Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 1. júni 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 34 aftan við húsið. Gluggarnir voru mölbrotnir, þakið sigið/ f remri svafirnar hrundar, málningin var skellótt og víða flögnuð og gluggahlerarnir lausir og illa farnir. Hann keypti það næsta dag. Aldrei hafði hann verið eins önnum kaf inn og næstu daga og vikur. Hann skipu- lagði lögregluliðið f rá klukkan átta til f imm, talaði við mennina, sem þegar voru í starf i og rak þá, sem vildu ekki sækja skotæfingar á kvöldin eða kvöldskóla ríkis- lögreglunnar. Þess í stað réð hann menn, sem mögluðu ekki vegna aukavinnu. Hann henti öllum þeim tækja- kosti, sem ónýtur var eða úr sér genginn og keypti nýtt. Fyrirrennari hans hafði dáið á tröppunum af völdum hjartaslags. Teasle skipulagði alla starfssemina ger- samlega upp á nýtt. Frá klukkan f imm vann hann við húsið, gerði við þakið, setti nýtt gler í gluggana og þétt- aði þá, gerði við svalirnar, og málaði allt í ryðrauðum lit, sem blandaðist grænum lit trjánna. Hann vann þar til hann steinsof naði, dauðuppgef inn. Fúinn og skemmdan viðinn, sem hann tók úr þakinu og af svölunum, notaði hann til að kveikja bál í garðinum á kvöldin. Svo sat hann við eldinn og át steikt kjöt og kartöflur, léttkryddaða rétti eða hamborgara. Aldrei hafði matur bragðast hon- um svo vel. Aldrei hafði hann sof ið betur eða verið jafn vel á sig kominn, líkamlega. Hann var stoltur af sigginu á höndum sér. Stirðleiki handa og fóta varð að orku og hreyfingarnar mjúkar og áreynslulausar. Þannig var þetta í þrjá mánuði. Að þeim tíma liðnum hafði hann lokið viðgerð á húsinu. Hann dútlaði við smá- viðgerðir til að byrja með, en þar kom að hann sat að- gerðalaus á kvöldin og verkefnalaus. Þá skrapp hann út og f ékk sér bjór eða dvaldi lengur á skotæf ingasvæðinu. Annars f ór hann heim, horf ði á sjónvarpið og drakk bjór. Svo kvæntist hann og allt þetta tók enda. Nú hljóp hann milli trjánna og út á grassléttuna. Hann andaði með djúpum sogum og svitinn rann af honum. Teasle leið svo vel, að hann furðaði sig á því, hvers vegna hann hafði nokkru sinni hætt að hugsa umsjálfan sig. Á undan honum hlupu hundarnir gjammandi. Orval hljóp á eftir þeim og það teygðist á löngum fótum hans, þegar hann reyndi að halda hraða þeirra. Lögreglu- mennirnir reyndu að hafa við Teasle. en hann reyndi að hafa við Orval. Hann hljóp gegnum grasið. Heit sólin skein á hann. Hendur hans og fætur hreyfðust í snöggum og stöðugum hreyfingum. Honum fannst um stund eins og hann gæti haldið áf ram að eilíf u. Skyndilega tók Or- val kipp og hentist áfram. Teasle gat ekki haldið uppi sama hraða og hann öllu lengur. Hann fann til þunga í fótunum. Notaleg tilf inningin, sem hann hafði f undið til hvarf nú alveg. — Hægðu á þér, Orval. En Orval hægði ekkertásérog elti hundana. SJÖTTI KAFLI Þegar Rambo kom aðtrjánum og klettunum varð hann 'að draga úr hraðanum. Hann lagaði skóna vandlega á sér, svo hann rynni ekki á klettunum. Hann gat átt á hættu að fótbrotna. Rambo hraðaði sér meðf ram kletta- rótum og leitaði að auðveldustu leiðinni upp. Loksins fann hann sprungu inn í klettinn, sem náði þrjú fet inn í bergið og reis lóðrétt upp á brúnina. Hann klif raði upp. Hann handstyrkti sig upp á útistandandi steinum. Þegar hann nálgaðist brúnina jókst bilið milli þeirra og hann varð að krafsa sig áf ram með höndum og fótum. En svo varð af tur auðveldara að klif ra. Loksins komst hann upp úr sprungunni og stóð þá á jafnsléttu. Hundgjammið bergmálaði greinilega uppi á klettin- um. Hann hnipraði sig saman og athugaði hvort þyrlan væri einhvers staðar í námunda við hann. Svo var ekki. Hann heyrði ekki einu sinni til hennar. Ekki bólaði á neinum, sem fylgdist með honum af einhverri hæðinni eða að neðan. Hann smeygði sér inn milli runna og trjáa við klettabrúnina og laumaðist til hægri — í átt að kletta- snös. Þaðan mátti sjá yf ir skarðið. Þar lá hann og horfði hvernig gras og skógur skiptust á. Einni mílu