutti reiðilestur sinn siðasta þingdag- inn. Hann lézt vera að andmæla Gunnarí Thoroddsen en i raun og veru var hann að gera upp sak- irnar við flokksbræður sina. Þess vegna var hann i senn bæði sár og reiður. Ræðan var ótviræð sönnun þess að málmblendimálið á eftir að vera lengi enn fieinn i holdi Alþýöubandalagsins. Magnús getur ekki gleymt þeirri meðferð, sem hann hefur sætt, og heitustu andstæðingar málmblendiverk- smiðjunnar geta ekki fyrirgefið MagnUsi, að hann er raunveru- legur upphafsmaður hennar. Ófarir Ragnars Ragnar Arnalds gerir sér að sjálfsögðu vel ljóst, hvernig ástatt er I bandalaginu, og reynir þvi stundum aö leika hinn „sterka mann" flokksins. En það fer jafn- an Ut um þúfur. Á fyrri hluta þingsins hugðist hann sýna, að hann hefði i fullu tré við Luðvik Jósefsson og snerist þvi harka- lega I efri deild gegn frumvarpinu um happdrættislán vegna norður- vegar og austurvegar, en LUðvÍk hafði átt þátt i að móta þetta mál i neðri deild. Þetta brölt Ragnars varö ekki aðeins vonlaust, heldur varð það einnig skoplegt. Næst hugðist Ragnar sýna, aö hann gæti þó a.m.k. ráðið við Jónas Arnason, og lagði þvi til atlögu við Borgarfjarðarbrúna, þegar vegaáætlunin var á dagskrá. Jónas brást hinn versti við og kvaðst hafa orð formanns sins að engu. Útkoman varð sU, að við at- kvæðagreiðslu skiptust þingmenn bandaiagsins f helminga milii þeirra Ragnars og Jónasar. Má þvi segja, að Ragnar hafi farið hreinar dfarir i átökum sinum við þá LUðvik og Jónas. Gerður ómerkur orða sinna En þetta eru ekki einu raunir Ragnars sem flokksformanns. Það er ekki minna athyglisvert, að flokksstjórnin hefur hvað eftir annað látið hann ómerkja fyrstu frásögu sina af slitum viðræðn- anna um myndun nýrrar vinstri stjórnar á siðastl. sumri. Ragnar kenndi þá Alþýðuflokknum fyrst og fremst um, að slitnaði upp Ur viöræðunum.Þjóðviljinn birti þá fyrirsögn með stærsta letri sinu til að staðfesta þennan framburð Ragnars. NU þykir það hins vegar ekki lengur henta að halda þessu fram. NU er bUið að ákveða i æðsta ráði flokksins að kenna Framsóknarflokknum um, að viðræðurnar fóru Ut um þUfur. Þess vegna verður Ragnar að fara að skrifa söguna upp á ný og ógilda það, sem hann hefur áður sagt. t hinni nýju sögu Ragnars er Alþýðuflokkurinn litið eða ekkert nefndur þótt hann væri áöur tal- ínn sökudólgurinn. NU snýst sagan orðið nær eingöngu um Framsóknarflókkinn. f tilefni af þessari nýju Utgáfu Ragnars skal aðeins visað til upp- runalegrar frásagnar hans og Gylfa Þ. Gislasonar. Þær bera það ljóst með sér, að viðræðurnar um vinstri stjórn strönduðu á sameiginlegum óvilja þeirra afla, sem mestu réðu i Alþýöubanda- laginu og Alþýðuflokknum. Báö- um var það þá sameiginlegt aö vilja ekki bera ábyrgð á stjórn á erfiðum timum. Gengisfellingin og Guðmundur Innan Alþýðubandalagsins eru hins vegar til sjálfstæðari menn, sem ekki láta beygja sig undir flokksagann, og eru nógu sterkir til að lUta ekki neinum fyrirmæl- um. Einn þessara manna er Guð- mundur Hjartarson, sem greiddi atkvæði i stjórn Seðlabankans með gengisfellingunni á sfðastl. vetri. Guðmundur