Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 1. júni 1975 TÍMINN 13 VIKKNI VERKTAKADEILD Stmar 1-58-30 & 8-54-66 Pósthússtræti 13 ÁBYRGÐ Á EFNI OG VINNU Samvinnuskólinn BIFRÖST Umsóknarf restur um skólavist við Samvinnuskólann Bifröst skólaárið 1975—1976 er til 10. júni n.k. Skal senda umsóknir um skólavist á skrifstofu skólans, Suðurlandsbraut 32, Reykjavik, fyrir þann tima ásamt ljósriti af prófskirteini. Þurfa um- sækjendur að hafa landspróf, gagn- fræðapróf eða hliðstæða menntun. Umsóknir frá fyrri árum f alla úr gildi nema þær séu endurnýjaðar. Umsóknir um skólavist i framhalds- deild Samvinnuskólans i Reykjavik skulu sendar á skrifstofu skólans fyrir 20. ágúst n.k. Skólastjóri. r?;.t ;'C*''. !$ m Frá Lindargötuskóla ;jg Innritun 15. bekk framhaldsdeildar fyrir gagnfræðinga og landsprófsmenn búsetta i Reykjavik fer fram i Lindargötuskóla dagana 3.—5. júnl n.k. kl. 14—18. Inntökuskilyrði eru þau að umsækjandi hai'i hlotiö 5,0 eöa hærra I meöaleinkun á gagnfræðaprófi 1 Islenzku I og II, dönsku, ensku og stærðfræði eða 5,0 eða hærra á landspróí'i miðskóla. Umsækjendur hafi með ser afrit (ljósrit) af prófskir- teini svo og nafnskirteini. Fræðslustjórinn i Reykjavik. wmimmmmmí&mmmm w H'S; 1 f>>. i I Á hverju ári slasast fjöldi barna, sem eru farþegar i bif- reiðum. Fólk les um slika at- burði I blöðum, hristir höfuðið ogsegir ef tilvill: „Ja, mikið er þetta hörmulegt, skelfing er að heyra um öll þessi slys", eða eitthvað þess háttar. Síðan er atvikinu gleymt. Frétt i einu dagblaðanna segir eitthvað á þessa leið: Harður árekstur varð á mótum Hafnar- götu og Strandgötu. Bifreiðarn- ar skemmdust mikið, tvennt slasaðist, barn og fullorðinn. Bæði voru farþegar I framsæti. Barnið sat i fangi móður sinnar. Fólk hrekkur við og segir: „Þvilikt ábyrgðarleysi að sitja með smábarn i fanginu I fram- sæti. Hvað hugsa svona manneskjur? Eða hugsa þær ekki neitt." Og ætli það siðara sé ekki mergurinn málsins. Mjög margir gera sér ekki grein fyrir þvi, hversu hættulegt það er að sitja með börn I framsæti, eða leyfa börnum að sitja einum I framsæti. Skýrslur Umferðar- ráös sýna, að 84 börn slösuðust á s.l. ári, er þau voru farþegar I bifreiðum — mörg hver I fram- sæti. Hvað kostar barnið yöar? Barnabflstóll er ábyggilega minna virfti. „Þvílíkt ábyrgðarleysi" Framsætið hættulegast Framsætið er hættulegasti staöurinn I bifreiðinni. Barn, sem situr i fangi einhvers I framsætinu getur þvi orðið fyrir mjög alvarlegum áverkum af mælaborði og framrúðu bifreið- arinnar, jafnvel þótt árekstur- irin.sé ekki miög harður. Sá sem situr með barn i fanginu, notar það sem vörn fyrir sjálfan sig. Barnið tekur við mesta högginu, ef bifreiðin lendir I árekstri. Sem betur fer er orðið sjaldgæft að sjá eldri börn sitja I fram- sæti. Margir foreldrar setja börnum sinum þá reglu, að sitja I aftursætinu, og er það vel. En þetta á þvi miður aðeins við um stóru börnin. Litlu börnin, sem ekki geta setið ein, sitja alltof oft I fangi fullorðinna I framsæt- inu. Fólk situr sjaldan undir börnum sinum i aftursætinu, sem er að sjálfsögðu rétti stað- urinn. Ef til vill finnst fólki „skemmtilegra" að sitja I framsæti. Hvað er hægt að gera til þess að opna augu fólks? Þarf að verða slys til þess að fólk læri að skilja hversu hættulegur staður framsætið er? Bflbelti — bflstólar Algjört öryggi i bifreið er ekki til. En bilbelti veita mönnum þó mesta mögulega vernd og geta I mörgum tilfellum foröað fólki algjörlega frá meiðslum, ef til áreksturs kemur. Þetta geta allir, sem kynnt hafa sér þessi mál, verið sammála um. En að tryggja öryggi barnsins I bif- reiðinni er mun flóknara. Börn geta ekki notað bilbelti fyrr en við 7-8 ára aldur og þau verða að vera orðin a.m.k. 30-35 kg að þyngd. Astæðan fyrir þvi aö börn geta ekki notað belti eins og fullorðnir nota (belti, sem eru yfir aðra öxlina og mittið) er sú, að Hkamsbygging barns er öðru visi en fullorðins manns. Höfuð barnsins er hlut- fallslega miklu stærra. Þegar beltin halda likamanum föstum slengist höfuðið til, og vegna þyngdar þess geta háls- og hnakkavöðvar barnsins orðið fyrir áfalli. Beltin geta lika skaddað innyfli barnsins, þar sem þau eru verr varin en hjá fullorðnum. 1 tilraunum, sem gerðar voru i Svíþjóð (með bruöu) kom I ljós, að við framaná árekstur varð brúðan fyrir hættulegum lifrar- skemmdum, þegar beltin þrýst- ust að llkama hennar. Það hafa verið gerðar tilraun- ir með margs konar belti fyrir börn, en menn hafa ekki enn fundið neitt belti, sem þjónar sama tilgangi og þau belti, sem fullorðnir nota. Menn hafa þó orðið sammála um að beltin verði að vera mjög breið, þannig að átakið dreifist sem jafnast á allan llkamann. En börn geta ekki notað slik belti fyrr en þau hafa náö 3-5 ára aldri. Börn undir 9 mánaða aldri ættu alltaf að vera i burðarrúmi I aftursæti bifreiöarinnar, vel skorðuðu milli sætanna eða fest með þar til gerðum beltum. Eftir þann aldur geta börn setið I barnabllstólum. En gera verður þá kröfu til góðra barna- stóla.að þeir séua.m.k. eins vel festir og bilbelti fullorðinna. Einnig er ástæða til þess að vara fólk við þeim stólum, sem eru með málmgrindum, sem leggjast I boga fyrir framan barnið. Dæmi eru til, að slikar grindur hafi bognað við mikið átak og þrýst að maga barnsins og stórskaðað það. Jeppa og Dráttarvéla hjölbar&ar VERÐTILBOD 5y af iveim <M^%'/.af fjórum ' dekkjum IV; dekkjum 600-16/6 ET 1 m/siöngu Kr. 7.180,- 650-16/6 ET 1 m/slöngu — 7.650,- 650-16/6 NT 6 m/slöngu — 7.750,- 650-16/6 TP 7 m/slöngu — 7.290- 750-16/6 TP 7 m/slöngu — 8.695,- 750-16/8 ET 1 m/slöngu — 11.580,- 6.820, 7.270, 7.370, 6.930, 8.260, 11.000, 6.470,- 6.890,- 6.980,- 6.561,- 7.830,- 10.430,- TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ISLANDIH/E AUÐBREKKU 44 - 46 SÍMI 42606

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.