Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 36

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur 1. júni 1975 Jötunn farinn að bora PÞ—Sandhóli. — Um stundar- fjóröung fyrir klukkan þrjii á föstudag ræsti Gunnar Thorodd- sen orkumálaráðherra „Jötunn'- hinn nýja bor orkustofnunarinn- ar. Hófst athöfnin meö ræðu Jakobs Björnssonar orkumála- stjóra. I stuttu ávarpi er orku- málaráðherra hélt lýsti hann yfir ánægju sinni yfir komu tækisins. Þá ræddi hann um afkastagetu tækisins sem getur borað allt að 4 km I jörðu niöur. Borinn a til að byrja með að vinna fyrir Þorlákshöfn og ná- grenni og er það von staðar- manna að hann gefi þeim nægan varma I náinni framtið. HLÍÐARDALSSKÓLI 25 ÁRA Hliðardalsskóli i Olfusi, sem er f eigu aðventista, er 25 ára um þessar mundir. Afmælisins verður minnzt með samkomu i skólanum sunnudaginn 1. jUní. Smíði skólans hófst 8. júní 1949, og siðla hausts árið 1950 tók skól- inn til starfa. Nemendur voru þá 19. Þá starfaði aðeins einn kenn- ari við skólann, auk skólastjóra. Helztu hvatamenn að stofnun og smlði skólans voru þeir Sigfus Hallgrlmsson kennari og O.J. Olsen, sem árið 1936 hóf fjársöfn- un til smlði skóla. Þá voru liðlega 300mannsí söfnuði aðventista, og þótti ýmsum, að I mikið væri ráð- izt. Safnaðarfólkgáfmánaðarlega I sérstakan byggingarsjóð, og stóö sú söfnun I ellefu ár, áður en land undir skólahúsið var keypt. Arið 1947 voru í sjóðnum 155 þUsund krónur, sem var mikið fé í þá daga. Keypt var land Vind- heima I ölfusi. Fyrirlestrar um heil- brigðis- þjónustu Hér á landi er nii staddur á veg- um heilbrigðisstjórnar rektór Hálsovárdhögskolan I Gauta- borg, Sixten Haraldsson dr. med. Allmargir Islendingar hafa stundað nám I þessum skóla, bæði læknar, heilbrigðisfulltrUar og stjórnendur heilbrigðisstofnana og Island tekur nU þátt í rekstri skólans. Dr. Haraldson flytur hér tvo opinbera f yrirlestra. Hinn fyrri verður fluttur I Landspitalanum miðvikudag 4. jiiní kl. 14og fjallar um heilbrigðisþjónustu á norðlægum. slóðum. Slðari fyrir- lesturinn verður haldinn I Nor- ræna húsinu fimmtudag 5. júnl kl. 16 og fjallar um heilbrigðisþjón- ustu á afskekktum svæðum og meöal farandþjóðflokka. Hann er ætlaður jöfnum höndum heilbrigðisstarfsmönnum og al- mennum hlustendum. Myndir verða sýndar með báðum fyrir- lestrunum. OFURLITIL ATHUGASEMD ARIÐ 1936 kom út I Reykjavik það sem (meö tilgreindum und- antekningum) taldist vera heild- arútgáfa af ljóðum Matthíasar Jochumssonar, en kostnaðar- maöur útgáfunnar var Magnús sonur hans. Talsvert skorti þó á að þetta væri I rauninni heildariit- gáfa, enda myndi hafa orðið að leita vlða til þess að svo mætti verða. Fyrirkomulag hennar var hreint ágætt, Magnús sneið það algerlega eftir þvl sem Oxford University Press hefir á Standard Authors sínum. Að öðru leyti er henni nokkuð áfátt. Svo var talið, að Þorsteinn skáld Gislason hefði séð um hana, og að ýmsu leyti hefði hann verið ágætlega til þess fallinn, en engan vissi ég óánægð- ari með hana en einmitt hann. Kvaöst hann hafa skilið svo, er hann tók að sér starfann, að sitt hlutverk væri ekki öllu meira en að lesa prófarkir. Annar maður hafði bUið í hendur honum og um hann var þannig háttað, að naum- ast var sanngjarnt að ætlast til að hann gæti leyst verkiö vel af hendi. Hér er utgáfa þessi ekki til öllu frekari umræðu. Þrátt fyrir ófull- komleik sinn, verður hUn ávallt handhæg og gagnleg, og vegna innihaldsíns að sjálfsögðu ævar- andi gersemi. Einn kafli bók- arinnar nefnist „Sálmar og and- leg ljdð." Þar I er margt frumort, en annað þýtt, og þó ekki ætlð sýnt að svo sé. Þannig er ekki annað að sjá en að hinn vinsæli barnasálmur ,,Ó faöir, gjör mig Htið ljós," sé frumkveðinn á Is- lenzku, en svo er ekki. Hann er enskur að uppruna, eftir konu, sem nafnkunn var á sinni tið og hét Matilda Betham-Edwards (f. 1836, d. 1919). Hún varekki aðeins ljóðskáld, heldur ritaði einnig skáldsögur, sem nú munu litið lesnar, eins og raunar flestar sögur frá þeim tima. Aöurgreindur sálmur (kunnur Ur ýmsum enskum skólasöngv- um) var tekinn upp i islenzku Sálmabókina 1945. Ég veitti þvi athygli, að þar var uppruna hans ekki getið, en gerði ráð fyrir, að ásamt ýmsu öðru myndi þetta verða lagfært I næstu prentun. Það hefur þó líklega ekki verið gert, þvl þegar ég eignaðist hina nýjustu Sálmabók (1972), sá ég að enn var Matthías talinn höfundur sálmsins, en ekki þýðari. Mér þykir þvf sýnt, að vekja þurfi athygli á hinu rétta. Jafnframt má þo geta þess, að þvi fer fjarri, að slálmurinn hafi tapað nokkru i meöferð þýðarans. A frummálinu er fyrsta erindið þannig: God make my life a little light Within the world to glow, A little flame that burneth bright Wherever I may go. Þessi nýjasta Sálmabök fs- lenzku Þjóðkirkjunnar verður ekki frekar tekin til athugunar I einstökum atriöum I þessari athugasemd minni. En varla má ég annað en láta þess getið, að enga ánægju hafði ég af að eign- ast hana. Ekki var ég með öllu ánægður með Sálmabókina frá 1945, og það voru ekki heldur þeir nefndarmanna, er stóðu að samantekt hennar og ég ræddi við um hana að starfi þeirra loknu. Spor framávið var hún þó. Meö hinni nýjustu Sáimabók virðist mér aftur á móti sem stigið sé skref afturábak — eða niður á við, ef þá þykir betur orðað. HUn er eitt af þvl, sem vekur mér ugg um að nu sé á ný að rökkva i íslenzku kirkjunni. Er virkilega verið að stjaka þeim til hliðar, ljósberun- um miklu, sem við af gömlu kyn- sldðinni getum ekki gleymt — og viljum ekki gleyma? Ég vil nefna tvo hina stærstu, sem lýstu upp allt Island: Matthlas Jochumsson og Harald Nielsson. Sálmum Matthlasar mátti fjölga I Sálma- bókinni. En heldur hefur þeim fækkað, og það virðist ekki benda til hækkandi sólar. Ekki mun ég hafa lesið alla nýkomnu sálmana, og suma þeirra gafst ég upp við aö lesa til enda. Myndi ekki mega láta flesta þeirra hverfa við næstu endurskoðun? En hUn kemur ekki I minni tlð. Goethe bað um meira ljós. Við skulum taka undir með honum. I Sálmabókunum þremur, sem verið hafa I notkun um mlna daga, er eitt orð sem ég hefi skilið á annan veg en guðsmennirnir. Það er I hinni fögru kvöldbæn, er Sveinbjörn Egilsson þýddi: „"NU legg ég augun aftur". Sálma- bækurnar segja: „Æ, virzt mig að þér taka". Ég skil ekki þessa upphrópun þarna, þenna kvein- staf, og hygg að „æ" sé þarna atviksorð (ætíð). En vera má að ég misskilji. Frumtextinn myndi sennilega skera úr. Sn.J. Þegar smlði skólans hófst kom safnaðarfólk vlða að og lagði fram mikla vinnu. Margir störf- uðu svo vikum skipti og tóku ekk- ert fyrir vinnu sina. Á þessum tlma voru um 400 manns I söfnuði aðventista, og var skólahUsið reist á riimu ári. Fyrsti nemenda- hópurinn brautskráðist frá Hlíöardalsskóla árið 1953. Nemendum hefur fjölgað ár frá ári og færri hafa komizt i skólann en sótt hafa um. I upphafi var áætlað, að I skól- anum yrðu fjörutiu nemendur, en það þótti hæfileg stærð: þannig gæti skólinn sinnt þörfum safnað- arins, en hann telur nii um 500 manns. Vegna mikillar ásóknar I skólavist var ákveðið að reisa nýja skólavist fyrir 40 drengi. Hún var tekin í hotkun haustið 1959. Slðan hafa nemendur verið um 80 á hverju ári. Fyrstu starfsár skólans voru bekkjardeildir aðeins þrjár, ein veitti nemendum fræðslu fyrir landspróf. Slðan hefur bekkjar- deildum f jölgað. Reist hefur veriö leikfimihús, og unnið að miklum framkvæmdum vegna biíreksturs skólans, meðal annars reist gróðurhiis. Síðla árs 1967 urðu miklar breytingar á öllum högum skól- ans, en þá var borað eftir heitu vatni, sem þarna reyndist vera I miklum mæli. Éftir það var hitaveita lögð um skólabyggðina og gróðurhúsið reist. Af öðrum þáttum I starfi Hlíðardalsskóla má nefna, að um tólf ára skeið var rekið þar heilsuhæli, og búrekstur er fjöl- breyttur. Tilgangur aðventista með þvl að reisa Hliðardalsskóla v'ar einkum sá, að geta frætt þar nemendur I anda trUar sinnar, og að þurfa ekki að vera háðir rlkis- skólunum I þeim efnum. Þar við bætist allt allmennt nám. Þetta hefur tekizt á margan hátt og f jöldi menenda hefur tekið virkan þátt I starfi safnaðarins. Segja má, að hlufi af náminu sé starf við skólabúið, en nemendur vinna hluta Ur degi við almenn bUstórf og fleira. Skólastjórar Hllðardalsskóla hafa verið: JUlíus Guðmundsson (1950—1960), Sigurður Bjarnason (1960—1964), Jón Hj. Jónsson (1964—1972), Július Guðmundsson (1972—1974). NUverandi skólastjóri er Björgvin Snorrason. Sendum sjómönnum um allt land árnaðaróskir í iilefni af hátíð- isdegi þeirra Í% * * . /um SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFELAGA Sjávarafurðadeild SAMBANDSHÚSINU RVJK, SÍMI 17080

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.