neðar í skarðinu sá hann menn á hlaupum milli trjánna. Þeir voru á leið inn á gróðurlaust svæði í átt að öðrum trjám. Vegna f jarlægðarinnar virtust mennirnir litlir og sáust ógreinilega. Hann hélt sig telja tíu. Ekki var hann viss um fjölda hundanna, en þeir virtust mjög margir. Rambo hafði samt ekki mestar áhyggjur af f jöld þeirra. Hitt olli honum áhyggjum, að þeir höfðu greinilega f und- ið slóð hans og voru f Ijótir að elta hann uppi. Þeir yrðu komnir að þeim stað, sem hann var á nú, eftir f immtán mínútur. Teasle hefði ekki átt að vera svona fljótur að elta hann uppi. Með réttu átti hann að vera margra stunda ferð að baki hans. Þarna var einhver á ferðinni, sem gjörþekkti landið. Kannski var það Teasle — eða þá einhver manna hans. Þessi sami maður hlaut að hafa tekið mið af heildarstefnu hans og notað sér þekkingu sína á svæðinu til að stytta sér leið að honum. Hann hljóp aftur að veggskotinu, sem hann hafði klifr- aðupp. Hannætlaðiaðtryggja, aðTeaslegæti ekki klifr- aðupp jaf n auðveldlega og hann hafði sjálf ur gert. Hann ¦—I Sunnudagur 1. juni 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjórn Einarsson bisk- up flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Lctt morgunlög. Dalibor Brazda og hljómsveit hans leika. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Concerto grosso i D-dUr eftir Handel. Kammerhljómsveitin i Zur- ich leikur, Edmond de Stoutz stjórnar. b. Viólukon- sert eftir Vivaldi. Karl Strumpf og Kammersveitin IPragleika.c. Konsertnr. 1 í d-moll eftir Bach. Edwin Fischer leikur á pianó með kammersveit sinni. d. Selló- konsert i D-dúr op. 101 eftir Haydn. Jacqueline du Pré og Sinfónluhljómsveit Lundúna leika, Sir John Barbirolli stjtírnar. 11.00 Sjómannamessa i Dóm- kirkjunni. Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einars- son, messar og minnist drukknaðra sjómanna. Dómkórinn syngur. Ein- söngvari: Hreinn Lindal. Organleikari: Ragnar Björnsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Fimmtán þúsund kar- töflur. Gísli J. Astþórsson rithöfundur flytur þátt úr bók sinni „Hlýjum hjarta- rótum". 13.40 Harmonikulög. Arthur Spink leikur. 14.00 ÍJtisamkoma sjómanna- dagsins i Nauthólsvík. a. Avörp flytja Gunnar Thor- oddsen ráðherra, Ingólfur Arnarson framkvæmda- stjóri, fulltrúi útvegsmanna og Brynjólfur Halldórsson skipstjóri, fulltrúi sjó- manna. b. Pétur Sigurðsson formaöur sjómannadags- ráðs afhendir heiðursmerki. c. Lúðrasveit Reykjavlkur leikur. Páll P. Pálsson stjórnar. 15.00 Miðdegistónleikar. a. „Ládautt haf og leiði gott", forleikur eftir Mendelssohn. Fllharmonlusveit Berllnar leikur, Fritz Lehmann stjórnar. b. „Sjávarmynd- ir" eftir Britten. Sinfóniu- hljómsveit LundUna leikur, höfundur stjórnar. c. „Hafnarborgir við Miðjarð- arhaf" eftir Ibert, Sinfónfu- hljómsveitin i Boston leikur, Charles Munch stjórnar d. „Hafið" eftir Debussy. Con- certgebouw-hljómsveitin I Amsterdam leikur, Eduard van Beinum stjórnar. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 AUtaf á sunnudögum. Svavar Gests sér um þátt- inn. 17.15 Barnatimi: Sitthvað úr jurtarikinu. Stjórnendur: Ragnhildur Helgadóttir og Kristln Unnsteinsdóttir. a. „Sólskinstréð". Viðar Eggertsson les smásögu eft- ir önnu Wahlenberg i þýð- ingu Aslaugar Árnadóttur. b. Biómarabb. Olafur Björn Guðmundsson flytur stutt erindi. c. „Fjallið, sem flutti I bæinn". Þórunn Pálsdöttir les smásögu eftir Elsu Beskov. Þýðandi: Atli Magnússon. 18.00 Stundarkorn meö Rögn- valdi Sigurjónssyni pfanó- leikara. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Til umræðu: Landbún- aður og byggðamál. Baldur Kristjánsson stjórnar nýj- um útvarpsþætti. Þátttak- endur: Gunnar Guðbjarts- son formaður Stéttarsam- bands bænda, Jónas Jóns- son ritstjóri Freys og Ragn- heiður Þorgrímsdóttir B.A. 20.00 Sinfónfuhljómsveit ts- lands leikur fslenska tdniist. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. a. Hátíðarmars eftir Pál

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.