taldi hana skásta Urræðið, eins og komið var, og lét þvi sig engu varöa gagnstæða afstöðu stjórnenda Alþýðubandalagsins. Guðmundur Hjartarson hefur um langt skeið verið talinn af flokksbræðrum sinum mestur fjármálamaður þeirra og þvi fengið það hlutverk að sjá öðrum fremur um fjárreiður flokksins. Þaö var þvi ekki neitt undarlegt þótt LUðvik Jósefsson skipaði hann bankastjóra Seðlabankans. Eftir vandlega athugun sá LUðvIk ekki annan innan flokksins, hæf- ari til að gegna þessari stöðu, sakir gáfna og reynslu. Guð- mundur brást ekki þvi mati LUð- viks, að hann væri glöggur fjármálamaður, þegar hann greiddi atkvæði með gengisfell- ingunni I vetur. Að sjálfsögðu gerði hann það ekki ánægður frekar en aðrir, en sem reyndur fjármálamaður gerði hann sér þess grein, að ekki var um annan skárri kost að ræða. Hjáseta Inga Það er ótvírætt, að næst Guð- mundi Hjartarsyni, hefur Ingi R. Helgas. verið mesti fjármálasér- fræðingur Alþýðubandalagsins. Hann hefur átt þátt I flestum eða öllum fjármálafyrirtækjum, sem tengd hafa verið Alþýðubanda- laginu á einhvern hátt. Traust sitt á fjármálahyggindi Inga R. Helgasonar hefur svo Alþýðu- bandalagið sýnt meö þvi að gera hann að fulltrUa sinum I banka- ráði Seðlabankans. Þar tók Ingi R. þá afstöðu, þegar fjallað var um gengisfellinguna á sfðastl. vetri. að hann lét skjalfesta bókun, sem fól I sér allskonar vangaveltur um að gengisfelling gæti verið varasöm. Bókunin var lesin upp I Utvarpi og birt I Þjóð- viljanum. Af henni kunna ýmsir að hafa dregið þá ályktun, að Ingi R. hafi greitt atkvæöi gegn gengisfellingunni. En svo var ekki. Ingi R. sat hjá viö atkvæða- greiðsluna. Hann vildi ekki taka á sig þá ábyrgð að vera á móti gengisfellingunni. Þannig snerust tveir mestu fjármálamenn Alþýðubandalags- ins gegn flokkslinunni á siðastl. vetri. Þeir fylgdu áfram sömu stefnu og LUðvik Jósefsson og Magniis Kjartansson höfðu I vinstri stjórninni og höfðu enn i sambandi við stjórnmála- myndunarviðræðurnar á sfðastl. sumri, þegar þeir viðurkenndu að nokkur gengisfelling væri óhjákvæmileg. Efnahagsvandinn var þó ekki orðinn eins hrikalegur þá og hann varð siðar. Höfuðlaus söfnuður Þetta, sem hér hefur verið nefnt, er aðeins lltið dæmi um það upplausnarástand og innbyrðis- deilur, sem hafa risið innan Alþýðubandalagsins að undan- förnu. Þar hefur sannarlega verið um að ræða sundurlausan og höfuðlausan söfnuð. Helzt hefur gætt samheldni um aö reyna að snUast gegn flestu þvi, sem vinstri stjórnin beitti sér fyrir til að tryggja atvinnurekstur I land- inu. Þannig taldi vinstri stjórnin nokkra gengisfellingu nauðsyn- lega I árslok 1972 til þess að tryggja atvinnuöryggið, og aftur beitti hUn sér fyrir þvi vorið 1974, aö kaupgjaldsvisitalan væri bundin og grunnkaupshækkanir væru takmarkaðar. Þetta var einnig gert i þvi skyni að tryggja atvinnuöryggið. NU þykist Alþýðubandalagið ekki mega heyra slíkar ráðstafanir nefndar á nafn, þegar efnahagsástandið hefur stórversnað, sökum öfug- þrdunar viðskiptakjaranna. Fátt getur talizt ömurlegra hlutskipti stjðrnarandstöðuflokksins en að deila einkum á aðgerðir, sem hann taldi sjálfur eðlilegar og réttmætar, meðan hann sat I stjórn. Það er ekkert undarlegt, þótt sltkur flokkur kjósi ekki langa stjórnarandstööu.þegará reynir. Tætingslið Þótt ástandið hafi veriö aumt hjá Alþýðubandalaginu á þingi i vetur, hefur það verið sizt betra hjá Alþýöuflokknum. Þar togast enn á andstæð sjónarmiö Gylfa Þ. Glslasonar og Benedikts Grön- dals, og virðist Gylfi oftast hafa betur.EnnhefurhannþvIekki af- salað sér völdum, nema að nafn- inu til. Það er þvl enn alger ráö- gáta hvert Alþýðuflokkurinn stefnir eða hver afdrif hans verða. Um Samtökin svonefndu þarf ekki að fara mörgum orðum. Þau eru til orðin á þann hátt, að þar eru uppi næstum eins mörg óllk sjónarmiðogflokksmennirnir eru margir. Gleggsta dæmið um það var skömm þingseta Jóns Bald- vins Hannibalssonar sem vara- þingmanns. Hann hafði bersýni- lega önnur sjónarmið I mörgum málum en Karvel Pálmason, sem hann var mættur fyrir. Það má þvi vel nota orö Bjarna Guðnasonar um stjórnarand- stöðuflokkana á Alþingi. Þeir eru allir hreint tætingslið. Rikis- stjórnin þarf ekki að kvarta undan stjórnarandstöðunni. HUn verðurhenni ekki að falli. Enfyrir Islenzk stjórnmál I heild er það Iskyggileg staðreynd, að það lið, sem hefur skipað sér til vinstri við Framsóknarflokkinn, skuli vera jafn sundurlynt og óstarf- hæft og raun ber vitni. Slik sundr- ung getur ekki haft heppileg áhrif á þjóðmálin. Stríð gegn bændum Dagblaðið Visir, sem gefið er Ut af nokkrum heildsölum I Reykja- vik hefur um skeið haldið uppi svæsnum árásum á landbUnaðinn ogbændastéttina. Það hefur hald- ið þvi fram, að bændastéttin væri allt of fjölmenn, landbUnaðurinn væri þjóðinni allt of dýr atvinnu- vegur, bændur nytu óeðlilegra styrkja og þar fram eftir götun- um. Helzta úrræðið sem þetta heildsalablað hefur bent á, t'íl lausnar aðsteðjandi efnahagsleg- um erfiðleikum, er að fækka bændum og draga saman land- bUnaðinn. I tilefni af þessum skrifum er vissulega ástæða til að spyrja, hvort ekki sé ástæða til að beina sllku kastljósi frekar að öðr- um stéttum en bændastéttinni. Hvernig er það t.d. varðandi heildsalastéttina sjálfa? Er hUn ef til vill svo fámenn að málgagn hennar geti með góðum rétti hneykslast á þvi, að aðrar stéttir séu of fjölmennar? Er það ef til vill staðreynd, að hér séu hlut- fallslega miklu fleiri, jafnvel margfalt fleiri heildverzlanir en dæmi eru um hjá nokkurri annarri þjóð? Gæti það verið þjóðinni skaðlaust, að þessum fyrirtækjum fækkaði eitthvað og að heildsalastéttin yrði þannig bæði fámennari og kostaði þjóð- arbUið minna? Það væri ekki óeðlilegt, þótt umrædd skrif heildsalablaðsins yrðu til þess, að það væri ekki slð- ur tekið til athugunar, hvort heildsalastéttin gæti ekki verið fámennari og kostað þjóðarbUið minna. Ekki væri heldur úr vegi að fá samanburð á kjörum henn- ar og bændastéttarinnar. Sizt af öllu ættu heildsalarnir að skorast undan því, að svipuð athugun yrði gerð á stöðu þeirra og málgagn þeirra krefst að verði gerð á stöðu bændastéttarinnar. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.